Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011

Hvert örstutt spor er í áttina

og markar leiðina okkar allra.
Jólin standa nú yfir en hámarkinu náðu þau auðvitað á aðfangadagskvöld. Við njótum velvildar fólks og fáum bæði kort og gjafir.
Ég hélt að ég ætlaði að sigla voða mannaleg í gegnum jólin að þessu sinni en svo kom viðtal við Margréti Frímannsdóttur um jólin á Litla Hrauni og það varð alveg nóg. Hjartað fylltist af sorg og augun af tárum.

Í miðri eldamennsku hætti gasið að virka og ég brosti með sjálfri mér. Ég á nefnilega aðstoðarmann sem bjargar mér við allskyns vanda,bjargaði mér frá því að henda 5000 kalli í Fk í haust og hefur oft hnippt í mig við akstur og annað. Hann hafði nefnilega hnippt í mig 3 þennan desember mánuð til að minna mig á gasið. En ég hafði ekki sinnt því. Um leið og gasið kláraðist endanlega þá kom Steinar inn, ég bað hann bara að sækja kútinn í húsbílinn. Hann þurfti að breyta smá tengingum og það tók tíma. Ég missti af klukknahringingunni í útvarpinu - var enn að bera fram matinn. Leiðinlegt að vera svona sein en iss, vorum bara við, gamla settið og pabbi með. Þetta hafðist allt fyrir rest.

Næst er ég að hugsa um að ansa ósýnilega aðstoðarmanninum.

Gleðileg jól.


Hann ætlaði sér það ekki.

Sumir kalla það sjálfselsku að taka líf sitt. Það finnst mér ekki vera rétt. Viðkomandi einstaklingur er svo illa haldinn andlega á þeirri stundu að hann sér í raun og veru enga aðra leið út - hefur heldur ekki snefil af rökhugsun akkúrat þá.
Hilmar minn ætlaði sér ekki að fyrirgera heilsu móður sinnar. Hann ætlaði ekki að brjóta hana svo andlega að hver dagur er áreynsla og barátta. Hann ætlaði sér ekki að meiða svo systkinin sín að þau verða aldrei söm. Ekkert af þessu ætlaði hann að gera.

Hann ætlaði hins vegar að hlífa okkur, við ákveðnum hlutum og mest fyrir honum sjálfum.

Hann áttaði sig ekki á því á þeirri stundu að við elskuðum hann ÞRÁTT fyrir þá hluti sem hann tók sér fyrir hendur þegar við vorum ekki viðstödd.

Á aðventu langar mann að eiga heila fjölskyldu. Það mun ég ekki eiga.

Þetta ætlaði Himmi minn sér ekki að gera.

Deilum www.sjalfsvig.is og njótum aðventunnar, þau sem það geta.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband