Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Örfærsla

vegna tímaskorts. Himminn minn er á forsíðu DV, fín umfjöllun um málefni fanga

Ég er himinsæl

vegna þess að ég lét plata mig í dag. Steinar fór og keypti dekk fyrir pabba sinn, ekkert mál með það náttúrlega. Svo kemur hann til mín í vinnuna og segir ; við erum að fara í kjötsúpu í kvöld ! Hann tók engin undanbrögð gild og eftir smástund þá hugsaði ég með mér, hvaða vitleysa er í þér kona ! Skelltu þér bara með kallinum og prufaðu að fara út aðeins.

Við fórum upp á Skaga og fengum góða kjötsúpu, horfðum svo á sjónvarpið og skoðuðum húsið hjá tengdaforeldrunum. Þau fluttu uppeftir í fyrra og eiga þetta líka flotta raðhús.

Kvöldið varð afar ánægjulegt og ég fór svo sátt heim. Ég er náttlega orðin dauðleið á sjálfs míns félagsskap og því að nenna aldrei neinu.

Við ókum heim, fyrst í stórhríð á Skaganum...svo í logni og blíðu á Kjalarnesi ...stórhríð í Mosó og alla leiðina heim. Nei nú er ég farin að hljóma eins og Gurrí skagastelpa hehe.

Ég er búin að eignast veiðifélaga , sé það í kommentunum að Sigrún er til í að koma og veiða með mér hehe.

Ætla að kíkja á Kastljósið núna áður en ég fer að sofa, heyrðist það fjalla um skandal á Álftanesinu...obbobbobb....

Ég ætla ekki að fá mér lögfræðing en eru ekki örugglega allir búnir að ritskoða bloggin sín ?

Góða nótt


Þessi ætti að leggjast inn í sparisjóð grínista

Stundum eru leiðslurnar í mér í flækju eins og eftirfarandi samtal við húsbóndann sýnir ..

Það var verið að horfa á tíufréttir og fréttin snerist um kallaperra í sundlaugum.

S : Hana nú, þá þorir maður ekki í sund lengur !

R : Þú ert ekki barn !!!

 

Meiri sauðurinn sem ég get verið enda hló kallinn sig máttlausan. Hann var að meina svo hann yrði ekki grunaður um að vera sundlaugarperri. Ég sá hann bara sem fórnarlamb Blush

Ég er annars hress. Fór í annarra manna hús í dag og bakaði vöfflur, fékk 31 púsluspil að launum hehehe. Ætli maður geti fengið frí í vinnunni vegna anna við að púsla ?

Fór og fékk mér fisk í matinn, í kvöld og næsta kvöld og mér finnst ég vera með öngulinn í rassinum. Fiskdóninn kostaði rúmlega 1200 krónur hvor máltíð ofan í 3 vesældarhræður, ég meina það. Fjárfesti í stöng bráðum og dorga hérna á norðurnesinu.

Sjæs hvað maður er utan við sig suma daga. Í gær var ég að horfa á CSI og sá söguþráðinn áður en hann gerðist, sem sagt fattaði plottið. Í dag var ég eftir mig og fattaði alls ekki neitt. Ekki getur maður verið klár 2 daga í röð.

Fór í gegnum myndirnar og fann nokkrar sætar Himma myndir í viðbót. Það sem hann var sætur snúður...ji minn eini.

MSN er enn bilað, ég er ekki í fýlu og ekki dauð og ekki sofandi har har har.

Bless!


Hversu hratt

hefur þessi kona ekið ? Hún deyr í slysinu og fjórar stúlkur, 9 manneskjur eru slasaðar. Hversu hratt er ekið ?

Þessi frétt sló mig í morgun og ég hef haft hana á heilanum síðan, ég skil þetta ekki vel. Það er sagt að þetta hafi gerst skammt FRÁ Róm, ætli þetta sé þá einhverskonar þjóðvegur ?

Æj bara...hrollur


mbl.is Ók á fjórar stúlkur á stoppistöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar þetta mál kom upp fyrst

í haust sem leið var mikil umræða um þessar aðfarir lögreglunnar um að beita valdi til að ná þvagsýni úr konunni. Ég veit eiginlega ekki alveg enn hvað mér finnst um það en um mig fer hreinn hrollur af tilhugsuninni að verið sé að troða þvaglegg í manneskju sem ekki er kyrr á meðan. Það skal vera vont.

Svo leit ég inn á Vísi rétt í þessu og þá fannst mér meira en nóg komið. Sjá link . Þeir birta MYND af konunni !!

=#/%/&)(#$&)(#/

Hversu langt á að ganga í að brjóta á þessari konu ?


Ó ó mig auma

Ég held að ég hafi logið að alþjóð...shit    ég er auðvitað ekki svona stabíl kona. Ég keypti jú potta í gær í Ikea en þeim fylgdi panna og vegna þess að þeim fylgdi panna þá tók ég með heim svona plastspaða og dót til að skemma ekki nýju pönnuna..............stabíl hvað, það var ekki á innkaupalistanum    ég biðst afsökunar á að ljúga að alþjóð.

 

Ég er í smá klemmu hérna. Á borðinu er mótorhjól sem vill ekki saman með góðu móti. Sum stykkin leka í en önnur þarf að sannfæra. Þessi vandi skapast af lélegri framleiðslu umrædds púsls. Nú er kallinn minn hrokkinn í þrjóskugír og ætlar að klambra því saman á meðan mér er skapi næst að setja það í kassann og líma hann lokaðan svo ég opni hann ekki aftur. Hvað á ég að gera ?

A) Fjarlægja það meðan hann er í vinnunni og setja upp annað ?

B) Eða á ég að hafa það á borðinu fram að jólum ?

Ég hef verið að spökulera...í sambandi við bankalán og svoleiðis dót. Við erum náttlega með húsnæðislán og bílalán. Nú er hægt að gera allskyns hundakúnstir í netbönkunum en afhverju ætli sé ekki hægt að borga inn á höfuðstól lána í gegnum netbanka ? Það finnst mér nokkuð undarlegt mál. Ekki þýðir að segja mér að það sé ekki hægt, það er nefnilega allt hægt í þessu.

Ef maður skoðar til dæmis www.spara.is þá er aðalmálið þar að greiða lánin hraðar niður enda er ótrúlega há upphæð sem fer í vexti og verðtryggingu. Hver þúsundkall sem fer inn á lánið fyrr er í raun margfaldur þegar upp er staðið.

Hér með auglýsi ég eftir banka sem hefur rænu á að gera þetta....hóst....Glitnir....hóst.

Annars er allt í góðu. Við Björn erum heima og erum biluð bæði. Hvorugt okkar kemst inn á msn og við vitum ekki afhverju það er.

Það næst þó í mig í gegnum tölvupóst ef eitthvað sérstakt er.

Klús á línuna   


Hentist í búðir í dag

og það var nærri búið að keyra á okkur...það kom bíll út úr hliðargötu og hann stoppaði ekki. ,, hann keyrir á þig " sagði ég við Steinar. Nú , bíllinn hans megin ..ekki stóð til að einhver keyrði á mig sjálfa ? Hann leit á viðkomandi eða hvessti glyrnurnar á viðkomandi sem snarstoppaði. Ég meinaða...við vorum á stóra bílnum. Þetta er 8 farþega fólksvagen rúgbrauð, hver sér ekki svoleiðis bíl ? Næsti á eftir var löggan þannig að við hefðum verið með ágæt vitni.

Skrapp í Kauptún og í Byko þar í fyrsta sinn, fundum ekki neitt en gripum starfsmann sem sendi okkur í rétta átt. Fengum okkur perur og hypjuðum oss...þorðum ekki að kíkja á deild sem tilkynnti að þar væri hægt að gera bílskúra betri.

Skruppum svo í Ikea, vantaði beitta steikarhnífa, potta og lítill písk. Fundum þetta allt saman en slógum nýtt met. Við keyptum BARA þetta sem erindið fjallaði um og EKKERT annað. Hversu snjöll erum við ?

Á leiðinni í síðustu búðina þá var reynt að aka á okkur en við sluppum frá þessu banatilræði. (ehemm bílarnir á 20 km hraða) Stukkum í síðustu búð og heim. Gamli fór svo í kvöld í eitthvað bílabras með vini okkar og ég sit hér...horfi á sjónvarp með öðru auganu og tölvuna með hinu.

Þessi færsla er í boði gleraugnaverslunarinnar í Kringlunni.

Kveðja

Miss cross-eyed


Tiltekt

stendur yfir á planinu við húsið, einn bíll er farinn áleiðis í pressuna. Við erum hér að geyma einn fyrir vinnufélaga okkar, einn er frá Sigga Atla og svo er Himmabíllinn inn í skúr. Sigga bíll fer þegar verður búið að gera við hann. Himma bíll fer út þegar verður búið að setja rúðu í hann en hvað á að gera við gamlan toyota bíl sem er á beit við skúrinn ? Það er spurningin.....

Næst á dagskrá er svo að laga til í skúrnum og henda því sem á að henda. Við hentum fullt af drasli í skúrinn þegar við fluttum og vorum ekki búin að taka það til áður en heimurinn fór á hvolf. Það hefði nú verið eðal að hafa Himmann minn hérna núna, hann hefði hjálpað okkur þessi elska ...það minnir mig á þegar hann hjálpaði okkur við að flytja -þegar við fluttum þaráður- hann var búinn að vera á spani og í reddingum allan daginn, kom svo og bar búslóð með okkur. Eins og gengur þá var öllu hrúgað í stofuna en það glitti aðeins í hálfan sófann. Þegar allt var komið inn þá fórum við gamla settið að gera rúmið okkar klárt. Á meðan hvarf Himmi. Við fundum hann fljótlega, hann skreið inn í draslhrúguna í stofunni og sofnaði í sófanum. Síminn hans hringdi viðstöðulaust og ég skreið á eftir honum, nældi mér í símann og tók hljóðið af. Fann svo eitthvað til að breiða á Himmann og þarna svaf hann til morguns. Hann var vel úthvíldur morguninn eftir þegar við vöknuðum öll. En hann var með á annað hundrað símtöl á símanum sínum. Hann flissaði að því en þá hafði hann verið búinn að lofa sér eitthvert.

Ásdís bloggvinkona kom með mynd um daginn á síðuna sína sem minnti mig á Himma.

c_users_asdis_pictures_cid_004301c8748d_d333b090_4001a8c0_d485cr1j

Málið var að í einu myndaalbúminu er til mynd af Himma. Hann er á fyrsta árinu og situr á gólfinu með stuðningi Hjördísar systur sinnar. Hann er berrassaður. Eftir að hann fullorðnaðist þá fór þessi mynd í hann en hann vildi samt ekki láta mig taka hana burt. Þegar hann kom með kærustur þá vildi hann stundum sýna myndir af sér enda leitun að sætari smástrák en hann var sjálfur. Svo heyrði maður hann fletta og útskýra....svo kom allt í einu...-HVISS-  Þá fletti hann snarlega blaðsíðu og ég spurði ; Himmi minn, var hún þarna ?

Þá var hann að fletta yfir myndina. Það brást samt sjaldnast að skvísurnar vildu vita yfir hvað hann fletti hehe.

Elsku kallinn hennar mömmu sinnar Crying


Æj

Hann var nú orðinn ansi gamall sá sem fékk heiðursverðlaunin á Óskarsverðlaunahátíðinni núna, hr Boyle, hann er 98 ára gamall blessaður. Hann fékk 2 glæsilegar leikkonur sér til stuðnings og það var sett auglýsingahlé meðan þeim gamla var fylgt burt af sviðinu.

Ég er nú alveg að springa á limminu við að horfa en ætla að reyna að sjá aðeins meira. Ég er að horfa á þetta í gegnum þýska sjónvarpsrás. Ég er ekki með stöð 2.

Þessi hérna var einn þeirra sem minnst var þegar farið var yfir þá sem látist hafa síðastliðið ár.

littlehouse

Hann lést í apríl 2007 þá orðinn níræður. Hann lék í mörgum myndum og þáttum en ég minnist hans helst úr húsinu á sléttunni. Það horfðum við mamma alltaf á saman, það var bara okkar thing...


Jæja

Þá er ég búin að horfa á Laugardagslögin síðan í gær. Ég er alveg sátt við lagið sem vann en hélt mikið upp á lag Magnúsar Eiríkssonar enda sökker fyrir hans lögum. Nafna mín Gröndal er líka mikið uppáhald enda gerir hún alla hluti vel.

Hér var undirskriftasöfnun í hverfinu, ég búin að búa hérna svo stutt og mestan tímann úti á þekju botnaði ekki í neinu en skrifaði samt undir. Þar réði einfaldlega mestu að nágranninn minn hérna í bakhúsinu hafði gert það og ég ákvað að nota Sigrúnar heila. (nú fæ ég reikning) Hún skrifaði og þá skrifaði ég bara líka. Ætli ég megi svo ekki bara elta hana í næstu kosningum ?

Ég fékk engin blóm og ég var ekki hissa. Það er miklu nær að gefa mér eitthvað annað en blóm.

Hérna er góður gestur í heimsókn eða öllu heldur tveir, Hjalti og Aníta. Þau ákváðu að kíkja á gömlu í dag. Svo voru þau að skota myndirnar í myndavélinni minni og spurðu ; hver er þessi kona sem er með Hilmar ? Þá var það mamma gamla, máluð upp í topp á leið á árshátíð síðasta sunnudag hehe...þau þekktu mig ekki hehehe

enda ekki nema von, ég lít ekki út fyrir að vera ég sjálf.

100_1078

Svo ein fíflamynd af Kelmundi knúsibollu

100_1081

Hann var settur í peysu og varð háfættari en verðlaunagæðingur. Hann er svo þolinmóður við mann

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband