Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2012

Yfirdús ?

Overdose :)

Eða eitthvað svoleiðis ..loksins loksins er ég orðin sæmilega hamingjusöm. Það var samt árans verra að að viðurkenna það. Það er áreiðanlega bannað að vera hamingjusamur eftir að maður hefur misst barnið sitt.

Gleði mín eru krakkarnir sem ég á lifandi. Þau eru svooo frábær og eru að gera góða hluti. Sólin mín útskrifaðist í vor - svo dugleg. Þau eru bara æði.

Við höfum ekki haft tækifæri til að fara neitt í sumar...ég er að farast úr ferðafiðringi. Steinar er að ferðast og er þar með ekki með hann haha..

Mér bauð við málflutningi manna í kringum kosningarnar. Ég held að mesta böl frambjóðenda sé stuðningsmannaskríllinn. Ég er náttúrlega á FB eins og allir hinir í heiminum og þar faldi ég fólk unnvörpum í fréttaveitunni. Ég tek svo nærri mér svona umtal, ég virðist bara ekki ná að gera mér skráp fyrir þessu. Sama var hérna, ég bara gat ekki lesið blogg á Moggabloggi. Þvílíkur vibbi.

En núna er þessu lokið. Búið að velja sigurvegarann.

Næstu kosningar koma svo..og þá gerist ég aftur strútur og fæ sand í augun :)

Hef lagað hér stillingarnar og nú er auðvelt að skrifa athugasemdir :)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband