Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Takk

Morgunblað fyrir afar smekklega og fallega bók sem ég fékk senda í gær. Nú er hægt að panta minningabækur hjá þeim og þá kemur innbundin bók með minningargreinum um viðkomandi.

Tilraun til að koma pistli, um alhæfingar, á "blað"

Fólk kemur með á facebook ýmsa tengla, bæði frá sjálfu sér og öðrum. Stutt er síðan ég las einhvern slíkan tengil og fjallaði hann um moggabloggið og hnignun þess. ,,"Flóttamennirnir" af M-bloggi fóru þar mikinn og sögðu að eftir að Davíð hefði tekið við væri sko Morgunblaðið ónýtt og bloggið þar með, þar væru ekkert nema hægriöfgamenn- stórhættulegt lið,,

Takk fyrir pent.

Við erum enn mörg hérna sem erum ekki æsingamenn að neinu leyti og skrifum yfirleitt ekki langa pistla um stjórnmál né hrunið. Morgunblaðið er að mínu mati enn besta blaðið sem gefið er út, með frábæru starfsfólki. Mér finnst ekki rétt að ætla að úthúða öllum þó fólk sé ekki hrifið af Davíð Oddssyni.

Fólk eins og ég hefur nánast orðið utanveltu- ég hef alveg mínar skoðanir á stjórnmálum og hruni en nenni ekki að deila þeim með öðrum. Til hvers ætti það að vera ? Skoðanir eru skoðanir- allir hafa þær. Sumir virðast hinsvegar fá eitthvað út úr því að troða sínum skoðunum ofan í aðra..

Sumir flóttamenn héðan hafa mikið fyrir að plögga síðuna sína og tengja í frá þessu eitraða M-bloggi. Það finnst mér afar spes. Er M-bloggið minna eitrað ef maður setur bara einn fjórða af blogginu sínu inn á ? Sleppur maður með helming ? Hvar eru mörkin ?

Mér leiðast mikið alhæfingar og mér leiðist líka óþarfa upphrópanir og hávaði út af litlu. Hvað ætlar fólk þá að segja lendi það í alvöru mannraunum ?

Mér er hollast að koma mér í að brjóta saman tauið -vinna framundan.


það eru ekki verðlaun í boði

fyrir að finna mig á þessari mynd.

Dagurinn í dag hefur verið frábær. Hef eytt honum mest með Hjalla mínum bestastrák.

Hann kom með mér að hitta hana Ásthildi Cesil -það var æði að hitta hana loksins...Þar er skilningur án orða.

Svo fórum við í Elko til að kaupa mp3 spilara í ræktina- fékk tvo til að gefa Steinari einn. Hann veit það ekki ennþá haha...

Hjalli hjálpaði mér svo að elda matinn og við höfum lokið við að borða...

 

Ætlaði aðallega að grínast með þessa mynd :)


mbl.is Guðmundur ekki í efstu sætum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

smooth criminal

Set þetta inn til eintómrar gleði. Hann var auðvitað langflottastur hann Mikki.

Mér finnst vera orðið svo mikið vor eða þannig í lofti. Við kettirnir horfðum á glaða fugla áðan á pallinum okkar, eða þar til Tumi ákvað að skoða þá betur. Fuglar ekki hressir með það og flugu upp á þak hjá Sigrúnu. Tumi alveg bit auðvitað.

Hér heima gengur allt alveg frábærlega...ég er farin í ræktina og Steinar líka. Hittum einkaþjálfara í gær og fengum plan hjá honum og fitumælingu. Í raun er ég mun verr á mig komin en Steinar. Það er spes. En allaveganna þá hef ég þyngst um 2.5 kg síðan ég byrjaði haha..Það eru líka komnir vöðvar á hina og þessa staði. Við héldum fyrst að við yrðum allra karla og kellinga elst þarna en nei nei við erum það hreint ekki og vekjum heldur ekki neina eftirtekt vegna óvenju slæms útlits og svona. Þetta er fín líkamsræktarstöð, hrein og í góðu lagi. Við förum fimm sinnum í viku, alla virka daga. Þetta má þakka Hjalta. Hann er í ræktinni og dró okkur með sér. Hann hefur ekkert komist þessa vikuna. Hann var að klára ökuskólann. Það eru hundrað jákvæðir hlutir að gerast. Hann var nú krútt við mömmu sína þegar mamman sat alveg í fári yfir myndbandinu sem ég skrifaði um hér á undan. Þegar Hjalli kom heim þá var Steinar búinn að segja honum og mamman fékk stórasta knúsið í heiminum öllum. Mömmur hressast alltaf við svoleiðis knús ....óhjákvæmilegt.

Nú njótum við góða veðursins meðan það varir.


Óheppileg tilviljun ?

MBL menn fjarlægðu myndbandið eftir að Steinar talaði við þá. Fyrir það er ég þakklát...

 

 

Ég veit það ekki- en ég er fokill yfir þessu. Þarna er eftirförin á eftir Himma heitnum. Ég hefði viljað að hann fengi að hvíla í sinni gröf í friði, einhverntímann !!


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband