Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Febrúar að verða búinn

og mér er alveg skelfilega kalt! Það er eitthvað bilað í ofnunum segir Steinar.

Talandi um Steinar...mér finnst hann alveg óheyrilega skemmtilegur..

Í dag fórum við upp í Álafoss að kaupa lopa.

Á leiðinni fer Álafossbíllinn framúr okkur

Steinar segir ; hann er að spana uppeftir með lopa handa þér gamla mín

Hann kallar mig þetta síðan fréttin kom í rúv um að lopapeysur væru bara prjónaðar af eldri konum.

En áfram með Álafossferðina....

við komum uppeftir og ég tíni til það sem ég ætla að kaupa ..bið Steinar að fara fram í afgreiðsluna og fá hvítan plötulopa..

Hann kemur glottandi til baka og segir að lopinn sé á leiðinni, hann sé nefnilega í bílnum...

Við biðum í smástund og þá kom bíllinn með fullan bíl af allskonar lopa.

°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°

Ég er byrjuð á peysu fyrir hana Biddu og á nokkrar peysur sem ég á eftir að þvo og mynda. Þetta kemur inn seinna.

Ég man ekki meira....

Takk fyrir innlegg hér að neðan


Hundameðal

það er ekkert í fréttum nema þá það að Lappi fékk nýjan lyfseðil í dag. Hann tekur lyf vegna óvirks skjaldkirtils.

Síðast fékk hann 100 töflur og þær kostuðu rétt rúmlega 1000 kall. Ok ekkert óyfirstíganlegt að eiga hvutta sem þarf alla æfi að vera á lyfjum.

Í dag sótti ég sömu lyf , fékk helmingi meira magn og borgaði rúmar 4000 krónur fyrir 200 töflur.

 


Hlustað í gegnum heiftina

og það var sko ekki einfalt mál. Mér hefur tekist á undanförnum mánuðum að ávinna mér mikið óþol gagnvart Davíð Oddssyni og mörgum, mörgum fleirum.

Í kvöld kom D.O. í Kastljósið til Sigmars.

Margt athyglisvert kom fram þegar mér tókst að hlusta í gegnum heiftina og reiðina. Mig grunaði að stórfelldir fjármagnsflutningar hefðu orðið til þess að á okkur var skellt hryðjuverkalögum. Davíð studdi það. Það er langt síðan ég orðaði það hér á blogginu.

Davíð kom mér fyrir sjónir sem reiður maður, særður og ögn bitur. Hann náði að ýfa á mér fjaðrirnar þegar hann greip til hrokans. Ég þoli hvorki hann né Geir Haarde þegar þeir taka upp þennan helvítis hroka, útúrsnúninga og sjálfsupphafningu.

Þið með Davíðsóþolið, hlustið aftur á manninn og hlustið í gegnum heiftina.

°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°

Hér komu "bræður" í mat. Siggi kom með Hjalta og Anítu með sér í baunasúpu og svo kom bollukvöld þegar pláss var orðið í mögunum. Hjalti hefur svo góða nærveru, mér finnst frábært að umgangast hann. Aníta er kyrfilega hluti af okkur hérna og er frábær persóna, yndisleg stúlka. Ég er heppin með þau. Hjalti labbaði með mér með þennan blinda. Þegar við komum til baka þá heilsaði Lappi Hjalta með virktum í forstofunni. Hafði greinilega ekkert áttað sig á að hann var með alla leiðina. En við Hjalti spjölluðum saman þegar rokið leyfði. Ég sagði honum frá draumi, í grunn sá sami og áður, hann kannaðist við slíkan draum og skildi pirring minn yfir þessu. Það er þegar mig dreymir að Himmi sé lifandi, þetta hafi bara verið stór misskilningur. Ég ætla ekki að reyna að segja ykkur hversu sárt er að vakna eftir slíkan draum.

°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°

verð að hætta..kisi truflar og ég er mest á feisbúkk


Nenni ekki svona súrum færslum

Skrapp með Lappa að labba, það er svona haltur að leiða blindan í orðsins fyllstu merkingu.

dýramyndir 001

Þessi elskar að liggja í sólinni

dýramyndir 009

Þessir vildu báðir vera hjá "pabba" og leystu það svona...stuttu síðar flúði þessi hugaði hundur.

dýramyndir 006

Þessi sæti kom í heimsókn og finnst amma eiga alveg rosalega skemmtilega ryksugu.

 


um nákvæmlega núna

er rifist í þinginu um fundarstjórn forseta..skora á ykkur að líta á þetta endemis rugl !! Það er kominn svo mikill kosningaskjálfti í þessa ömurlegu eiginhagsmunapotara...verstur auðvitað í bili Jón "flóttamaður" nýstrokinn frá frjálslyndum..ömurlegur náungi
mbl.is Mikil fundahöld í þinghúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ónýt ríkisstjórn

eða hvað ?

Svona gengur auðvitað ekki að hafa hlutina, til þess er ekki tími.

Andskotans stjórnmáladrasl...

 


Framsókn að renna á rassinn?

Þingfundur átti að hefjast klukkan 15.00 en var frestað til 16.30. Síðast þegar þetta gerðist þá var allt í veseni á þinginu. Stay tuned...

Annars var ég að druslast á lappir Blush ég vann frameftir á laugardagskvöldið og í gær horfði ég á Óskarsverðlaunaafhendinguna (vont orð að pikka inn!).

Ég hef ekkert gert í dag af viti nema tala við Öldu aðeins símleiðis..kíkja á mbl.is og inn á alþingi.  Ef ég nennti að standa upp þá gæti ég sett inn myndir sem eru í myndavélinni...en ég nenni ekki að standa upp.

Fylgist með þingi


Jæja

Upp er runninn konudagur.

Viltu blóm ? sagði minn elskulegi kall þegar hann ók mér heim undir morgun.

Nei nei ég vil bara knús sagði ég grútsyfjuð.

Þegar ég vaknaði þá stóð glaðlegur kall í eldhúsinu og bauð upp á knús.

Hann sagði ásakandi ; þú fékkst ekki knúsið!

Helgin hefur farið í þetta, endalausa vinnu og mikið að gera. Törnin byrjaði á fimmtudaginn og lauk í morgun, ég er fegin.

Við settum á bollur áðan og fengum okkur svoleiðis. Ég er farin að færa þennan bolludag yfir á sunnudaginn.

Við löbbuðum í gær með hundana og fundum 4 flöskur, við löbbuðum sömu leið í dag og fundum fimm flöskur hehe. Þær vaxa þarna bara.

Ég hafði nokkrar áhyggjur af kertasíðunni hans Himma, einhverra hluta vegna og fól Tiger vini mínum að passa hana fyrir mig. Tiger er hlýjastur allra og sá vel um sitt hlutverk. Mér þykir voða vænt um kertasíðuna og á erfitt með að sjá af henni. Hún var stofnuð í ágúst 07 og lifir enn með aðstoð ykkar, minna kæru lesenda.

Nú er ég farin að gera eitthvað...


Fór í fýlu!

Skýring hér :

Lopapeysur ófáanlegar í landinu

Lopapeysur ófáanlegar í landinu

Handprjónaðar lopapeysur eru ófáanlegar hjá helstu framleiðendum landsins. Lítil endurnýjun í greininni og mikil söluaukning meðal ferðamanna skýrir skortinn.

Kona í Hveragerði komst að raun um þetta þegar hún ætlaði að kaupa lopapeysur til að selja í nýrri búð sem hún hyggst opna á næstunni. Hún hefur leitað víða en hvergi fást peysur. Á vegum Handprjónasambands Íslands prjóna vel á annað hundrað konur hundruð peysa á mánuði en það dugir ekki til.

Bryndís Eiríksdóttir framkvæmdastjóri sambandsins bendir á að gríðarleg söluaukning hafi orðið meðal ferðamanna. En að minnsta kosti 8500 peysur voru keyptar frá september í fyrra til janúar á þessu ári í þeim búðum sem selja eingöngu ullarvörur.

Langt yfir tíu þúsund peysur hafa þá líklega selst síðan í haust. Bryndís segir að konur í eldri kantinum sjái að mestu um framboð og endurnýjun í greininni sé ekki mikil, fólk sinni lítið prjónaskap nú til dags.

°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°

enn reyklaus og hef það fínt. Á á lager nokkrar peysur og það má hafa samband í emailum


Hraðfærsla

og kærar þakkir fyrir hvatninguna í síðustu færslu.

Sko, ég fór á árshátíð í gær, þá leiðinlegustu ever og nenni ekki að blogga um hryllinginn.

Ég er enn alveg reyklaus og þetta gengur alveg ljómandi.....

Knús á línuna og takk fyrir peppið - það hjálpar helling.

Ég hef samt ákveðið að blasta því hérna inn ef ég klikka, ég lofa.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband