Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011

Biðin langa

Einhver hefur ýtt mér hér inn

og tekið slökkvarann.

Hér er umhorfs eins og á gömlum kamri

fjalirnar eru gisnar

Það næðir inn

en verst er birtan, villuljósið

Það lýgur mig fulla

telur mig færa um samfélag við aðra

en stígi ég skrefið í áttina

þá finn ég - kalda krumlu

hún læsist um hjartað, kremur, kremur

og ég veit

Ekkert verður aftur nothæft

Ég bíð bara áfram. 


Hver er að þýða þessar fréttir ?

Gúgglaði þann sem drap syni sína og hann skaut þá en í frétt moggans er talað um að hann hafi gefið þeim eitur.

"Aftakan í Ohio var sú fyrsta þar í sex mánuði. Reginald Brooks, 66 ára, var dæmdur til dauðarefsingar fyrir að hafa drepið þrjá unga syni sína árið 1982, er þeir voru í fastasvefni. Gaf hann þeim banvænt lyf. Brooks var 40. fanginn í Bandaríkjunum sem tekinn er af lífi "

Ok gott og vel. Hérna kemur tengill á frétt um málið frá Reuters

Hinsvegar er ég að öllu leyti á móti dauðarefsingum og auga fyrir auga aðferðinni. Hún skilar ekki neinum ávinningi til lengri tíma og mistök eru óbætanleg.


mbl.is Tveir fangar teknir af lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið er gott að vera ekki í framboði !

eins og hann þarna bandaríkjamaður sem ætlaði að leggja niður 3 alríkisstofnanir þegar hann kæmist til valda og mundi bara tværTounge

ég ætlaði að tuða um tvennt en man bara annað Blush

Í vikunni var jarðaður merkilegur maður, fyrrum seðlabankastjóri, vandaður maður. Eftir að ég sá fjallað um það annarsstaðar þá ákvað ég að lesa minningargreinarnar og þá sérstaklega eftir Davíð, Birgir Ísleif og Hannes Hólmstein.

Það fór hrollur um mig þegar ég sá að menn leyfðu sér að koma með stjórnmálakarp inn í minningarorðin sem þeir sendu inn. Davíð sleppti því. Birgir kom með svona skot en Hannes var alverstur. Rithöfundar ættu manna helst að vita að orð hafa áhrif og orð meiða.

Það er nú ferlegt ef það þarf að fara að setja lesara yfir minningargreinarnar svo þær séu ekki "misnotaðar" á þennan hátt.

Það er til staður og stund fyrir alla hluti. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband