Veiðiskapur

og hann gengur alls ekki eins og til er ætlast. Á límborðann hefur fest sig fluga og hundur en alls engin mús.

Þetta er hið undarlegasta mál og þó ekki, mýs eru klárar.

Ég ætlaði að blogga einhvern helling núna en ég hef bara steingleymt erindinu hingað....

Er að horfa á borgarafundinn og ég hef staðið mig að því undanfarið að sakna látins þingmanns, Vilmundar Gylfasonar, hann var magnaður stjórnmálamaður.

Þessi fundur er ágætur, ég náði ekki alveg nógu vel að heyra í Sigurbjörgu.

Ég var annars á vinnufundi í kvöld og niðurstaða atkvæðagreiðslu var ekki sú sem ég óskaði mér en svona virkar víst lýðræðið. Það var semsagt samþykkt að hækka taxtann um þá hækkun sem orðið hefur á vísitölunni. Sú hækkun dugar þó hvergi nærri til að vega upp í allan kostnað sem hefur margfaldast...í bili er öll þjónusta stöðvanna dýr og varahlutaverð er í hæstu hæðum. Hundrað prósent hækkun á t.d. bremsuklossum og það þarf nokkuð oft að skipta um slíkt í leigubílum. Við tókum semsagt annan okkar bíl af verkstæði í dag og það kostaði langleiðina í fímmtíu þúsund krónur. Við erum í sömu stöðu og flestir aðrir íslendingar, berjumst í bökkum við að ná reikningunum og náðum þeim nokkurn veginn þennan mánuð. Þá verðum við að sjá hvernig fer þann næsta mánuð og svona er þetta víða. Fólk reynir að lifa frá mánuði til mánaðar.

Líka við

Líka þið.

Ég vil fara að sjá lausnir á þessum vanda, ég vil sjá breytingar. Ég hef ekki heilsu í þessa þrautagöngu..Ég vil fá að hafa vinnu, leiðir til að standa við mitt...ég vil ekki að skuldirnar mínar umbreytist í óviðráðanlega ófreskju. Ég skal standa við mitt en þá heimta ég að hinn aðilinn að skuldum mínum standi líka við sitt. Ég hef þegar ákveðið að héðan í frá þá mun ég ekki líta niður á nokkurn þann mann sem missir sitt á uppboði, héðan í frá mun ég líta á fólk í þeirri stöðu sem stríðshetjur, þær töpuðu að vísu stríðinu en börðust þó.

ég vil að eitthvað sé gert fyrir fólkið í landinu áður en nákvæmlega allir fara á hausinn og þá meina ég allir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Hulla Dan, 15.1.2009 kl. 07:05

2 identicon

Hæ Ragga

Það eru orðin nokkuð mörg ár síðan við höfum sést

ertu ekki með neinar lopapeysur sem eru rennilás og hvað kosta þær þá ?

kv. Jóna

Jóna Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 11:37

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Mér var líka hugsað til Vilmundar, þegar verið var að hamra á þessu "löglegt en siðlaust" .. Hann var kominn með réttu leikreglurnar, en heimurinn var of erfiður fyrir hann, ... skil hann vel!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.1.2009 kl. 11:58

4 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Smá innlitskvitt og knús

Anna Margrét Bragadóttir, 15.1.2009 kl. 14:53

5 Smámynd: Ragnheiður

Sæl Jóna

Ég hef ekki verið með peysur með rennilás en gæti auðveldlega prjónað opna peysu og viðkomandi sjálfur skellt í hana rennilás..

Peysurnar eru á 10.000 krónur

Ragnheiður , 15.1.2009 kl. 15:01

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er margt sem við viljum en ótrúlegt að fáum það allt því miður, svo illa er fyrir okkur komið að það þarf sterk bein og taugar til að lifa þetta af. Kær kveðja til þín elsku Ragga mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.1.2009 kl. 15:57

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já það hefði verið gott að hafa Vimma núna. Hann var bara svo langt á undan sinni samtíð að engin vildi hlusta.  Nú hefði hann getað hrisst upp í liðinu hér en hann kaus að fara á betri stað.  Skil það vel núna.

Ía Jóhannsdóttir, 15.1.2009 kl. 16:18

8 identicon

Á ég ekki að fara að koma í heimsókn með Ljónið og láta hann um að finna mýslu. Annars skil ég hana svo vel að vilja vera í hitanum inni hjá þér, þrátt fyrir gildrur og 2 hunda

knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 18:36

9 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta gæti ekki verið meira satt hjá þér. Vitanlega verðið þið að hækka ykkar gjald eins og allt hækkar annað. Tek bíl hjá þér á sunnudaginn í vinnuna því Stjáni verður á námskeiðinu góða.

Helga Magnúsdóttir, 15.1.2009 kl. 19:49

10 Smámynd: Steinunn Ósk Steinarsdóttir

við náðum okkar músum í Vogunum með því að setja smá súkkulaðiköku í gildruna, þær hafa greinilega verið miklir sælkerar og komu alveg hlaupandi. Mig minnir líka að þær hafi sólgnar í hnetusmjör.

Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 16.1.2009 kl. 09:44

11 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Sammála þér......... það á ekki að fara svona með okkur,  þessir skíthælar hugsa bara um sitt og sína...... grrrrrrrrrrrrrrr      Hafðu góða helgi vina

Erna Friðriksdóttir, 16.1.2009 kl. 15:15

12 Smámynd: Jón Arnar

Æ misnotaði hann "VG" ekki kerfið líka á sínum tíma - allavega varð ekkert úr vindinum er hann mátti blása

Jón Arnar, 16.1.2009 kl. 22:36

13 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæl Ragnheiður og gleðilegt ár. Það er langt síðan ég hef farið á bloggið þitt. Ætla að kíkja til þín reglulega og fylgjast með.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.1.2009 kl. 22:03

14 Smámynd: Ragnheiður

Velkomin Hólmfríður, ævinlega velkomin

Ragnheiður , 17.1.2009 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband