Bloggfærslur mánaðarins, desember 2012

Það líður að jólum

Ég geng hæglát

það marrar í mölinni.

Ljósin blika skært

sum þeirra skera í augun.

Litirnir eru hefðbundnir

rauður, hvítur en einstaka blár

Bláir krossar á leiðum

skerandi bláir krossar á leiðum

Hann sefur rór

loksins er friðurinn og hvíldin

en æfin varð svo hörmulega stutt.

Allt var eiginlega ógert

Margt líka ólært

en mamma lærir hvern dag

hvern sáran dag.

Mistök verða sum aldrei bætt

sum ekki aftur tekin.

Sjálfsvíg er slík mistök

Augnabliks örvænting

 

Gleðileg jól


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband