Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Áramótakveðja

en ég lofa ekki að ég skrifi ekki meira fyrir áramótin. Ákvað að stela myndinni hennar systur minnar til að skreyta með. Hún lemur mig þá bara yfir súpudiskinum á eftir, það er þá ekki eins og það hafi ekki gerst fyrr. W00t Við vorum verulega ódannaðar í gamla daga en það er allt til skemmtunar í dag og flest gleymt.

Hérna er stelimyndin

341866875_a0e8c69f1e

Annars er ég smá aum yfir áramótunum. Ég sé nýja árið sem hvítt blað, autt. Það sem æpir á mig núna eru sporin sem ekki munu birtast á blaðinu mínu. Sporin hans elsku Himma míns.

En þar sem ég er ekki í bloggstuði þá nenni ég ekki að skrifa meira.

Megið þið eiga gleðileg áramót og gott nýtt ár.


Búin að finna út úr þessu

sat hér í mökkfýlu yfir vondu veðri og fyrirhuguðum töfum á búðarrápi konunnar. Ég ætla að hafa hér "gömlu" familíuna mína í mat á morgun, það samanstendur af honum pabba og systur minni. Svo var planið að vaða snemma út að versla matinn en nú er ekki kellingu né kalli út sigandi. Hundar hafa fokið hér í örvæntingu um garðinn í tilraun til að pissa. Kelinn móðgaður, klóalaus, og nær hvergi neinu gripi. Ég held að þeir hafi náð að spræna þegar þeir fuku framhjá tré.

En nú er ég búin að finna hið góða við þetta veður. Haha..það getur enginn skotið upp flugeldum meðan rokið er svona mikið nanananabúbú...ekkert pomm W00t

Jenný fjallar um fegurðarsamkeppnir í dag. Ég skil aldrei að hægt sé að keppa í fegurð. Fegurð er smekksatriði. Svo er alls ekki endilega samræmi milli umbúða og innihalds. Það ættum við að vita nú þegar við erum öll nýbúin að taka upp jólapakkana. Eða eins og synir mínir í fyrra..fengu hólk utan af eldhúsrúllu sem innihélt nærbuxur með glannalegum myndum á. Húsbóndinn lengi að bauka við að pakka þessu inn á þennan hátt.

Ég skrapp líka yfir á Jónu síðu og finnst að maður eigi að fá að hafa jólin uppivið eins lengi og maður vill. Mesti krúttstrákur sem sögur fara af er enn í miklum jólaham og með fylgja myndir af honum við gjörningana. Hann er bara flottastur en ég geri mér grein fyrir að eitthvað verður mamman til bragðs að taka.

Svo kom ég við hjá Ásdísi og hef fasta mynd af henni í höfðinu, ja af henni og Bóthildi kisu. Ég sé fyrir mér þær tvær blakta eins og fána á ljósastaur við aðalgötuna á Selfossi Errm 

Stundum les ég færslur bloggvinanna og ég sé sögur....í þeim eru stundum konur með svuntur og klæddar á gamaldags máta. Svona les ég líka bækur. Þær lifna við og gerast í höfðinu á mér. Finnst ykkur að ég eigi að fá pillur við þessu ? Blush  Þetta veldur því stundum að ég er að bilast úr hlátri yfir einhverri vitleysu sem ég las í bók í kringum 1970. Ein bók er til heima hjá pabba sem vakti ómælda gleði hjá okkur systrum í gamla daga. Hún heitir beinagrind skemmtir sér og vakti alltaf lukku. Við lágum einhversstaðar með bókina og flissuðum eins og bjánar. Mamma hristi oft hausinn yfir þessu og glotti út í annað.

Jæja ég held að það sé aðeins að lægja hérna.  Það er ágætt. Heyrumst seinna.


Keli lappalaus

en það gerist alltaf einusinni á ári.

Málið er að Kelmundur er svo hræddur við flugelda (eins og mamma hans) að hann fer aukaferð til dýró til að fá róandi fyrir áramótin. Hann fékk klóaklippingu í leiðinni og er núna flottastur á klónum. Heyrist ekkert þegar hann kemur labbandi. Við upplifðum okkur smá asnalega þarna á biðstofunni, við með nærri 30 kílóa hundhlunk en allir aðrir með 2-5 kíló af sama dýri. Við erum líklega búin að leysa pössunarmálið fyrir áramótin.

Lappi fer ekki með í þessa áramótaferð til dýró og þess vegna var Keli Lappalaus í dag.


Maður ársins

2007 er að mínu áliti Þórdís Tinna Aðalsteinsdóttir. Með ekkert nema bjartsýni að vopni hefur hún barist opinskátt við lungnakrabba. Bloggið hennar lýsir baráttu hennar og ekki síst ást hennar á telpunni sinni Kolbrúnu Ragnheiði. Hún er hetjan mín.

 

 

 

Annars þykir mér útþynnti brandarinn með uppdiktaðar persónur hérna á Moggabloggi vera orðinn hálfbragðdaufur. Þetta hefur gerst á velflestum vefsvæðum, tröllin taka smátt og smátt yfir og hinum venjulega Jóni verður ekki vært fyrir vitleysunni. Kannski var þetta fyndið í 2-3 skipti en það er löngu komið nóg. Jóna skrifar ágæta færslu um þetta í dag (www.jonaa.blog.is)

 

Brátt gengur nýtt ár í garð. Mér líst verulega illa á ástandið í Pakistan nú þegar búið er að myrða Bhutto. Hún var að mínu áliti vonarstjarna. Við getum svo sem ekki setið hérna á okkar litla skeri og haldið að þetta muni ekki hafa áhrif hingað.

447954A


Allt að komast í réttar skorður

ég á að fara að vinna á morgun og ég vona að það gangi eftir hjá mér. Steinar tók sig til og vann fyrir mig helgina fyrir jól, það kom upp úr kafinu að ég þoldi ekki að vera í vinnunni. Þar þarf ég að tala mikið og ég gat það ekki, varð lafmóð og hóstaði bara. Gott að geta bjargað þessu með að senda Steinar. Honum gekk ágætlega. Þessi flensa virðist ekki vera til friðs þó maður reyni að fara vel með sig. 

Nú er næsta mál áramótin. Einhver þarf að passa Kelann minn, hann þarf að fá róandi svo hann tryllist ekki alveg kallgreyið. Ég verð í vinnunni alla nýársnótt. Það er aukavakt sem ég tek ansi oft enda logandi hrædd við flugelda. Bjössi minn fann leið fram hjá þessu fyrir mörgum árum, hann hefur alltaf verið hjá pabba sínum á áramótum. Það er snilld. Bjössi veit að mamman verður alveg miður sín af hræðslu við þessi læti.

Ég er búin að hafa það ágætt um jólin. Hjalti og Aníta eru hérna og búin að vera síðan 22 des. Það hafði mikið að segja. Við tölum um Himma í sambandi við hinar og þessar jólaminningar. Ekki með sorg heldur með gleði endurminninganna. Hann er farinn og ég er svo endalaust þakklát fyrir að hafa þó átt hann. Hann var yndislegur karakter....aðeins í gærkvöldi þegar ég var að klára að lesa bókina hans Steinars þá þyrmdi aðeins yfir mig en trú minni ákvörðum þá hristi ég það af mér. Ég ákvað að setja sorgina til hliðar, það skal ég gera. Minningar um hann eru ljóslifandi. Ég er búin að eyða mörgum dögum fyrir jól í að einbeita mér að þessu verkefni.

Tvö ráð hef ég fengið hérna sem ég held allra mest upp á...annað sneri að því að maður réði hvernig maður ynni úr sorginni....hitt var jólaráðið frá henni Önnu minni um að eiga bara samt góð jól....Anna þú ert náttlega uppáhalds InLove

Lífi mínu má líkja ferðalag í gegnum rör...þau liggja nokkur saman á árbakka..Það er ætlast til að farið sé inn í rörin að að ofan...sumir fljóta framhjá rörunum en verða þá að fara í gegn um þau öfugu megin. Það er hins vegar mun erfiðara enda á móti straumnum. Með þrautseigju kemst maður það þó á endanum.

Ég er að spökulera að fá mér kaffi og heyri bara í ykkur síðar


Ekki jólaleg færsla

100_0985Dúfan alveg í maski en frosin saman enda var hún í sellófanpappír. Verst er að ég veit ekki hver kom með hana til hans.

 

 

 

 

 

 

 

 

100_0987Engillinn og vængirnir hans brotnir af.

 

Vonandi mun sá sem þetta gerði finna frið í sínu hjarta.

Þetta er það sorglegasta sem hægt er að gera.

Með kærum jólakveðjum langar mig að brýna fyrir fólki að kynna börnum sínum helgi grafanna, þrátt fyrir að ég trúi því að látnir hvíli ekki þar þá særir þetta afar illa aðstandendur hins látna.

Ég gat ekki séð neitt skemmt þarna nálægt en þið sem eigið leiði í nýjasta hluta kirkjugarðarins í Gufunesi ættuð kannski að líta við og skoða hjá ykkur hvort allt sé í lagi. Ég frétti hinsvegar af skemmdum í eldri hluta Gufunesgarðs.

Ef sá sem þetta gerði telur sig hafa átt eitthvað inni hjá Himma þá bendi ég vinsamlega viðkomandi á að Hilmar Már er kominn frá dómstólum mannanna og hefur áreiðanlega þurft að svara fyrir sitt hjá Guði í ágúst síðastliðnum.

Ég setti inn nýtt albúm sem heitir jólin 2007. Þar eru örfáar myndir síðan í gærkvöldi.

 


Jóladagur

og það er snjór yfir öllu. Friður í hjarta.

Hér var afskaplega skemmtilegt í gærkvöldi og óumdeilanlegar stjörnur kvöldsins voru Hilmar litli og Sindri bróðir hans sem er 7 ára. Mikið svakalega var gaman að hafa einn spenntan strák sem ætlaði bara ekki að lifa það af að bíða eftir pökkunum.

Hann minnti mig á Himma.

H : hvað er klukkan ?

M: hún er 5 mínútur yfir fimm

Hverfur úr augsýn en birtist fljótlega aftur

H: hvað er klukkan núna ?

M: Hún er 7 mínútur yfir fimm !

Ohhhh og hann hvarf aftur...svona kom hann á örfárra mínútna fresti alveg fram að jólum. Hann hefði engan gríðarlegan áhuga á matnum en pakkarnir....það var annað mál.

Svo tók maður upp konfekt og kökur og meira góðgæti sem hafði verið keypt til jólanna, oft var búið að læðast í sumt og stundum greip maður alveg í tómt...Hilmar Már....fékkstu þér konfekt ? Hann var skæður með að bjarga sér sjálfur í það sem hann langaði í.

Hann hefur verið stoltur af okkur í gær. Aðfangadagskvöld var yndislegt og við skemmtum okkur saman. Í dag er ég að hugsa um að kíkja til hans upp í garð. Ég fer ekki á aðfangadag í kirkjugarðinn. Sumir gera það og finnst ekki geta komið jól annars. Ég er bara alltaf svo viss um að hinn látni er ekki þar.

Ég á eftir að líma engilinn hans, hann er hérna í forstofunni hjá mér, vængjalaus. Ég hef ákveðnar grunsemdir um að hann hafi verið skemmdur. Ég sé það kannski í dag betur hvort slík ummerki eru. Það er náttlega eins lágt og hægt er að leggjast, að skemma grafir. Viðkomandi mun vísast hefnast fyrir seinna, ekki ætla ég að skipta mér neitt af því.

Gleðilega hátíð.

100_0978

Hérna er húsbóndinn á heimilinu.

 


Jólakveðja

til ykkar allra.

Með þakklæti fyrir samúð og hlýhug á þessu skelfing erfiða ári. Minnumst allra þeirra sem eiga erfitt um jólin.

Mín jól núna snúast um að minnast þess góða, hann verður í hjarta mínu. Þar á hann heima þessi elska.

Setjið ljós fyrir okkur á kertasíðuna hans, það gleður og styrkir.

Anna mín, þú hittir alveg naglann á höfuðið...ráðið þitt mun ég reyna að nota af mestu skynsemi. Fyrstu jólin án Himma, þau verða snúin en hans vegna ætla ég að gera gott úr þeim með hinum krökkunum mínum og litlum Hilmari.

Þakka ykkur enn og aftur fyrir hlýhug, styrk og stuðning.

 

christmas-picture-nature-bouquet

Jæja

held að allt sé orðið klárt. Á eftir að pakka inn gjöfunum en við Bjössi fórum áðan og kláruðum að kaupa....fyrst sat Steinar út í bíl og svo ég. Steinar sofnaði en mér leiddist að hanga og bíða. Ég náttlega heimsfræg fyrir þolinmæði.

Búin að setja saman matseðilinn

Hvítlauksristaður humar í forrétt

Hamborgarhryggur með brúnuðum kartöflum, waldorssalati og meðlæti

Ísterta í eftirrétt.

Haugur af malti og appelsíni en hér er ekki boðið upp á vín frekar en venjulega. Hér verða mest ungar manneskjur en þó verða hérna tveir litlir guttar. Það er sko fínt mál.

Í fyrra var enginn í jólamat enda ég að vinna í Rvk til 15.30 og átti þá eftir að skutlast heim, bjó í klukkutíma fjarlægð frá Rvk. Bý nær vinnunni núna og er líka í fríi á aðfangadag. Var með Hagkaups hamborgarhrygg í fyrra, þennan sem þarf ekki að sjóða. Kaupi hann ekki aftur í ár. Verst fannst mér að komast að því eftir jólin að Hilmar,Hjalti og Aníta voru bara heima hjá Hjalla með engan jólamat...Kjánarnir og mamma kjáni sem hélt að þau væru hjá mömmu hennar og Himminn í Grindavík. Svona fer þegar maður kynnir sér ekki málið ! Þetta reyndust síðustu jólin hans Hilmars míns...andsk..sem þessi tilhugsun kvelur í dag.

Gleðileg jól


Munaði mjóu

og svo sem ekki útséð með það enn.

Öfugt við það sem ég vildi þá fárveiktist ég í nótt og er gjörsamlega frá. Það munaði minnstu að kallinn brunaði með mig á spítala en ég trú minni læknafóbíu neitaði að fara. Núna er heilsan samt þannig að ég er að velta fyrir mér að líta við hjá lækni.

Skrapp í FJARÐARKAUP áðan, á riðandi fótum. Þjónustan þar er úrvals. Frábærar í kjötborðinu og afgreiða mann þannig að manni finnst maður vera eðalkúnni þarna. Svona eiga þær að vera, að maður fari glaðari út en maður kom inn.

Hef ekki heilsu í meir...

Heyri í ykkur seinna..


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband