Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Pungur/púngur

Samkvæmt ng reglunni sem barin var í hausinn á manni í skólanum þá er bara önnur ritgerðin leyfð eins og hér er í fyrirsögninni. Læt ykkur um að finna rétt og rangt þarna.

En aftur að þessum pung...heima hjá mér er það þannig að þeir sem eru með pung (með kúlum í, bæði hundur og köttur eru með tóman sekkinn)  eru sendir út í allskonar veðrum vosbúð og veseni til að þvo bílana, báða.

Á meðan á þessi heimilismeðlimur sem ekki er með pung, sannanlega, að druslast inni og reyna a.m.k. að vera til friðs og kannski aðeins til gagns. Framan af degi gekk þetta vel. "Útlimurinn" þvoði úti eins og vitlaus væri á meðan"Innlimurinn" hrærði í vöfflur. Namm namm

Svo var farið að leita að opinni búð. Innlimur vildi í bíltúr og þá alla leið í Nettó en vildi samt gá hvort þar væri ekki áreiðanlega opið. Í allan dag hefur glumið í útvarpinu auglýsing frá Bónus um að þar væri lokað í dag en opið Á MORGUN ! Sem gerir ekkert gagn ef manni vantar búð í dag...

Með skjálfandi fingrum kíkti ég á vef Krónunnar, Nóatúns (með verk í veskinu)....allt lokað í dag.

Útlimurinn stóð á stofugólfinu og flissaði þegar ég ræskti mig vandræðalega og sagðist ekki ná háu skori á húsmæðraprófinu í dag...ehehe..hm...

Þegar ég hafði hugsað mér að labba til nágrannans með bolla og spyrja kurteislega ; geturðu lánað mér kvöldmat ?

Þá mundi ég það, ég á pylsur í frystinum, málið leyst....

°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°

Við Rómeó erum í voða klandri þessa dagana...í gærkvöldi kom hann ekki og loksins þegar hann kom þá var hann afar styggur og ætlaði ekki að fást til þess að koma inn. Hann er logandi hræddur við eitthvað.

Eftir heilmikla yfirlegu og pælingar með hræddasta kisanum norðan Alpafjalla þá fundum við þetta út. Það er stór fress hér í götunni, líklega ógeldur. Hann kom oft hingað inn áður en við fórum að hafa Lappa lausan(ekki í búri) en svo ekkert eftir að Lappi var hafður laus. Nú er Lappi kallinn fallinn og þá er hér opinn gluggi, Keli í búri og rauðbröndóttur kisustrákur sem vill ekki standa í slagsmálum. "Ljóti" kisinn hefur komið inn í gær, hjólað í Rómeó og hrætt hann út heima hjá sér. En í morgun rak Keli þennan ljóta úr garðinum og "útlimurinn" var að enda við að reka hann úr skúrnum. En minnug þess að maður á ekki að lofa meiru en maður getur staðið við þá sagði ég Rómeó áðan að "pabbi" skildi veiða ljóta köttinn og senda hann í pósti til Raufarhafnar.....

en ég vona bara að Rómi hafi ekki skilið orð af þessu og þaðan af síður tekið mark á því.

Hélduð þið að ég væri hætt að blogga? Haha you wish...Múhahahahahaha.............FootinMouthWhistling


Fyrst að ég sit hvorteðer hér

og bíð eftir bilanagreiningu eðalvagnsins þá ákvað ég að pressa peysurnar og vestin sem biðu þess. Ekki veitir af, næsti skammtur á leiðinni og þar á meðal lopakjóll sem mér leist afar takmarkað á meðan hann var á prjónunum en þegar hann er sloppinn af þá varð hann þrælflottur, snilld í vetur í kuldanum. Næsti kjóll verður samt ermalaus og ögn léttari.

Pressaði síðu peysuna með spes ermununum og er búin að ákveða að eiga hana sjálf. Það er þessi sem Aníta tengdadóttir er að módelast í hér í albúminu. Þetta er eiginlega lopakápa frekar en peysa...

en jæja...

hérna koma myndirnar af þessum þremur vestum

vesti í maí 09 001

Þetta er þunnt vesti, sítt (niður f rass) og með bæði röndum og mynstri með brugðnum lykkjum.

vesti í maí 09 002

Þetta er lítið vesti, svart. Ég setti lopapeysumynstur á það í rauðu og hvítu.

vesti í maí 09 003

Þetta vesti er mun stærra..líklega L eða XL.

vesti í maí 09 004

Hérna sést mynstrið betur á síðasta vestinu.

°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°

Húsbóndinn búinn að hringja, viðgerðarmaður finnur ekkert að bílnum mínum og ég trúi því bara vel. Þegar bílar þjást af hljóðum sem koma stundum og við mismunandi aðstæður þá er fjandanum verra að finna út úr þessu. Þá þarf maður í raun að bíða eftir að dæmið bili bara.

Með kveðju til ykkar í bili...


Ók heim

áðan í frábæru veðri, sólin gyllti Bessastaði. Oft sér maður að fólk er að taka myndir af Garðaholti í átt til Bessastaða þegar skilyrðin eru svona.

Sumir félaganna hurfu í kvöld og hringdu svo hálfir og voru þá á sportbar, líklega hafa þeir verið að horfa á fótboltaleik.

Ég náði ekki alveg að fylgjast með einkavæðingamyndinni á Rúv áðan, kannski eins gott, varð smeyk við það sem ég sá.

Ég er áskrifandi af heimsfréttum og í emailinu mínu áðan var þetta

Mér hryllir við.

Ég er hinsvegar meira en leið á orðagjálfri Jóhönnu Sigurðardóttur, mér finnst ekkert vera að gerast í neinu.


í dag hefði

Aldan mín átt afmæli og orðið 35 ára.

Þess í stað hvílist hún í Bjarnaneskirkjugarði eldri, hjá Inga bróður, Varða pabba sínum og afa og ömmu.


Mikið búin að spá og spökulera

síðan ég sá þessa auglýsingu um þátt Jóns Ársæls...Pála og biskupsmálið. Nú var mikið fjallað um þetta mál á sínum tíma og ég man ekki nákvæmlega málsatvik eins og þau voru þá en það breytir engu svosem.

Fórnarlömb misnotkunar eru ansi mörg og misnotararnir eru áreiðanlega í hverri stétt manna. En slík mál hafa alltaf verið erfið, sönnunarbyrðin er erfið enda eru nú ekki sjónarvottar að slíku athæfi. Ég veit ekki hvað dómstólar hafa til hliðsjónar við dóma í svona málum enda skil ég sjaldnast dóma sem ganga í brotamálum gegn konum og börnum.

En aftur að þessu máli. Umræddur biskup er löngu látinn. Eftir stendur fjölskylda hans- saklaus. Hvað er það sem fæst með því að draga þetta mál upp nú ? Ég ætla að hlusta betur á viðtalið við þau Pálu og Jón Ársæl núna á eftir ef það er komið inn á vefsjónvarp vísis en mér heyrðist hún tala um að hún vildi afsökunarbeiðni frá kirkjunni. Þetta olli enn meiri heilabrotum. Slík afsökunarbeiðni frá slíku batteríi sem þjóðkirkjan er væri varla nokkuð annað en orðin ein, án einlægni, án nokkurrar eftirsjár...orð á blaði- einskis virði enda engin meining á bakvið þau.

Nú má ekki skilja þessa færslu sem svo að ég hafi ekki samúð með fórnarlömbum í slíkum málum, öðru nær og þessi mál þekki ég á eigin skinni eins og svo margar kynsystur mínar.

Það er bara þessi spurning : hvað næst fram með að draga málið fram nú ?

Ég bara skil það ekki.

Gefið dánum ró og hinum líkn sem lifa


Oft fer orðalag

hennar alveg hroðalega í taugarnar á mér og þarna kemur skýrt dæmi um orðalag sem ég kann ekki við hjá þingmanni.
mbl.is Blautir draumar Samfylkingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Horfst í augu

heilan dag -svínvirkar.

Löbbuðum líka með Kelann..mættum heilli familíu sem tvístraðist. Við föttuðum auðvitað ekkert en þá var einn fjölskyldumeðlimurinn svona líka hræddur við hunda. Við vorum að glápa í hina áttina, á álftaparið sem synti um á Kasthúsatjörn með -að okkur sýndist- fimm unga. Hræddi fjölskyldumeðlimurinn jós skömmum yfir annað foreldrið með munnsöfnuði sem ég vissi ekki að börn ættu til.

Það er best að taka það fram að Kelmundur var í stuttum taumi og steinþagði allan tímann.

Við þessi ósköp ákváðum við að þramma heim.

Eyddum deginum í hvort annað, spjall og allskonar sambandsstyrkjandi hluti...og komumst að því að sambandið stendur enn, upp á heila tíu , segir húsbóndinn. Það er ágætt, eftir tíu ár...það er amk innan við mánuður þar til 10 árin renna upp.

Heilræði að lokum : ég mæli ekki með Álftanesi til útivistar fyrir fólk sem er bilað úr hundahræðslu. Hér eru gríðarlega margir hundar og líkurnar á að rekast EKKI á hund eru litlar.

Njótið sólarinnar


Hagi hún sér svipað og

sú spænska gerði þá ættu allir að keppast við að smitast núna, það gæti valdið ónæmi fyrir henni þegar hún kemur fílelfd í haust.

Það hefði átt að borga sjúklingnum fyrir að þvælast sem mest um allt meðan hann var smitandi og hnerra og snýta sér í sem flesta bara.


mbl.is Svínaflensa á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

var að vakna

ætlaði að vera annarsstaðar

/$&("/$%&"(%/&=)(Ö="#(($/&"  !


Að taka ekki mark á sjálfum sér

er augljóslega galli og ég rak mig á hann í kvöld. Við vorum uppi í kirkjugarði eins og ég bloggaði um áðan og ég fann tvisvar brunalykt, tók samt ekkert mark á mínu nefi.

Það hefði heldur líklega engu breytt...

 

Úpps..


mbl.is Eldur í klæðningu skólans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband