Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

með hjarta úr steini og flensu

er hægt að vera dramatískari á mánudegi ?

Helgin ætlaði að vera svooooo góð. Við fórum í brúðkaup á laugardeginum og komum heim seint, eins og vera ber af svoleiðis tilefnum.

Á sunnudeginum vantaði kisustrákinn hann Rebba...Steinar tók rölt og fann hann ekki. Keli og Rómeó fóru með honum. Við skruppum á hundasýningu og þegar ég var að verða komin heim þá hringdi síminn minn. Nágrannakona mín lét mig vita að hún hefði keyrt á Rebbann deginum áður og væri með hann heima í kassa. Dýralæknirinn minn tók svo við greyinu, við náðum ekki að taka nógu djúpa gröf hér heima í garði.

Nú hef ég skannað allt sem mér kemur í hug og er að leita að kisustrák með loðna forfeður sem er tilbúinn að koma og eiga heima hjá mér og strákunum okkar.


Nægur tími til að hugsa þessa dagana

enda er ég heima.

Ég hef verið að hugsa um geðheilbrigðisþjónustuna undanfarið. Ég á kæra vinkonu sem gekk endalaust á veggi með sinn aðstandenda. Ég hef svo heyrt í mun fleirum sem það gera.

Fólki í alvarlegum geðvanda hefur verið sagt að það sé enginn tími fyrr en eftir 2-3 vikur. Fólk hefur staðið sturlun næst fyrir utan geðdeild LSP.

Stundum hef ég hugsað að ég ætti að láta skutla mér þarna niðureftir, þegar angistin hefur ætlað mig lifandi að drepa en nei...þá man ég hvernig kerfið virkar og hvernig ég virka. Ég er ekki sleip við svona lækna heldur. Og ég hef þraukað angistarkastið hér heima.

Um daginn var samanburður milli sjálfsvíga og bílslysa. Ef það létust svona margir í bílslysum á ári þá yrði gert eitthvað róttækt.

Nú skulum við aðeins hugsa. Setjum hjartasjúklinga í stað geðsjúkra. Myndum við segja við aðila í hjartakasti að koma eftir 2-3 vikur  ? nei hann myndi líklega deyja á meðan !

En áttið ykkur á því, margir þessara geðsjúku gera einmitt það. Þeir deyja á meðan.

Svo er verið að hiksta á að aðstoða þá sem er geðtruflaðir vegna neyslu fíkniefna. Það er svo líka eins og að neita hjartasjúklingi sem er of feitur vegna vitlauss mataræðis um hjálp.

Það þýðir ekkert að segja K R E P P A við mig. Þetta var ekki skömminni skárra í góðærinu. Og núna væri enn meiri þörf fyrir að hafa geðbatteríið í lagi. Það eiga margir við kvíða að etja núna vegna áhyggna af fjármálum og framtíð.

 


16 nóvember 1985

fæddist hann Himmi minn. Það er samt rúm þrjú ár síðan hann lést. Enn er ég að brasa við afleiðingar þessa sviplega og óvænta andláts. Ég reyni að taka ábyrgð á mér og koma mér í þá hjálp sem býðst. Steinar minn hefur verið betri en enginn og hann hefur látið sig hafa það að styðja við sína hvert fótmál og hvert skref.

Nú ætla ég að rannsaka hvort ljósasíðan hans virkar enn og setja ljós fyrir hann í tilefni þess að í dag eru 25 ár síðan hann fæddist.


Horfið endilega á myndskeiðið

það er alveg ótrúlega magnað að sjá hvernig þetta gerist.

Hann er seigur sá sem myndaði þetta, flott staðsettur og fínar myndir :)


mbl.is Krapaflóð í Eystri-Rangá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

sporin ægilegu

og þegar ég stóð í þeim þá bara kom mér ekki í hug hversu margir hafa þurft og munu þurfa að stana í sömu sporum.

Halldór setur þetta upp þannig að fólk nær að skilja umfangið en tala yfir sjálfsvíg er líklega hærri en fram kemur í opinberum tölum.

Í kvöld verður fræðslufundur í Háteigskirkju, safnaðarheimilinu, klukkan 20.30. Af fenginni reynslu veit ég að það er gott að hittast.

Komum saman í kvöld. Berum byrðina saman.


mbl.is Sjálfsvíg eru samfélagsmein sem nauðsyn er að ræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ekki rétt með farið

Í fréttinni sem er í MBL sjálfu, var að lesa hana með morgunkaffinu.

Þar stendur að HREIN ræktaðir hundar séu örmerktir.

Keli er merktur, hann er af frekar óljósum uppruna blessaður. Allir kisustrákarnir mínir eru líka með örmerki í hálsinum.

En svona gagnagrunnur er sniðugur.


mbl.is Gæludýrin eignast gagnagrunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvet alla til að kaupa svona kall !

Við hittum svona sölumann áðan og fengum okkur sitthvorn kallinn,hjónin.

Dagfinnur er auðvitað sérlega flottur sem fyrsti kaupandi þetta árið :)


mbl.is Keypti fyrsta Neyðarkallinn minnugur Geysisslyssins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ég skoðaði þetta vel áðan

þetta er ekki eins óvinnandi verk og ætla mætti. Það er frekar einfalt að skoða þessar rúmlega fimmhundruð sálir. En vefurinn virkar ekki betur en svo að í seinni hlutanum, smelli maður á nánar, þá kemur bara upp gluggi sem stendur á úps eitthvað klikkaði.

Ég er búin að velja sautján frambjóðendur, finna nokkra sem ég kysi ekki sama hvað en ég þarf að finna átta í viðbót. Hafið þið einhverjar góðar uppástungur og afhverju ?


mbl.is Frambjóðendur kynntir á vefnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja er það ekki hjálp ?

í sjálfu sér ?

Kannski ekki akkurat hjálpin sem hann ætlaði þeim en það er sama.

Sama hvaðan gott kemur er það ekki ?


mbl.is Seldu bréfið frá Bandaríkjaforseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband