Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011

Þeir hreinsa líka til

eins og hér við Álftanesveginn þar sem fuglar verða fyrir bílum. Hér liggja kollur, blikar og gæsir í valnum. Það er afskaplega pirrandi að horfa upp á. En stuttu síðar koma þessir mávar og snæða þann dauða.

Um daginn lá dauður mávur á grasinu hér nálægt, uppi á næsta staur var annar og klóraði sér líklega í skallanum yfir hinum.

Lundavarp og kríuvarp hefur misfarist þetta árið.

Já og mávarnir lifa góðu lífi á matarleifunum sem fólk kastar frá sér í miðborginni um helgar.

Göngum sjálf betur um og sjáum til hvort mávum fækkar ekki í miðborginni.


mbl.is Mávur réðist á kanínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hef setið og horft á reykinn

bylgjast kolsvartan upp í loftið. Núna fyrst - klukkan rúmlega hálffimm, er hann að missa flugið. Þetta hefur tekið einhverja klukkutíma.

Ég veit ekki hvar ætti að hafa þessa starfsemi en ekki líst mér á að hafa hana þarna. Það kviknar varla í dekkjum af sjálfu sér, þarf ekki að loka þessu miklu betur af ?
Í þessu tilviki bjargar vindáttin heilmiklu ef ekki næstum öllu bara. Hefði verið norðanátt þá hefði meira að segja ég, astmakellingin, lent í veseni hér í vinnunni.

Þetta er ekkert venjulegur viðbjóður, gúmmíbrunafýla ...


mbl.is Eldur logar við Hringrás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfir þessu mætti

kannski heldur væla.
Þetta eru ekki náttúruhamfarir heldur kjarabarátta sem stýrt er af fólki.

Þessir gætu til dæmis hinkrað aðeins í nokkrar vikur - tekið tillit til ferðaþjónustuaðila.

Það er annað með náttúruhamfarir, þær skeyta engu né hlífa neinu.

Þær þurfum við að umbera - lifa þær af og þola þær. Hjálpast að og vera almennileg.


mbl.is Næstu skref óráðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vegurinn fór bara í sundur aðfararnótt laugardags

Það er skiljanlegt að menn séu uggandi en mér finnst þessi frétt og viðtal í kvöld við Ferðaþjónustu-Ernu mjög ósanngjörn.
Það var strax byrjað að draga að fyrir komandi brúargerð - en því var frestað í nokkrar klukkustundir meðan verið var að sjá hvað væri að gerast. Eðlilega. Ekki er hægt að stefna brúarvinnuflokkum í hættu þó að þetta sé um hábjargræðistímann.
Það hefur ekki einn virkur dagur liðið. Á forsíðu Mbl er ágæt frétt um leið sem fara má, með trukk yfir með bílana.
Ég skil ekki þetta með áhugaleysi stjórnvalda - ég heyrði viðtal við Ögmund þar sem hann sagði að allt kapp yrði lagt á að brúa Múlakvíslina.

Nú skulum við bara anda með nefinu og sjá hvort þetta gengur ekki bara fljótt og vel.


mbl.is „Finnst þetta með ólíkindum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítur það vel út á blaði ?

En allir þjónustubílar og neyðarlið eiga þá erfiðara með að athafna sig - ég tel til dæmis lokun Suðurgötunnar ekki virka. Þung umferð er um Tjarnargötu- Skothúsveg og Ljósvallagötu í staðinn. Þær bera það alls ekki og við þær eru miklu fleiri íbúar heldur en þær fáu lifandi sálir við Suðurgötuna.

Hólavallagarður er óskaplega fallegur staður en íbúar þar hafa áreiðanlega ekkert ónæði af bílaumferð.

En þetta lítur áreiðanlega afar vel út á blaði niðri í Ráðhúsi. Í raun er þetta til hins verra.


mbl.is „Lítið samráð haft um lokun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

veit varla hvað skal segja

en við lestur fréttarinnar kemur fram að líklega verði málið fellt niður, þernan hefur orðið uppvís að lygi og tengslum við skipulagða glæpastarfsemi.

Mikið rosalega má slík mannvera vera aum, sé þetta allt uppspuni...

Kannski hefur ófrægingarherferð í hennar garð verið hleypt af stokkunum

Ég er nú ekki alveg bláeygð en verð að játa að þetta kemur mér alveg í opna skjöldu


mbl.is Ákærum vísað frá?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband