Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012

Aðgátar er þörf

og það virðist ætla að vera viðvarandi ástand þarna undir fjöllunum og á sandinum.

Ég er annars ágæt eins og sakir standa. Hef bara verið í vinnunni og svona.

Milljón dollara spurningin er þó ; hvað kemst ég að hjá augnlækni án þess að þurfa að bíða hálft árið ?


mbl.is Erfiðar aðstæður á sandinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann Jens sagði það !

Sjáiði bara 

 (http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1218280/)

Þið verðið líklega að afrita og líma, stjórnborðið með einhver skemmtiatriði við mig hérna ! 


Frábært !

Óvenju gott viðtal, maðurug sér gleðina tindra í augunum. Ég man bara ekki eftir að hafa séð það hjá nokkrum manni í viðtali fyrr.

Gangi þér vel vinur, þú ert snillingur og átt allt gott skilið !


mbl.is Borðaði sig út úr starfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að rugla saman hlutum.

Umræðan um gölluðu brjóstapúðana tröllríður öllu núna. Ég hef verið að hugsa um þetta og mér finnst fólk rugla tvennu saman.

Mér finnst skilyrðislaust að það eigi að fjarlægja nú þegar gölluðu púðana úr konunum og setja nýja. Þær verða fyrir gallaðri læknisaðgerð og eiga ekki að vera útsettar fyrir krabbameini eða annarri óáran. Sé læknirinn ekki með tryggingu sem borgar fyrir þetta þá verður ríkið að koma að málum.

Fólk, að mínu mati, ruglar saman við þessa umræðu - umræðunni um hvort slíkir púðar eða yfirleitt fegrunaraðgerðir eigi rétt á sér. Það er hinsvegar allt annað mál.

°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°
Hitt sem ég hef verið að velta fyrir mér er þetta.
Nú hafa fallið nokkrir dómar vegna ummæla fólks á bloggi og í kommentakerfi DV. Ákveðnir aðilar hafa fengið bætur og lögmenn sína þóknun. Samt virðist fólk ekki læra - þá er ég að tala um kommentakerfið hjá DV. Þetta er eins og að horfa í opið holræsi, maður veit ekki hvort kemur stór eða lítill skítur næst. Mér finnst að DV eigi að hafa kerfið lokað.

°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°
Þjóðfélagið virðist vera gegnsýrt af reiði, hatri og illdeilum. Ég hefði aldrei trúað því sem fólk segir og gerir. Í staðinn fyrir að eiga sér einskis ills von er maður ósjálfrátt farinn að eiga sér alls ills von. Það er frekar sérstakt ástand og ég get ekki sagt að ég fagni því. Orð eru nefnilega eins og hnífar, það ganga á hol. Svo getur fólk heldur ekkert átt það víst að þeim sé fyrirgefið - fólk einfaldlega getur ekkert gert þá kröfu á aðra. Sumt verður manni bara of sárt til að fyrirgefa þó maður segi já og amen og að maður fyrirgefi viðkomandi. Sárið situr í sálinni.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband