Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

þetta er ekki færsla

heldur meira svona tilkynning...

ég er komin á gömlu síðuna. Það er tengill á hana hér til hliðar.


Veðurhræðsla

á til að grípa mig, nú bý ég á strönd og akkurat núna er þungur þytur í hafinu, þung aldan. Áðan gekk þrumuvedur yfir Grindavík. Spáð er roki.

Ég er ekki í stuði fyrir svona veðurfar, er upptekin af spennufalli og er enn í náttkjólnum. Engu breytir þó að um nýjan náttkjól sé að ræða. Athyglisbresturinn allsráðandi og minnið í náttborðsskúffunni. Ég á að vera að prjóna telpupeysu en það gengur hægt þar sem ég hef snúið baki í prjónana í morgun. Núna heillengi hefði ég þurft að skreppa afsíðis en hef ekki fundið orkuna til að standa upp. Keli horfir á mig, hann þarf líka út. Hann þraukar með að sofa.

Næst er að finna til mat fyrir kallana mína.

Það góða við minnisleysið er þó að ég mun ekki muna eftir þessum bömmer sem hefur hrjáð mig í dag !

Í dag hef ég helst glatt mig við að lesa blogg sem er skrifað á svo fallegri íslensku að ég er með viðvarandi gleði-gæsahúð. Mér leiðist þegar fólk kemur ekki .....nei ég ætla ekki að skrifa um það.

 


segir fátt af einum og þó

lífið er þversögn

á tölvu sem flýtir sér hægt
tær sem eru kaldar
kisustrák sem borðar brauð
kall sem steinsefur
strák sem heimsmeistaragóður
og annan sem sefur
sá þriðji sefur hinn lengsta blund

lífið er stundum gott

Núna er síðasti dagurinn hans runninn upp, í fyrramálið klukkan 8 verður hann sóttur og ekið með hann hingað heim, eins beina leið og hægt er á drossíu. Mikið hlakkar okkur öll til.

Ég hef verið að lesa og hef nýlokið við bók Böðvars Guðmundssonar, Enn er morgun. Þessi bók er alger snilld og nú hef ég einsett mér að reyna að verða mér úti um hinar sem hann hefur skrifað. Þær heita (að mig minnir) Híbýli vindanna og Lífsins tré.

Ég kom bara í snögga heimsókn


í dag er föstudagur

Á morgun kemur laugardagur, svo sunnudagur og þar á eftir mánudagur. Þessi færsla er ,þó ótrúlegt virðist, ekki skrifuð til að hressa upp á kunnáttu ykkar í röð vikudaganna. Dagurinn á eftir þessum sem ég nefndi er þriðjudagurinn 19 janúar. Þann dag mun minn strákur labba löglegur út af Vernd og koma heim til mömmu sinnar. Hann hefur þegar hafið nýjan kafla í sínu lífi. Hann fer í ræktina og á fundi. Hann hefur líka glatt alla sem að honum koma og sýnt kerfinu að stundum má gefa séns, sumir nýta sér það alveg. Kerfið sveigðist og beygðist fyrir hann og þeir eiga heiður skilinn, þeir sem að hans málum komu. Hann hefur starfað í Laugarneskirkju á meðan hann hefur verið þarna og það hefur einfaldlega gert ótrúlega hluti fyrir hann. Hann langar að halda áfram að starfa þar meðan hann hefur ekki launaða vinnu.

Það er hrein skelfing að horfa á fréttamyndir frá Haiti. Í næstu færslu fyrir neðan kemur fram söfnunarsími og í athugasemdum kemur að síminn mun gefa 79 krónurnar áfram til RKÍ. Það er gott. En ég hvet þá sem ekki hafa hringt að hringja í 904 1500. Það munar um allt. Ég fylltist einhverju þjóðernisstolti í morgun þegar ég skoðaði forsíðumynd moggans. Þar eru okkar menn að bjarga fólki.

Ég man ekki hvort ég ætlaði að skrifa eitthvað meira...held ekki. Er svo upptekin við að telja dagana að ég er alveg beside my self....

Þetta er best í heimi- hafa alla í lagi...jeyj...


Hringið í 904 1500

og á meðan þið veljið númerið þá getið þið skoðað myndirnar sem ég var að setja inn, nýtt albúm sem heitir eldhúsmyndir

Aðþrengd (eigin) kona

Sko

ég sem strengdi ekki áramótaheit frekar en vant er, ákvað þó að rétt væri að setja sér ákveðið lífsstílsviðmið fyrir þetta ár sem er nú komið á skrið.

Miðið var að hugsa jákvætt og reyna að eyða orkunni ekki í neikvæða hluti.

En nú er ég aðþrengd.

Get ekki lesið blöðin

Get ekki horft á erlendar fréttastofur

og get bara alls ekki verið hér á blogginu.

...........spurning að heimta bara afturhvarf til fortíðar. Saga sundur netstrenginn og eiga bara samskipti við fólk eftir skipaferðum. Það hefði nú verið heppilegt nú, við hefðum ekkert vitað um pirring breta og hollendinga fyrr en í vor !

Ég er hinsvegar vog og hef ekki hugmynd um hvað mér finnst ..!

(Jú mér finnst kalt !)

 

 

 


Nágrannar

eru ágætir.

Minn liggur nú um stundir undir feldi.

Þjóðin bíður í ofvæni.

Ég er bara mest að hugsa um að honum verður þó allaveganna ekki kalt á meðan.

Hugsa jákvætt

Ekki ?


Frú Pendúll

er auðvitað óttaleg dúlla en það vissuð þið auðvitað.

Ég sé að hér á Moggabloggi játar fólk eða neitar hvort það skrifaði undir Indefence- nú haldið þið áreiðanlega að ég ætli að gera eins en það er nú bara ekki til umræðu hér.

Hér hef ég verið á blárri línu í kvöld, það eru bara sum kvöld svona. Horft á Himmaskáp og talað við hann og kvartað þessi býsn yfir að hafa hann ekki. Nú hafa liðið 2 heil ár, allt árið 2008 og allt árið 2009 - sem hann tók engan þátt í með okkur hér sem elskuðum hann. Ég gekk aðeins um í Sóllandi, nýja duftreitnum fyrir neðan Perluna. Þar er Hjalti Hafsteinsson vinur minn jarðsettur. En hann var einn þeirra sem kvöddu á nýliðnu ári.

Annað sem fólk er að tjá sig um hér er Skaupið. Mér fannst það skemmtilegt. Allt saman.

Nýi besti vinur minn er Rómeó, hann veit að ég á harðfisk í boxi inn í ísskáp. Harðfiskurinn er að boxa við hangikjötið.

Jólin og áramótin liðu eins hratt og þau gera hjá svona gamlingjum eins og okkur Steinari. Jólin fóru í vinnu hjá mér, við borðuðum í vinnunni og Hjalti og Siggi borðuðu með okkur. Á jóladag þurfti ég ekki að mæta fyrr en klukkan 20 en á 2og 3ja í jólum vann ég heilar vaktir. Svo kom 2ja daga pása sem fór mest í að hvíla sig og svo voru það morgunvaktir milli áranna. Heilsan hefur hrekkt mig að undanförnu og ekkert lát á því, ég þrælast í vinnuna og bíð niðurstaðna úr rannsóknum. Þetta kemur allt í ljós seinna.

Ég strengi aldrei áramótaheit en ég lofaði þó sjálfri mér að á þessu ári, 2010, skyldi ég næra það sem gleður -og horfa á jákvæðar hliðar lífsins. Lífið er einfaldlega of stutt til að eyða því í svartsýni.

Gleðilegt ár elskurnar og takk fyrir yndisleg komment við næstu færslu við


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband