Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Veiðiskapur
15.1.2009 | 00:20
og hann gengur alls ekki eins og til er ætlast. Á límborðann hefur fest sig fluga og hundur en alls engin mús.
Þetta er hið undarlegasta mál og þó ekki, mýs eru klárar.
Ég ætlaði að blogga einhvern helling núna en ég hef bara steingleymt erindinu hingað....
Er að horfa á borgarafundinn og ég hef staðið mig að því undanfarið að sakna látins þingmanns, Vilmundar Gylfasonar, hann var magnaður stjórnmálamaður.
Þessi fundur er ágætur, ég náði ekki alveg nógu vel að heyra í Sigurbjörgu.
Ég var annars á vinnufundi í kvöld og niðurstaða atkvæðagreiðslu var ekki sú sem ég óskaði mér en svona virkar víst lýðræðið. Það var semsagt samþykkt að hækka taxtann um þá hækkun sem orðið hefur á vísitölunni. Sú hækkun dugar þó hvergi nærri til að vega upp í allan kostnað sem hefur margfaldast...í bili er öll þjónusta stöðvanna dýr og varahlutaverð er í hæstu hæðum. Hundrað prósent hækkun á t.d. bremsuklossum og það þarf nokkuð oft að skipta um slíkt í leigubílum. Við tókum semsagt annan okkar bíl af verkstæði í dag og það kostaði langleiðina í fímmtíu þúsund krónur. Við erum í sömu stöðu og flestir aðrir íslendingar, berjumst í bökkum við að ná reikningunum og náðum þeim nokkurn veginn þennan mánuð. Þá verðum við að sjá hvernig fer þann næsta mánuð og svona er þetta víða. Fólk reynir að lifa frá mánuði til mánaðar.
Líka við
Líka þið.
Ég vil fara að sjá lausnir á þessum vanda, ég vil sjá breytingar. Ég hef ekki heilsu í þessa þrautagöngu..Ég vil fá að hafa vinnu, leiðir til að standa við mitt...ég vil ekki að skuldirnar mínar umbreytist í óviðráðanlega ófreskju. Ég skal standa við mitt en þá heimta ég að hinn aðilinn að skuldum mínum standi líka við sitt. Ég hef þegar ákveðið að héðan í frá þá mun ég ekki líta niður á nokkurn þann mann sem missir sitt á uppboði, héðan í frá mun ég líta á fólk í þeirri stöðu sem stríðshetjur, þær töpuðu að vísu stríðinu en börðust þó.
ég vil að eitthvað sé gert fyrir fólkið í landinu áður en nákvæmlega allir fara á hausinn og þá meina ég allir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Dagsbirtan (bæti bara aðeins við þessa)
14.1.2009 | 12:22
og allt er betra í dagsbirtunni.
Vaknaði alveg skárri og ekki skemmdi að ég fékk fínar fréttir á sömu mínútunni.
Þetta hressti mig alveg við
Þessu vildi ég koma á framfæri svo þessi myrkurfærsla sé ekki það sem við blasir á síðunni minni í dag.
Reyni að krota inn meira seinna í dag
Hérna er fín mynd af Hunda-Lappa sem sér ekki neitt og gerir ekki neitt annað en að klessa á allt.
Ég er búin að setja inn myndir af lopavestum sem ég er að prjóna núna, þau eru í lopapeysualbúminu og svo setti ég myndir af verknaðinum að þvo peysurnar. Það er nefnilega engin smáræðis drulla í lopanum þegar maður er að prjóna úr honum!
Kíkið á þetta...
Knús í daginn ykkar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Pirraðist áðan
13.1.2009 | 21:49
Var á leið í heimsókn á spítalann og stöð 2 var á meðan ég fann til það sem ég þurfti að hafa með. Kemur þá ekki aftur svona útrásarvíkingalifandiminningargrein !!
Hvað er málið með þetta ?
Heilaþvottur ?
Ó úpps við settum allt á hvolf en sjáiði bara hvað við erum góðir strákar og eigum ossalega góða vini og ættingja....
Nú fer ég og hendi mér í vegg ala Jenný
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Kompás í kvöld
12.1.2009 | 21:50
Seinni hlutinn fjallaði um verkefni kvenna í Suður- Afríku.
Heillandi konur á ferð.
Hérna kemur linkur á starf þeirra, markmið og aðstæður þeirra sem þær eru að hjálpa.
Ég sagði við Steinar : Svona konur breyta heiminum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
misskilningur
11.1.2009 | 13:10
Stundum skil ég ekki manninn minn, mér finnst það kostur. Það er þá a.m.k. eitthvað eftir sem kemur á óvart eftir öll þessi ár.
Nýlegt dæmi kemur hér.
S: Ég keyrði yfir mótmælandann í dag
R: KEYRÐIRÐU YFIR MÓTMÆLANDA !!!!
(sá auðvitað fyrir mér blóðuga stöppu af mótmælanda,palestínuklút og skilti)
S: (alveg hissa) já þarna yfir mótmælandann ...hann þarna **** *******
R: Meinarðu að þú hafir keyrt mótmælandann ? Afhverju sagðirðu yfir ?
S: Sko, er hann ekki yfir þessu, sko aðalmótmælandinn ?
R: Jú kannski (guðslifandi fegin að þurfa ekki að skýra á blogginu tengsl mín við blóðugu hrúguna sem þvældist fyrir hugskotssjónum stuttu áður.)
Hann keyrði semsagt yfir-mótmælandann
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
snilldaráætlanir
10.1.2009 | 13:38
fara orðið oftast í vaskinn. Ég ætlaði að "krepputækla" þessa helgina en nei...lasin og treysti mér ekki til neins.
Ég ætlaði að vera búin að máta músina með gáfum mínum en nei....hún er klárari en ég ! hversu ömurlegt er það ? Og hún faldi sig bakvið það allra heilagasta á heimilinu..skápinn hans Himma míns. Í honum geymi ég myndir af Himma, gjafir og kort sem bárust okkur eftir andlát hans. Skápinn festum við við vegginn og það er ekkert hlaupið að því að komast bakvið hann.
Janúar hefur alltaf verið sá mánuður sem mér leiðist mest, hann er dimmur og hann er langur og ekkert skemmtilegt í augsýn. Svo kemur febrúar...hann er stuttur. Næsti er mars og þá eiga tvö barna minna afmæli og þá fer að styttast í vorið, sólina og sumarið.
Vinnustaðurinn minn er farinn að líkjast ættarmóti. Systa er farin að vinna þar líka, Solla og Jón eru þar sumar helgar og nú bættist nýjasti fjölskyldumeðlimurinn við, Siggi hans Steinars tók frumraun sína í akstrinum s.l. nótt. Amma passaði Libbu á meðan. Tíkinni finnst gaman að vera hérna, hún hittir þá vini sína Lappa og Kela og rökræðir við ömmu sína. Hún er ræðnasti hundur sem ég þekki hehe.
Ég hef verið að skreppa í heimsóknir niður á Landsspítala og hugleitt þegar ég geng upp á stofu sjúklingsins sparnaðaraðgerðir ráðherrans. Nú rukkar hann fyrir innlagnir. Mér sýnist að hann eigi ekkert eftir en að láta einhvern rukka heimsóknargesti um pening í hvert sinn sem einhver er heimsóttur. Það er nákvæmlega ekkert heilagt í þessu heilbrigðiskerfi ...
Mynd Halldórs í mogganum í dag er ljómandi. Fyrst skoðaði ég þessar myndir hálffúl, saknaði Sigmunds en Halldór teiknari er alveg ljómandi góður.
Lára Hanna skrifar ágætan pistil á síðuna sína og brýnir fólk til að mæta á mótmælafundina. Það er spurning hvort það skilar betri mætingu. Ég mun ekki hvetja fólk til að mæta fyrr en ég mæti sjálf, mér finnst svo álappalegt að ætlast til að aðrir mæti en ekki maður sjálfur.
Ég er ósátt við margt í þessu þjóðfélagi. Ég sé samt svosem engan tilgang með að pikka það hér inn á bloggsíðuna mína. Ég er Vog og þjáist af valkvíða og er ekki enn búin að finna alveg minn farveg í þessum málum. Það vill til að ég hef tíma, það er eina sem ég hef nóg af...eða þannig.
Til hvers er þetta líf ? Maður brasar við að eignast eitthvað drasl og eyðir æfinni í að borga það. Til hvers ? það er ekki eins og maður sé eilífur eða taki dótið með mér yfir hinumegin....til hvers er maður að berjast við þetta? Það eina sem ég sé í framtíð minni er að ég verð sett niður við hliðina á Himmanum mínum - í svolítilli brekku í Grafarvogskirkjugarði. Það er eina planið sem ég veit um og ég er sátt við það.
Ég sakna vinar míns Tigercoppers...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Hundlélegur bloggari
9.1.2009 | 23:55
og ætlaði að bæta úr því, rakst á færslu sem truflaði mig og steinhætti við að skrifa tímamótafærslu.
Reyni aftur á morgun.
Góða nótt
Vissuð þið að það spáir grilljón stiga frosti eftir helgina ?
Já auðvitað vissuð þið það, þið eruð svo klár !
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
þrettándinn 2009
6.1.2009 | 12:20
og ég ætla ekki að stressa mig á að taka niður jólin, tréð fer bara niður einhvern næstu daga en eitthvað af ljósunum fær bara að vera áfram uppi við.
En það sem ég ætlaði mér að skrifa um var allt annað.
Ég sat í vinnunni í gær og horfði á kvöldfréttir. Sýndar voru myndir frá Gaza. Foreldrar með látin börn sín, hræðileg sorg og örvænting. Ég varð svo reið að ég missti eiginlega alveg málið, að þetta skuli vera látið viðgangast. Þjóðarmorð í beinni augsýn alþjóðasamfélagsins ! Enn og aftur...Þeir ráðast á skóla, þeir skjóta sína eigin menn í misgripum, þeir eru í raun að skjóta á allt sem hreyfist !!!
Þetta er alveg hörmulegt.
Svo kom eitthvað kjaftæði úr hvíta húsinu...eitthvað væl um að Ísraelar ættu að gæta hófs ...bla bla bla...Sko þessi Gazaströnd er bara mjó ræma, með öllum landamærum lokuðum og hvert á þá að flýja ?
Þvílíkt og annað eins rugl.
Ég geri mér alveg grein fyrir að hér á Íslandi eigum við í miklum erfiðleikum. Á mínu heimili er sagt hvern mánuð um leið og næst að greiða reikningana...einn mánuður enn, einn mánuður enn...og svo reynum við að klóra saman aura í næsta gjalddaga.
Á Gaza bíða þeir hinsvegar eftir matargjöfum sameinuðu þjóðanna, þær koma auðvitað ekki við þessar aðstæður. Fólkið er svangt, hrakið og núna á að sprengja það í tætlur. Þið hafið séð myndir af þessum fallegu börnum ? Stóreygð með fallega brún augu...Það var áberandi í kvöldfréttum í gær að þessi sem voru undir læknishendi særð, þau skældu ekki einusinni. Þau horfðu bara með stóru augunum sínum og sögðu ekki neitt. Fólk kom gangandi inn í anddyri sjúkrahúsanna með látin börn sín, fólkið svo slegið að það grét ekki heldur. Úti fyrir vældu sjúkrabílar og einhverskonar viðvörunarflautur....
Í dag kveiki ég ljós fyrir íbúana á Gaza.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Já hérna
6.1.2009 | 00:29
Annasamur dagur að baki sem innihélt vinnu, dýraspítalaheimsókn og lopakaup. Þetta er kannski ekki mikið fyrir venjulegt fólk en fyrir heimavant fólk þá er þetta dagskrá, kúpling !
Byrjuðum á lopanum, var með sérpöntun á mórauðri herrapeysu og vantaði efnið. Peysan er amk komin á prjónana.
Lappi fór til læknisins en hitti ekki sinn eigin dýralækni, hún var upptekin við að laga hvuttaframfót sem hafði brotnað. Við fyrirgáfum það auðvitað og fengum annan ágætan dýralækni.
Hún tók blóð úr framfæti ..Lappi æmti ekki né skrækti. Hann fékk lifrarkæfu úr dós í verðlaun og það var sko veisla, aldrei fengið svoleiðis fyrr ...vúhú...svo átti að sækja smá blóðdropa úr eyranu fyrir blóðsykurmælinguna..en smáæðin í eyranu fannst ekkert. Þá var tekið úr hinni framlöppinni....minn sagði enn ekkert en góndi með eftirvæntingarsvip upp í loftið eftir lifrarkæfunni.
Jenný Anna, þú ert fallin á dýralæknaprófinu en þú ert áreiðanlega betri fjármálaráðherra en þú veist hver.
Blóðsykur Lappa er í fínum málum.
Þá er eftir að mæla skjaldkirtilshormón og til þess þarf að senda blóð til rannsóknar erlendis...það kostar, það kostar helling.
Reikningurinn hjá Dýró hljóðaði upp á tæpar 25.000 krónur..*hóst*
Ég sagði við Lappa þegar við bökkuðum frá húsinu að hann þyrfti að klappa fyrir mig í staðinn. Hann lofaði því. Næst skruppum við í vinnuna og hann fékk að koma inn, hann elskar að koma í vinnuna mína. Honum finnst leigubílsstjórar BSR skemmtilegustu kallar í heiminum.
En ég sótti um tryggingu fyrir Kelann..það er of seint fyrir Lappann.
°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°
Mál málanna.
Bjarni endurgreiðir kássu að peningum til Glitnis....ég hefði viljað fá þennan pening í ríkissjóð frekar, það er hann (semsagt við ) sem greiðir ruglreikningana fyrir þessa bankabéusa...
Ja svei attan bara. Ég hlustaði á Bjarna í Kastljósi og það sem ég náði að hlusta þá kenndi hann ekki neinum um...nema sér sjálfum.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Óvæntur félagsskapur, bræður á Austurvelli
3.1.2009 | 11:17
Lappi svaf í stóra sófanum, hann er farinn að sofa ansi fast kallgreyið.
ég sat í mínu horni...klikk...klakk....*brölt* klikk .....klikk
Æi Keli, farðu að sofa ! segi ég. Kemst svo að því að mér finnst það ágæt hugmynd fyrir sjálfa mig og stend upp. Lít bakvið stóra sófann (þar sem tölvan stóra er ) og enginn Keli. Ég kalla í hann og hann kemur innan úr herbergi. Ég færi stólinn sem er við tölvuna svo Lappi labbi ekki á hann. Undan tölvunni hendist músin á æðislegum flótta ..hún hljóp eins og Keli og spólaði á parketinu..stóran sveig og fram í eldhús/þvottahús.
Ég kallaði í hundana inn, hringdi í Steinar og tilkynnti honum dagsskipun 3 janúar 2009. Músaveiðar góði minn, rífa innan úr þvottahúsveggnum til að finna gatið sem hún kemur inn um.
Músarkvikindið er orðið ansi kræft þegar það plantar sér bara inn í stofu til að glápa með manni á sjónvarpið
¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨
Ég er vog. Ég er lengi að ákveða og þarf oft að velta hlutunum ansi mikið fyrir mér. Ég las hjá Skessu í gær, skoðaði myndband...hugsaði og svaf...las hjá Jennýu og skoðaði aftur þetta myndband.
Mennirnir sem ég taldi vera venjulega jóna með of mikið af bjór innbyrðis reynast vera "virtir" (set þar í gæsalappir, það hlýtur að eiga að skrifast í fortíð) menn í samfélaginu. Þeir eru greinilega á móti mótmælunum en brjóta svo sjálfir enn verr af sér. Ýmsir bloggarar eru með ítarlegri myndir af þessu framferði.
Mér finnst lítið leggjast fyrir fullorðinn karlmann þegar hann tekur upp á að slá til ungrar ókunnrar stúlku. Slíkur maður er í mínum huga ekki húsum hæfur. Hinn er ekki betri en virðist þó ekki alveg eins laus höndin.
Það er ekki sannfærandi að gagnrýna mótmæli og leggjast svo í svaðið sjálfur, endilangur....
ég mæli með að upp verði settur - flytja úr landi listi - og þessir tveir settir á hann.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)