Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Alveg galin

sú hugmyndafræði að fólk geti stokkið úr flokkum en samt haldið áfram á þingi.  Mér er hjartanlega sammála hver þingmaðurinn er, vilji hann ekki vera á þingi þá á hann að hætta og það á að setja inn varamann.

Maður smalar ekki köttum. Ég á þrjá. Maður kallar einfaldlega í þá.

Ég hef verið að skríða á fætur eftir hrunið mikla í janúar. Það er meira vesenið á mér alltaf. Svona mikið áfall virðist einfaldlega hafa óskaplega vond, langvarandi áhrif. Ég hef nú loksins séð - með óyggjandi hætti - að þetta batnar ekki. Á sálinni er stórt ör, það er þar til að vera.

Ég er samt skárri nú, mér finnst ég skána með birtu vorsins sem er á næsta leiti. Að vísu eru átján bræður öskudags ekki allir komnir. Bíddu ? afhverju eru þeir átján en jólasveinarnir bara þrettán ? er ekki hægt að hafa endaskipti á þessum bræðrum ?

Nei ég bara spurði :Þ

Vitið þið hvar maður fær góðar upplýsingar - alveg aulaheldar- fyrir kartöfluræktun í svona voða smáum stíl ?

 


Varstu þar ?

Nú gengur um netið listi til stuðnings manni sem dæmdur er fyrir alvarleg brot. Fólk skrifar sig á þennan lista. Ég hef séð listann og sá ekki að ég kannaðist við neinn þar nema eina svona lauslega.

Unga stúlku.

Rambi nú einhver hér inn sem kann skil á þessu þá þætti mér vænt um að fá svar við þessu ;

Varstu þar ?

Öllu hugsandi fólki má vera ljóst af reynslu að sönnunarbyrði í þessum málum er verulega þung. Það eru ekki vitni að kynferðisbroti. Það að bæði dómstig sakfelli segir okkur talsvert.

Ég er búin að lesa dóminn.

En ég var ekki þar frekar en þeir sem skrifa sig á listann. Ég treysti hinsvegar dómstólum.

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband