Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Hörmuleg frétt

Móðirin segist hafa grátið síðan hún fékk fréttirnar, það skil ég vel. Tárin læddust niður kinnarnar á mér við að horfa á hana í fréttunum, móðursorgina sem ég þekki svo vel.

Hlekkur á fréttina


Afmæliskveðja og áramótaheit

Áramótaheitið : ég ætla að hafa það gott á árinu 09.

En afmæliskveðjuna fær minn hjartkæri,frábæri snilldar tengdasonur.........

JÓN BERG REYNISSON  Wizard

Til hamingju með afmælið elskulegur....

 


Ekkert trubbl í dag, takk

Ég komst auðvitað ekki að sofa á skikkanlegum tíma í gærkvöldi vegna óútskýranlegs hávaða W00t. Hundar voru nokkuð spakir samt, Keli fékk eitthvað pilludót hjá dýró sem er betra en hann hefur fengið fram að þessu. Hann tók upp á að vilja horfa á flugeldana og gáði svo alltaf í kringum sig á gólfið á milli, ef ske kynni að ljósið væri komið inn handa honum að elta.

Algerlega óhræddur eða sko að mestu leyti.

Hann leit öðruhvoru til okkar og við sátum með steinrunnin pókerfeis við að horfa á sjónvarpið. Rosalega fannst mér skaupið frábært, þetta er eitt þeirra allra bestu !

Svo þurftum við að fara að sofa...pabbinn farinn að þrælast við að koma fólki milli staða og mamman átti að mæta eldsnemma í vitlausa vinnu....

Sjæse !

Hundar ákváðu sameiginlega að best væri að liggja sem næst mömmunni svo hún yrði ekki hrædd við hávaðann W00t

Þetta eru almennilegustu hundar..ShockingGetLost

Afleiðingin 3 tíma svefn, mætti á réttum tíma í vinnuna, tel klukkutímana þar til ég kemst heim að L E G G J A mig og er hreint ekki til viðtals fyrr en 2. janúar 2009.

*héráaðveragrútsyfjaðurkall*


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband