Óvæntur félagsskapur, bræður á Austurvelli

Lappi svaf í stóra sófanum, hann er farinn að sofa ansi fast kallgreyið.

ég sat í mínu horni...klikk...klakk....*brölt* klikk .....klikk

Æi Keli, farðu að sofa ! segi ég. Kemst svo að því að mér finnst það ágæt hugmynd fyrir sjálfa mig og stend upp. Lít bakvið stóra sófann (þar sem tölvan stóra er ) og enginn Keli. Ég kalla í hann og hann kemur innan úr herbergi. Ég færi stólinn sem er við tölvuna svo Lappi labbi ekki á hann. Undan tölvunni hendist músin á æðislegum flótta ..hún hljóp eins og Keli og spólaði á parketinu..stóran sveig og fram í eldhús/þvottahús.

Ég kallaði í hundana inn, hringdi í Steinar og tilkynnti honum dagsskipun 3 janúar 2009. Músaveiðar góði minn, rífa innan úr þvottahúsveggnum til að finna gatið sem hún kemur inn um.

Músarkvikindið er orðið ansi kræft þegar það plantar sér bara inn í stofu til að glápa með manni á sjónvarpið

¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨

Ég er vog. Ég er lengi að ákveða og þarf oft að velta hlutunum ansi mikið fyrir mér. Ég las hjá Skessu í gær, skoðaði myndband...hugsaði og svaf...las hjá Jennýu og skoðaði aftur þetta myndband.

Mennirnir sem ég taldi vera venjulega jóna með of mikið af bjór innbyrðis reynast vera "virtir" (set þar í gæsalappir, það hlýtur að eiga að skrifast í fortíð) menn í samfélaginu. Þeir eru greinilega á móti mótmælunum en brjóta svo sjálfir enn verr af sér. Ýmsir bloggarar eru með ítarlegri myndir af þessu framferði.

Mér finnst lítið leggjast fyrir fullorðinn karlmann þegar hann tekur upp á að slá til ungrar ókunnrar stúlku. Slíkur maður er í mínum huga ekki húsum hæfur. Hinn er ekki betri en virðist þó ekki alveg eins laus höndin.

Það er ekki sannfærandi að gagnrýna mótmæli og leggjast svo í svaðið sjálfur, endilangur....

ég mæli með að upp verði settur - flytja úr landi listi - og þessir tveir settir á hann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Allavega finnst mér óþarfi að þeir fái að gegna ábyrgðarstöðum! Annar í skjóli ríkisins!! Hinn veit ég svosem ekkert um en eru ekki sjúkrahús líka ríkisins?

Ég held það........

Þetta hefur verið ansi heimilislegt hjá þér með prjónana, hundana, sjónvarpið og mús

Hrönn Sigurðardóttir, 3.1.2009 kl. 11:41

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þarft allavega að ná henni til að klippa á henni neglurnar. Maður gerir ekki upp á milli heimilisdýra Keli og Lappi fóru í naglaklippingu áður en þeir fengu að spóla á parkettinu......

Hrönn Sigurðardóttir, 3.1.2009 kl. 11:43

3 Smámynd: Einar Indriðason

Hmm... spurning hvort þú ættir að teppaleggja hjá þér með frönskum rennilás?

Kenningin er þessi:  Þar sem músin (og hennar feldur á maganum) eru nær franska rennilásnum, heldur en hundarnir, þá eru meiri líkur á að músin festist við franska rennilásin heldur en hundarnir.

Voila!  Ein mús, veidd í teppi!

Einar Indriðason, 3.1.2009 kl. 12:29

4 Smámynd: Ragnheiður

Auður mín

hún kemur alls ekki með lopanum, það er alveg á tæru...það er þvottahúsveggurinn sem er með inngönguleið, búið að rífa innan úr honum og það er verið-as we speak- að leita að meindýraeyði til að eitra í vegginn...

Góðmennsku minni gagnvart músum er lokið

Ragnheiður , 3.1.2009 kl. 13:01

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég mótmæli, mýz eru líka menn !

Steingrímur Helgason, 3.1.2009 kl. 13:37

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heyr, heyr.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.1.2009 kl. 14:23

7 identicon

Mýslu hefur líkað svona vel að vera hjá þeim bræðrum og þér

Ég er búin að senda Neytendasamtökunum mail þar sem ég tilkynni úrsögn mína úr þeim samtökum verði  Ólafur Klemensson enn í stjórn þeirra á mánudag. Hinn er víst sonur hans var haft eftirÓlafi einhvers staðar.

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 15:03

8 Smámynd: Ragnheiður

Þetta er ekki sama músin, þessi er mun stærri og brún. Hin var móleit -miklu minni- og með hvítan rass...

Það er meindýraeyðir á leiðinni....dadaraddda...

Ég ætla ekkert að senda póst neitt..

Ragnheiður , 3.1.2009 kl. 15:08

9 Smámynd: Sigrún Óskars

ó mæ god  ekki senda músina yfir til mín  

Sigrún Óskars, 3.1.2009 kl. 19:32

10 Smámynd: Ragnheiður

Ja..hún er amk ekki hérna inni eins og sakir standa, hún er farin út aftur. Þvottahúsveggurinn er greinilega með músagati. Hér kom meindýraeyðir og það er búið að setja gildrur ...

Þannig að við sjáum bara hvernig gengur að veiða...hehe

Ragnheiður , 3.1.2009 kl. 19:40

11 Smámynd: Sigrún Óskars

ef hún bankar uppá hjá mér þá sendi ég hana yfir - lofa að segja ekki frá gildrunum

Sigrún Óskars, 3.1.2009 kl. 19:45

12 Smámynd: Ragnheiður

hehe takk!

Ragnheiður , 3.1.2009 kl. 19:55

13 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gleðilegt nýtt ár.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 3.1.2009 kl. 20:57

14 Smámynd: Hulla Dan

Elsti sonur minn er vog!!! Það er á köflum ansi þreytandi  og langdregið.
Þessir bræður þarna, Óli og Gummi x&%&#x... Segi nú bara ekki annað. Ekki húsum hæfir sem sagt.

Hulla Dan, 3.1.2009 kl. 22:22

15 Smámynd: Ragnheiður

Já Hulla mín, það er oft ansi þreytandi en þú sem mamma hans átt að redda þessu með að minnka valkostina hehe

Ragnheiður , 3.1.2009 kl. 23:11

16 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Músí - krús eða var það Krúsí- mús ? .. Takk fyrir fallegu kveðjuna til mín sæta.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.1.2009 kl. 00:50

17 identicon

ég er vog...það er erfitt stundum. Þegar ég var yngri fannst mér hræðilega erfitt að fá mér ís úr vél - svo mikið val! einlitur eða tvílitur ís? sósa eða nammi? ef sósa hvernig sósa? osfrv.... mamma hlær ennþá af því þegar hún fór með mig og vinkonu mína að kaupa ís. Vinakonan er líka vog við vorum búnar að ákveða að við ætluðum að fá milli stóran ís með súkkulaðisósu (tók LANGAN tíma að ákveða það) og þegar við komum í búðina hvað gerðist þá?????  var spurð hvort ég vildi heita eða kalda sósu

Þegar fólk fer í taugarnar á mér ímynda ég mér hvernig heimurinn væri ef ég væri einræðisherra og hvaða eyjar í Breiðafirði ég myndi nota undir fólk sem þyrfti að hverfa   mér líður betur á eftir....ef ég er sérstaklega brjáluð út í einhvern þá sprengi ég eyjuna eftir að hafa sett fólkið þangað.....nú hringir örugglega einhver á mennina með spennitreyjurnar

Nú ætla ég að hætta að blogga í kommentakerfið hjá þér og að lokum vil ég bara óska þér og þínum gleðilegs nýs árs...

Kveðja frá norðurlandi Valgerður Ósk

Valgerður Ósk Einarsdóttir (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 15:03

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ragga mín ég hef lent í þessum fjanda og verst var að engin trúði mér í langan tíma, en fyrir rest.

Var einmitt að hugsa vantar þessum silkihönskum fæting leit allavega þannig út.
Knús í mús nei meina krús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.1.2009 kl. 20:54

19 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Djísös, hefði ekki viljað sjá hann föður minn í þínum sporum. Það hefði orðið heljarstökk allra tíma.

Fékkstu ekki póstinn frá mér varðandi aksturinn?

Helga Magnúsdóttir, 4.1.2009 kl. 21:43

20 Smámynd: Ragnheiður

Jú Helga og ég svaraði um hæl ?

Kom ekkert ?

Ragnheiður , 4.1.2009 kl. 21:59

21 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Gott að komast fyrir músaganginn, ekki skemmtilegt að verða þeirra vör inni hjá manni. Knús frá mér mín kæra Takk fyrir kveðjurnar og gleðilegt nýtt ár.

Bjarndís Helena Mitchell, 5.1.2009 kl. 01:37

22 Smámynd: Huld S. Ringsted

Líst vel á þennan "flytja úr landi" lista

Huld S. Ringsted, 5.1.2009 kl. 22:52

23 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Ææji þetta eru frekar óspennandi gestir..ekki vil ég fá þá til mín og ef svo illa vildi til að þá ætla ég rétt að vona að mínir kettir sjái um það dæmi og hreki þá aftur út. Þvottahús-hurðin er svo mikið opin útaf köttunum því annar kötturinn fær ekki að vera úti nema í bandi að það er aldrei að vita hvað getur skotist hér inn.

kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 6.1.2009 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband