Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Samskipti fólks

eru mér hugleikin þessa stundina. Hvað fólk leyfir sér að segja og gera gagnvart öðru fólki af litlu eða engu tilefni. Það eru ekki mörg ár síðan að ég varð vör við það að krakkar söfnuðu liði gegn "óvinum" sínum. Það setti að mér hroll þegar ég varð þess áskynja.

Það muna margir eftir árás nokkurra stúlkna á eina fyrir nokkrum árum. Sú árás skildi fórnarlambið eftir skaðað fyrir lífstíð. Það setti mikinn óhug að samfélaginu vegna þess að um stúlkur var að ræða. Algengari hegðun meðal stráka ? Ja maður spyr sig. Menn hafa vitanlega alltaf slegist. Það er nóg að lesa íslendingasögurnar til að sjá það, höggvandi menn í herðar niður. Það var þá. Í dag hefði maður haldið að mannskepnan hefði þróast eitthvað a.m.k. nóg til að beita vitrænum samræðum í stað ofbeldis. Það er samt ekki að sjá.

Fólk má ekki verða hið minnsta ósammála. Þá er tekið upp á ýmsum leiðum til að klekkja á hinum aðilanum. Hann er ofsóttur símleiðis og jafnvel hótað öllu illu. Stundum svo langt gengið að hóta því að drepa viðkomandi. Hvað er að fólki sem gerir svona ? Ég bara spyr ? Fólk sem leggst svona lágt er til hreinnar skammar, rökþrota bjálfar sem grípa til hótana í stað þess að leysa ágreininginn eins og siðaðar manneskjur. Ef ágreiningurinn verður ekki leystur með góðu þá er farsælla að láta hann þá eiga sig heldur en að fórna mannorðinu fyrir svona bjánalega hegðun.

Nei það var enginn að hóta mér ...það hefur verið gert í gegnum tíðina. Vegna afbrota sona minna og annars rugls sem viðgengst í þeim hópi sem þeir umgengust þá kom það fyrir að reynt var að hóta þeim í gegnum mig. Það bara virkar ekki á mig. Ég harðneita að afhenda einhverjum út í bæ völd yfir mínu lífi og minni líðan. Það bara gerist ekki.

Í flestum tilvikum er sá sem hótar mannleysa, þorir ekki að standa við stóru orðin...ekki þorðu þeir heldur að kynna sig né útskýra sín tengsl við synina. Það var bara röflað útí loftið og blaðran sprakk fljótt þegar þeim var bent á að framkvæma umsvifalaust sínar hótanir, annað væri marklaust bull. Ég sagði Himma aldrei frá þessu. Hann hefði tekið þetta afar nærri sér. Mamman hans var heilög í hans augum og ég vildi ekki að hann gerði einhverja vitleysu útaf mér. Ég er seig, ég bjarga mér alveg.

Nú þegar er ég búin að lifa allan andskotann af og ég bara held áfram að gera það. Núna væri mér þó nokkuð sama þó einhver gerði alvöru úr þessum gömlu hótunum...ég færi þá bara fyrr að hitta Himmann.

Endilega setjið ljós fyrir elsku Gillí, Þórdísi Tinnu,Þuríði Örnu og Himma minn.

Góða nótt


Bloggið

er sniðugur miðill. Fólk miðlar lífsreynslu sinni og skoðunum. Ég fer stundum í fleiri en en einn hring í skoðunum mínum....sbr negrastrákana.

Samhjálp ætlar að reyna að opna kaffistofuna 16 nóv, það eru fín not fyrir afmælisdaginn hans Himma míns.

En aftur að því sem ég var að spá í. Moska í Reykjavík....afhverju ekki ? Við erum með allskonar trúfélög sem hafa aðstöðu.

Það eina sem ég sé svona í fljótu bragði vont við þetta ef það á að fara að kalla til bæna snemma á morgnanna....KLOING EEEeeeeEEEEEeeee eða hvað það nú er sem þeir eru að segja og gera.

Að því leytinu vildi ég ekki hafa þá í nágrenninu....annars bara góð

 


Vond mamma

setti Björn í að þrífa herbergið sitt....tapaði öllum bónusstigum síðastliðinnar viku. ,,I´ll kill you ! sagði hann. Þeir sem ekki hafa horft á myndbandið hér að neðan skilja ekki þennan brandara...

Ég er ekki ánægð með sólina. Rauk í hreingerningar, það er allt í ryki og drullu þegar sólin skín inn. Ég sem moppaði allt í gær. Svo þurfti ég að fjarlægja einn og hálfan hund sem var undir rúminu okkar. Það er bilun hvað það kemur mikið af snoði af þessum hundum mínum. Ætli það megi raka þá bera ? Errm

Annars er einhver óeirð í mér í dag..sólin er líka búin að valda hausverk... dæs.. Crying

Það er rólegt yfir öllu og meðal annars bloggheimum. Það er síðasti dagur mánaðarins. Bankarnir eru að greiða 18 milljarða í skatta. Í hvað ætti að nota þann pening ? Hey ég veit, dráttarvexti hjá Landspítalanum...það er kúl NOT.

Það vantar hagsýnar húsmæður í að reka þetta...það þýðir heldur ekki að skammta spítalanum nánasarlegar upphæðir. Þessi er heilbrigðisþjónusta okkar, í alvörunni.

Upp með laun umönnunarstéttanna...við höfum vel efni á því.

Æj nú skil ég, hausverkurinn....ekki sólin. Er að horfa á þingið og Pétur Blöndal var að tala um búnaðargjald.


Hvert stefnum við ?

Hefur einhver reynt að sjá fyrir sér íslenskt þjóðfélag fram í tímann ? Stundum velti ég þessu fyrir mér og reyni að sjá hvert við stefnum. Erum við að stefna inn í misskiptingu, þar sem sumir munu eiga alla peningana og restin af þjóðinni mun lepja dauðann úr skel ? Ef við skoðum t.d. Bandaríkin þá er beint samband milli glæpa þar og þjóðfélagsstöðu viðkomandi. Fátækara fólkið fyllir fangelsin. Skemmt er að minnast viðbragða almannavarna í tveimur stórhamförum sem yfir USA dundu nýlega, annars vegar í New Orleans og hins vegar i Californiu. Þið vitið sjálf að maður finnur allar upplýsingar á internetinu og þannig nota ég netið oft, er að grúska í hinu og þessu. Ég horfi líka oft á FBI Files á Discovery. Ég sit alveg hissa og horfi á ömurlega grimmd mannskepnunnar, fólk er myrt af engu tilefni. (ekki það að ég telji að nokkurntímann sé til nógu gott tilefni)  Stundum googla ég viðkomandi atburð, þeir eru oftast með rétt nafn á ýmist fórnarlambi eða morðingja. Ég er ekki hlynnt dauðarefsingu, það fór meira að segja í mig aftaka Saddams.

Nú er það ekki þannig að allir morðingjar komi úr fátækt en líkindin eru yfirþyrmandi. Hlutfall svartra manna er afar hátt í fangelsum þar ytra. Ótrúlega margir þeirra eru uppaldir í fátækrahverfum.

Er þetta eitthvað sem myndi gerast hér ? Erum við að stefna inn í slíkt ástand ? Lengi hefur Ísland elt USA en þó tók steininn úr þegar við vorum komin á lista viljugra þjóða, tókum óbeinan þátt í innrás í Írak. Það var óhugnanlegt.

Nú þegar verðum við að sporna við misskiptingu í þjóðfélaginu. Hér eru til nægir peningar. Bara aurarnir sem fara í vanskil og kostnað hjá LSP myndu duga í margt annað, listinn er ógnarlangur. Á meðan eru öryrkjar hundeltir, verði þeim á að ná að safna einni krónu þá þurfa þeir að borga 2 og hálfa krónu til baka.

Ég er ekki búin að gefast upp á þessari ríkisstjórn, ég fylgist með. Það eru ýmis mál sem vekja vonir. Viðskiptaráðherrann er að skoða gjöldin sem m.a. bankar leggja á okkur almúgann. Jóhanna félagsmálaráðherra er að skoða aðbúnað barna.

Nú er verið að hugsa um að stækka Hraunið, af ástæðum sem ég get ekki rakið hér þá set ég spurningarmerki við það. Ég er alls ekki viss um að fangar eigi að vera flestir á sama stað. Ég stórefast um það.

Vonandi er þetta ekki mjög sundurlaust hjá mér, ég er að horfa á Downfall með Birni syni mínum og athyglin þvælist aðeins á milli .

Munið ljósasíðurnar.....

Gillí okkar er að hvíla sig á líknardeildinni

Himmi er að reyna að ramba inn um Gullna Hliðið

Þórdís Tinna sýnir okkur við hvað hún berst

Þuríður Arna þarf á öllum góðum hugsunum að halda, hún er lítil dugleg telpa.


Fyndið videó


Ekkert að gerast

og þó...þetta er nú afmælisdagur hennar Hjördísar minnar. Takk fyrir allar kveðjurnar til okkar mæðgna.

Stóra systir mín, endalaust uppáhald, skrifaði svo magnaða færslu hjá sér í dag að ég er meira og minna búin að vera orðlaus. Ég sé hana þarna og mömmu en á ekki gott að skilja sjálfa mig enda svo lítil þegar sagan er akkurat þarna. Færslan hennar Siggu

Maðurinn minn er prakkari. Hann þurfti að skilja Bonzó eftir á verkstæðinu. Hann á vonda konu sem gleymdi að hún ætti að sækja hann og þá varð að ráða fram út því. Hann hringdi í vinnufélaga sinn sem býr hér nálægt. ,,Geturðu sótt mig, á Goldfinger ? spurði hann einlægur vin sinn. Það kom löng þögn í símann og hinn spurði í fáti,, hvað ! ertu kominn þangað !!! Verkstæðið er beint á móti.

Önnur saga af kallinum kemur hér fyrst ég er byrjuð á þessu. Um tíma voru leigubílarnir okkar staðsettir fyrir framan Goldfinger. Menn fóru þar inn til að "fá sér kaffi" og dvaldist oft nokkuð lengi. Það má vera að kaffibollarnir hafi verið svona rosalega stórir ? Minn maður sat þarna stundum og vildi ekki fara inn á búlluna . Til að bjarga eigin skinni þá sagði hann við kallana að hann mætti ekki fara þarna inn fyrir mér. Það var náttlega fjarri lagi en ég lét gott heita. Eitt kvöldið er rólegt að gera, svo rólegt að minn karl er farinn að iða í bílnum. Hann kann lögreglusamþykkt utanbókar og veit að ekki má pissa á hús. Í vandræðum sínum fer hann inn á staðinn til að pissa. Hann hefur örugglega haldið fyrir bæði augun á leið á klóið. Hann er varla horfinn inn þegar hringt er í mig. Annar vinnufélagi sem var þarna sagði alveg með öndina í hálsinum,, ha ha hann Steinar fór inn á Goldfinger !!!! . Hann hefur þurft að pissa segi ég hin rólegasta. Örvæntingin í rödd hins leyndi sér ekki...já en hann má ekki fara þarna inn !! 


Innilegar hamingjuóskir

með afmælið Hjördís mín.

Merkilegt hvað það eru mörg ár síðan við hittumst fyrst Wink

Þú snerir vitlaust þegar þú fæddist og hefur alla tíð farið þínar eigin leiðir og verið ófeimin við að hafa þínar eigin skoðanir. Þú ert ótrúlega klár og dugleg stúlka, ég er stolt af þér Wink

Haltu áfram að vera langflottust !!

Klús frá mömmu og öllum hérna, án tillits til þess hversu margar lappir viðkomandi hafa.

mynd af afmælisbarni dagsins

Elst og yngst úr hópnum


Gott kvöld

og það batnaði bara.

Við systur fórum út að borða, hún átti stórafmæli í sumar og við fórum eiginlega í þriðja sinn að halda upp á það. Nú fórum við nánast í boði strætó. Þeir stórhöfðingjar gáfu henni 2 gjafabréf, annað í tilefni afmælis hennar og hitt vegna þess að þar hefur hún starfað með miklum ágætum í rúm 20 ár. Við fórum á Lækjarbrekku.

Það passaði þegar ég kom heim, þá hringdi Gísli með góðar fréttir. Það er loksins komin niðurstaðan úr krufningunni og hann var hreinn, eins og ég taldi mig vita. Engin efni og engin svik á þeim bænum. Blessaður anginn minn...hann var búinn að segja mér að hann ætlaði sko að hætta allri tilraunastarfsemi.

Síðan hennar Ólínu...það er spurt um það í kommentum( www.olinathorv.blog.is) Prýðileg síða hjá henni. Afskaplega dugleg og orkumikil kona, ég verð stundum þreytt af því að lesa hjá henni, hún er svoddan dugnaðarforkur. Núna gat ég kommentað en hún skoðar kommentin áður en þau birtast. Það er skiljanlegt. Sumir verða að hafa það þannig vegna þess að aðrir kunna sig ekki þegar þeir geta skrifað undir nafnleynd á netinu. Þumalputtareglan í því er einfaldlega...ef þú myndir ekki segja það beint við manneskjuna í raunheimum, þá skrifarðu það ekki í kommenti.

Ég sá í dag nokkuð sem ég vil vekja athygli á. Öll þurfum við jólakort og mér líst vel á að kaupa þessi hérna. Jólakortin fallegu . Ég þori ekki enn að hugsa neitt að ráði um jólin en hef endalausan áhuga á að reyna að láta gott af mér leiða.

Þar með minni ég á ljós fyrir Gíslínu okkar en hún er að hvíla sig á líknardeildinni í Kópavogi.

Ljós fyrir Þórdísi Tinnu sem eyddi helginni fyrir norðan með dóttur sinni.

Ljós fyrir litlu Þuríði Örnu sem hefur sýnt svo mikla seiglu en nú er mamma hennar farin að verða svolítið þreytt.

Ljós fyrir Himmann minn,besta barn sem er horfinn frá móður sinni.

Klús á línuna og góða nótt


ég er lesandi

um allar jarðir og reyni stundum að skilja eftir mig smá slóð í athugasemdum viðkomandi. Ég rak mig á það í fyrsta sinn áðan að ég gat það ekki.

Þið getið amk lesið, ég var að lesa pistil Ólínu Þorvarðardóttur um nafnlausa bréfið sem sent var LSP. Ég er alveg sammála henni um það að slíkt er óhæfa.

Svo skrifar hún afar fallegan pistil í dag um Gíslana tvo. Ég man eftir andláti þeirra beggja en annar dó saddur lífdaga en tæplega hinn. Þessi færsla hennar er afar góð.

Ég vildi kommenta en þá kom ; þú ert asni ! og átt ekkert að vera að skrifa hér !! skrifaðu heima hjá þér sauðurinn þinn !! (það skal tekið fram að þetta er djók)

Ólína er ein þessarra kjarnakvenna sem sífellt eru að og skilja eftir sitt mark á sínu samfélagi. Mér finnst gaman að lesa síðuna hennar...nú er ég farin að endurtaka mig...farin að gera annað....


Fallegt og kalt

snjór í garðinum og voffar búnir að fara út að skoða svo hverja löpp í forundran. Þefa af jörðinni og horfa á hvorn annan hissa á þessu. Þeir eru hundar, eiga að vera smá sambandslausir. Við mannfólkið erum samt heldur verri. Við þurfum að muna að setja vetrardekk undir og oftast eru þau ekki komin á sinn stað áður en hálkan skellur á. Ég rak nú augun í það um daginn að ég er með áminningu um vetrardekk á Glitnisdagatalinu mínu. Fjúkk...ég hefði ekki fattað það öðruvísi. Margir aka á illa búnum bílum allan veturinn, sumir vegna blankheita en aðrir vegna þess að einn veturinn þá komust þeir upp með það, enn aðrir vegna þess að þeir telja sína hæfileika til að aka bifreið svo magnaða að það skákar algerlega náttúruöflunum. Hverjir eru svo það sem tefja fyrir umferðinni þegar hálka og snjór eru allsráðandi ? Það eru líklega ofantaldir snillingar...

Við Björn eyddum morgninum í nokkuð merkilegt. Hann sýndi mér mynd sem mikið er rifist um þetta dagana. Það datt nú úr mér nafnið hennar...****geist (zeitgeist?) jæja það breytir engu þó ég muni það ekki. Hann minnir mig á það þegar hann vaknar aftur. Hún er í raun ádeila á trúarbrögð og sýnir merkingu stjörnufræði inn í öllum trúarbrögðum, nokkuð merkileg. Björn er ekki fermdur, hann vildi það ekki á sínum tíma. Mér varð ekki mikið um, hann var sonur minn nr 2 sem ekki fermdist. Hjalti vildi ekki heldur fermast enda hefði það varla verið hægt að hreinsa hann upp nógu lengi til að það gengi snurðulaust. Hann var ótrúlega erfiður á þeim tíma,blessaður. Það er svo merkilegt að aðilinn sem maður elskar hverfur á bakvið fíkilinn, á bakvið sjúkdóminn. Það er andstyggilega erfitt að bíða þess og sjá aðeins glitta í ástvininn sinn góða í öllu þessu ljóta. Fíkn er hræðilega viðbjóðslegur sjúkdómur...ég sit hérna með hroll endurminninganna. En það góða við þann sjúkdóm er að hann getur verið viðráðanlegur, það sanna allar sigursögur fíklanna og alkanna. Lengi hef ég þjáðst að barnslegri gleði þegar ég finn sigursögur annarra, mín hugsun er sú ; fyrst þessi gat þá getur Hjalli minn !  Það hefur verið mikill kross að bera að horfa á hann glíma við þessa fíkn. Þetta eru nú orðin 8 ára barátta. En baráttan með Hjalta var ekki sú eina sem háð var á sama tíma en það er efni í aðra færslu.

Afhverju ætli maður borði sífellt það sem maður á ekki að borða ? Pæling dagsins...og að sjálfsögðu upphugsuð áðan á viðeigandi stað.

Ég gæti líka skrifað langan pistil um NL og leigubílastæðin í Kringlunni. Nenni ekki að gera það a.m.k. í bili.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband