Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

dásamlegir þingmenn

og hvað sem sumir segja um suma þá er hjartalagið gott !

En Ásmundur Einar gladdi mig mikið þegar ég skoðaði myndirnar með fréttinni. Hann er eins og ég, málar sig fyrst og fer svo í verkið hahaha

Takk þið - það er gaman að brosa


mbl.is Þingmenn máluðu húsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

blogg fyrir úrræðagóða

Hér eru nefnilega 2 spurningar.

Það dynja á okkur auglýsingar um orkusöluna.is og maður ráði hvað maður gerir við rafmagnið frá þeim. Getur maður skipt um fyrirtæki og losnað þannig við þessa miklu hækkun sem dynur yfir eftir rúman mánuð ?

Hitt er ; hver á bókina Eldfórnina eftir Vilborgu og vill láta hana ?


Töfraskógar

voru merkilegir í bernsku minni. Þar leyndust allskonar æfintýrapersónur - og sögupersónur úr þeim bókum sem ég las sem barn. Trúið mér, ég las margar bækur.

Ég hef mikið hugsað um fortíðina og sé hana sem nokkurskonar töfraskóg en ekki fallegu minningarnar. Heldur hafa myrkar greinar vafist um háls og andlit og ég svitna í angist yfir þeirri skelfingu sem ég upplifði sem barn. Ég berst hvern dag við að halda jákvæðu hugarfari. En sofni ég á verðinum þá finn ég lyktina af rotnun skógarbotnsins og hnignuninni sem þó er uppspretta nýs lífs.

En ég veit líka að þegar þessar miklu umræður í kringum mig hjaðna, þá mun mér betur takast að ýta þessu aftur í myrkur fornaldar. Þar á þetta heima. Hvergi annarsstaðar.

Ekki misskilja mig, ég fagna umræðu um kynferðisbrot og þau þarf alltaf að upplýsa.

Ég dáist að Sigrúnu Pálínu, hennar barátta hefur verið erfið.


Æi takk

En voðalega sætt af þér !

 Nú þurfum við viðskiptavinir bankans - að borga þetta. Í einhverjum óskilgreindum þjónustugjöldum.

Skemmdarverk eru ekki lausnin á málunum.


mbl.is Ók inn í Íslandsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sungið með eigin nefi

var þemað hjá mér í kvöldmessunni í Laugarneskirkju. Afskaplega notalegt og gott andrúmsloft í kirkjunni minni þetta kvöldið. Prédikunin afar góð og hugleiðingar mínar með ágætum. Það hefur plagað mig undanfarið umræðan um kirkjuna og þau mál öll. Í kvöld ákvað ég að láta þetta sem vind um eyrun þjóta og velja fyrir mig sjálfa. Hinir velja bara fyrir sig.

Áður en messan hófst þá rölti ég um framan við kirkjuna, í sporum bernsku minnar. Þarna spiluðum við fótbolta - krakkarnir. Í dag eru þarna tré, stígar og ég tók tal við gamlan bekk.

Ósköp ertu ræfilslegur orðinn greyið sagði ég við hann. Svo rann upp fyrir mér ljós. Ef hann var gamall og snjáður, hvað er ég þá ? ég veit að þessi bekkur var ekki þarna þegar ég var krakki í hverfinu. Ég brosti við gamla bekknum og gekk inn í kirkjuna, þess albúin að njóta helgi hennar.

Byrðarnar mínar skildi ég eftir við altarið, við altarisgönguna.

Syndirnar mínar mínar voru settar á registur til seinni nota, líklega við hliðið milli heimanna. Ég brosti ofan í sálmabókina og minnti Guð á að ég væri afar breyst manneskja og hann yrði vísast að vera til í nýtt útstrik eftir vikuna, mér gengi seint að vera almennileg. Annaðhvort hugsaði ég - gerði eða segði einhverja rækallans vitleysu. Mér fannst himnafaðirinn brosa við mér og segja mér að hann þekkti mig og vissi við hverju væri að búast.

Ég er sátt og fer sátt í draumalandið


var að verða vonlaus

um að nokkur þyrði að andmæla sr Geir en það komu þó kröftug andmæli, sem betur fer. Það er nógu erfitt að berjast við þá sem vilja skemma og eyðileggja allt trúarlíf svo ekki sé þá líka barist innanfrá !

Fólk sumt ætlar af hjörunum af trúarbragðakennslu í skólum - sumt það sama fólk leyfir börnum að horfa á hroðalegar myndir og þætti í sjónvarpi.

Við þurfum svo sem ekki að vera trúuð þó að höfundur hér sé það en kominn er tími til að við sortérum gildin í þjóðfélaginu og hömpum þeim meir sem við viljum hafa, þau góðu.


mbl.is „Nú þarf Geir Waage að hætta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

með óbragð í munni

verð ég að játa að ég taldi Ólaf Skúlason nánast í heilagra manna tölu.

Jesús hvað ég má skammast mín og hvað ég hef bara verið mikið fífl !

Þið elsku konur, fyrirgefið fávísum aula.

Ég skammast mín


mbl.is Lýsti alvarlegum brotum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

19 ágúst 2007

var versti dagurinn í lífi okkar fjölskyldunnar.

Við fengum prest í heimsókn með þær fréttir að elsti sonur minn hefði fallið fyrir eigin hendi austur á Litla Hrauni. Áfallið var gríðarlegt og við vorum svo hissa. Hilmar Már hafði ekki þjáðst af þunglyndi, þvert á móti kátur strákur og mikill prakkarasnúður. Manna fyrstur með brandarana, hjartahlýr og góður náungi. Hans líf var þó þyrnum stráð en út í það fer ég ekki hér. Bendi "áhugasömum" á Bók Hilmars sem er hér blogg til hliðar við þessa aðalsíðu.

Hvernig við komumst í gegnum þessa daga skil ég stundum ekki en einn þáttur í því að við stöndum öll hér í dag og erum í þolanlegu lagi, er meðal annars sú staðreynd að við fjölskyldurnar bárum gæfu til að standa saman í erfiðleikunum sem við okkur blöstu. Faðir og stjúpfaðir, móðir og stjúpmóðir, systkini allskonar tengd saman og öll stóðum við saman sem einn maður.

Á morgun gerum við þetta líka. Við hittumst og stöndum saman.

Það er eina leiðin.

Hilmar Már er horfinn okkur og dagurinn verður erfiður. Í kvöld hafa augun sífellt fyllst af tárum og ég finn að það er ekkert andlegt þrek til staðar eins og sakir standa. Ég veit líka að það mun lagast aftur og það tekur sífellt styttri tíma við hverja niðursveiflu. Sem betur fer.

Það var alveg svakalega undarlegt að horfa á þjóðfélagið virka áfram þegar heimurinn minn hafði hrunið, hvað var eiginlega að fólki ? Ég bara skildi það ekki. Fólk labbaði bara um í Ármúlanum eins og ekkert væri að ! Vá hvað það var skrýtið.

Ég veit að ég hef komist langar leiðir frá þessu erfiðustu dögum. Ég reyndi fyrir nokkru að lesa gamla bloggið sem ég skrifaði þegar Himmi dó. Ég gat það ekki. Ég verð að bíða aðeins lengur.

Ég hef heldur ekki kíkt á ljósasíðuna hans heldur. Held að það sé ekkert ljós á henni en það gerir ekkert til. Ljósið mitt, hann Himmi minn, er á besta stað. Ég sé hann alltaf og ljósið hans.

Hjartans þakkir til ykkar sem alltaf hafið stutt okkur Himmafólkið í gegnum alla sorgina og erfiðleikana. Án ykkar hefði byrðin orðið enn þyngri. Það er ég viss um.

Guð geymi alla


tie a yellow ribbon....

hljómaði í sjónvarpinu í gær og hugurinn reikaði til baka. Til þess tíma sem ég og fleiri biðum eftir okkar manni úr afplánun. Í huganum hnýtti ég alla þá gulu borða sem til eru í heiminum en vissi að það gerði ekkert gagn nú.

Hann gengur á gulum borðum í himnaríki blessaður kallinn minn.

Ég er enn að vinna. ,, þú ert dugleg segir Steinar.

Mig langaði að deila þessu með ykkur.

Samúðarkveðjur sendi ég vestur, til Ásthildar Cesil og hennar fólks.


Ekki bara erlendir fangar

Það er og hefur verið þekkt í fangelsunum að "harðari" fangar níðast á þeim veigaminni og nær áreitið út fyrir fangelsisveggina þannig að skelfingu þeirra sem níðst er á lýkur ekki við lok afplánunar.

Það er ekki rétt að stilla þessu svona upp að þetta séu erlendir fangar ..

Það þarf að breyta lögum eða gera eitthvað (ég er að vísu hrædd um að einhver alþjóðalög gildi) þannig að ferlið að senda erlenda fanga heim sé styttra. Þeir vilja ekki fara enda fangelsin hér miklu betri en í heimalandi þeirra.

Svo eru endurkomubönnin, enn einn brandarinn. Þeir virðast labba hér inn þrátt fyrir endurkomubann. Hvernig er til dæmis með gaurinn sem var aðili í líkfundarmálinu ? labbaði hann ekki inn í landið þrisvar ?

En ekki setja þetta svona upp á meðan í fangelsunum eru íslenskir menn sem níðast á öðrum íslenskum föngum, það hefur kostað líf !!


mbl.is Meiri harka í fangelsunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband