Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2014

Dvalið í skuggasundum

er val hvers og eins. Oft má ég beita mig hörðu að vera ekki þar, en stundum velur fólk að vera þar.

Það móðgast við mann og vill bara vera móðgað þó að í raun sé ekkert beint til að vera móðgað yfir. Það heldur að maður hafi sagt eitthvað eða gert eitthvað en vill svo alls ekki tala við mann um málið til að koma hlutunum á hreint.

 

Það er spes.

 

Og hvað gerir maður ?  Ekkert, það er ekkert hægt að gera þegar fólk vill ekki hafa neitt með mann að gera. Stundum bitnar það svo á algerum sakleysingjum sem ekkert hafa til saka unnið og hvergi nærri komið. 

En mikið væri gott að fólk hefði rænu á að troða sökinni þangað sem hún á heima en ekki bara á næsta mann orðalaust.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband