Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

Kastljós, landlæknir og nýr lærdómur

Ég hef horft á Kastljósið alla vikuna, í gær að vísu slökkti ég þegar forstöðukona Stuðla fór að tauta um að það vantaði "góðu málin". Það er ekki verið að birta sigursögurnar - það er verið að sýna þann veruleika sem blasir við börnunum okkar sem eru sokkin í óþverrann. Það er alltaf einhver hluti þeirra sem næst ekki til baka. Bakvið hvern slíkan einstakling stendur stór fjölskylda sem aldrei gleymir sínu barni. Þetta eru þeirra raddir sem við erum að hlusta á.

Hitt er annað, það má alveg gera svo aðra röð með sigursögunum. Þær hafa bara einfaldlega ekki þessi miklu áhrif.

Landlæknir ( nú þarf ég að vanda mig) kom alveg skelfilega út úr þessu viðtali. Hann var í vörn enda hvernig ver maður kerfið ? Það fauk í mig þegar hann fór að tala um JAÐAR fólk. Þetta eru börn í vanda stödd - þau eru ekki jaðarfólk. Þau eiga foreldra og systkini sem elska þau. Þau eru ástvinir okkar. Við getum ekki verið með kerfi sem afskrifar suma sjúklingana.

Við þurfum að taka ábyrgð og finna lausnir sem virka. Ég heyrði um apótekaraaðferðina - held að það sé í Noregi. Fíkillinn kemur og fær dagsskammtinn undir eftirliti starfsfólks. Fer ekki með neitt með sér. Söluelimentið er þar með farið og dreifingin minnkar.

Bíllinn, frú Ragnheiður, hefur breytt líka heilmiklu. Hreinar nálar eru einmitt málið. Þá er mögulega hægt að fækka lifrarbólgu og alnæmissmitum. Ég hef ekki fyrr heyrt minnst á nokkra nöfnu mína sem ég er eins ánægð með.

Jóhannes Kr er baráttujaxl og fyrir hans tilstuðlan mun dóttir hans lifa með okkur hinum. Þessi fallega stúlka ...

Með hverjum aldri lærir maður nýtt. Síðan í vetur hef ég ekki verið eins og ég er vön. Ég er nú sjaldan fljót til læknis en lét mig hafa það núna í byrjun vors. Fékk þennan fína heilsugæslulækni sem skoðaði gömluna vel og vandaði sig heilmikið. Frábær læknir. Við komust að ákveðninni niðurstöðu og ég skottaðist til sérfræðings. Núna þarf ég að læra nýtt og það gengur ekki sérlega vel. Ég geng ekki nema nokkur skref þá er ég lafmóð. Ég ætla samt að troða mér í gönguferðir í sumar fyrir vestan. Ég skal. Ég þoli líka skelfing illa ilmvatn, rakspíra, svifryk, öskuryk og reykingar. Ég get ekki verið þar sem eitthvað af þessu er. Það eru líkur á að þetta dæmi mig til nánast einangrunar heima fyrir rest. Það eru vond örlög. Maður tekur sem sjálfsagðan hlut að geta trítlað um og verið í nánast hvaða aðstæðum sem er - en svo klikkar það.

Ég verð að viðurkenna að ég er kvíðin og sorgmædd yfir þessu. Mig langar ekki að vera svona.


að læra af reynslunni

er eitt að því sniðugasta sem dýrategundin maður gerir. Sumir eru meir að segja svo snjallir að þeir læra af reynslu annarra. Það er þó því miður sjáldgæft.

Sjáið kettlinga til dæmis, þeir fæðast með basic kunnáttu. Svo fylgjast þeir með mömmu sinni og læra af henni.

Börn og unglingar gera þetta en bara upp að ákveðnum aldri. Þá þykjast þau vita allt og geta allt ...það leiðir oft til tómra vandamála. En svo kemur fólk útúr skýi hormóna og hroka. Og það eru oftast bestu árin í sambandi foreldra og barna.

Þetta gerist ekki alltaf svona. Sumir festast í viðjum fíknar og rugls sem veldur aftur hruni persónunnar, hún breytist í hálfgert skrímsli sem veður áfram, yfir allt og alla. Allt til að þjóna fíkn sinni sem hefur tekið yfir persónuleikann.

Slíkir einstaklingar svífast einskis og fara ekki eftir reglum samfélagsins né annarra. Þeir eru í raun sjúkir.

Það eru ekki mörg ár í að ég verði fimmtug. Hvern dag íhuga ég lærdóm verkanna og hvernig ég megi læra betur af lífinu. Reyni að lenda ekki sífellt í sömu gloppunum. Það gengur þó misvel enda er ég mannleg eins og aðrir. Manneskjur eru breyskar að þessu leyti. En hvern dag reyni ég.

En eina sem ég get gert er að leggja viðkomandi í hendur hins hæsta. Hann einn getur lagað þetta.

Ég sest bara á hliðarlínuna


ætti að vera auðvelt..

að sporna við afbrotum í sveitarfélaginu. Við erum meira að segja betur sett en Seltjarnarnes, þar eru tvær aðkomur á nesið. Hjá okkur er bara ein.

Mig minnti nú samt að afbrot á Álftanesi væru ekkert svo mikil, sá einhverja tölfræði frá lögreglunni. En það er sama, betra að vera viðbúinn.

Einhverjir eiga samt eftir að verða gríðarlega hneykslaðir og æpa hástöfum um stóra bróður og hið alsjáandi auga.

Ætli það hafi einhverntímann verið brotist inn hjá þeim ?


mbl.is Mynda þá sem koma á Álftanes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mæðradagur, Alþingi og ýmislegt annað

Mæðradagurinn er nýliðinn en það er einn þeirra daga sem nístandi sársaukinn kvelur mig. Þetta mundi Himminn minn og hringdi eða reyndi að kíkja á hana mömmu sína.
FB vinum fækkaði eitthvað, í fyrra gekk ömurlegur raðstatus um aðbúnað aldraðra og fanga. Bjánanum sem samdi bullið datt enginn annar hópur í hug. Málið er að það á ekki að taka af öðrum til að laga aðbúnað eins hóps. Elliheimilin eru heldur ekki þessar voða stofnanir sem fólk heldur. Fangelsi eru hins vegar mun verri en fólk heldur. Í fyrra barðist ég við fólk - sumir tóku þetta niður en aðrir rifust ofan í r****** . Sumum hef ég ekki fyrirgefið en læt ekki á því bera samt. Núna ákvað ég að hafa annan pól uppi. Þegjandi eyddi ég þeim af FB sem afrituðu og birtu þvæluna. En það fóru kannski bara átta af hjá mér.

Ég hef verið hugsi um Alþingi undanfarið. Þeir kvarta yfir skorti á virðingu almennings. Svo les maður munnsöfnuð eins og þennan eftir Þráinn Bertelsson - og skilur. Ég mun seint bera virðingu fyrir Alþingi leyfi þingmenn sér slíkan fúkyrðaflaum. Margir aðrir þingmenn virðast gera þetta, ausa úr sér stóryrðunum.

*hrollur*


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband