Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Erfitt að mörgu leyti

að vera í stjórn með Sjálfstæðisflokki.

Þetta kristallaðist um daginn, afar greinilega. Össur þrammaði niður tröppurnar á ráðherrabústaðnum og vildi ekkert hafa að gera með lofthelgisgæslu breta ....Geir kom þrammandi niður sömu tröppur og var alveg á hinni skoðuninni...endalaus undirlægjuháttur !

Svo var Geir spurður um þetta af erlendum blaðamanni seinna sama dag og þá breytti hann þessu öllu í misskilning !! Minn málskilningur er ágætur, takk fyrir Geir. Ég heyrði hvað Össur sagði og skildi hvert orð.

Mín spurning er hins vegar orðin þessi.

Hversu lengi ætlar samfylkingin að þrauka við þessar aðstæður ?

Allt sem þau segja og gera er umsvifalaust dregið til baka eða pakkað í notendaumbúðir (ss lygar -fals- felubúning)

Nú er fólk greinilega ánægt með að Ingibjörg Sólrún er komin heim, fólk virðist reiða sig á að hún reddi þessu.

Reddi hverju annars ? Samfylkingin á einskis úrkosti lengur en að slíta stjórnarsamstarfinu.


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Erfiður vetur framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband