Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Myndin með fréttinni

Hvurn skrattann er Sturla með á hausnum ?

458195A

Það var samt gott að sjá þetta í fréttunum, ég fer þá ekki fyrr en seinna í dag á pósthúsið.

Annars á Lappi afmæli í dag. Hann kom í gær með þá hugmynd að bjóða köttum hverfisins í afmæli en ég taldi hann af því. Það hefði verið fjörugt afmæli

Hann er 5 ára í dag.


mbl.is Bílstjórar stefna að Bessastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Feðgar

eru merkileg fyrirbæri. Mínir eru ekki líffræðilega skyldir en þeir hafa búið saman í mörg ár. Þeir eru líka í sama stjörnumerki fyrir þá sem trúa á svoleiðis.

Björn hefur verið að heiman undanfarið, ég veit alveg svosem hvar hann er en það er sama hann á að láta vita. Í kvöld brá svo við að kallinn skilaði sér ekki úr vinnunni, klukkan varð 20-21-22....það var farið að síga í bókhaldarann á heimilinu. Fyrst kom strákur, svo kom kall.

Kallinn fékk skammir fyrir að láta ekki vita af sér, gerði að vísu heiðarlega tilraun til að snúa afbrotinu yfir á bókhaldarann sem hefði getað hringt til að forvitnast....Sú tilraun lést í fæðingu.

Fyrst bókhaldarinn var byrjaður að skammast þá fékk Björn áminningu um að láta vita um sinn verustað.

Stuttu síðar röltir Björn fram og finnur gamla settið við púslið.

B. Ég veit alveg að ég á að láta vita af mér ,ég skal passa þetta

M. Já ok, ég var að skamma Steinar og ákvað að skamma þig í leiðinni?

B.Nú ? Kom hann heldur ekki heim í marga daga ???

Gamli bilaðist úr hlátri og báðir horfðu á mig með skelmissvip.

 

Svona standa kallar saman þegar á reynir en þessir tveir ættu að varast að skopast mikið að bókhaldaranum sem á til að hefna sín þegar síst skildi......

Góða nótt.


Þið skvísur

Secret..er það ekki að maður óskar sér einhvers og þá gerist það ? Flestallar konur hafa lesið þessa bók nema ég plebbinn sem aldrei get elt tískubólur,tískubækur né tískublöð.

Nú vil ég fá spánnýtt fólk í framboð næst, bæði í sveit og borg. Það hlýtur að vera til fólk í grasrót flokkanna sem þorir að vinna og er ekki orðið húðlatir embættismenn. Mér finnst þetta fólk sem nú er glatað og virðist vera sama hvar í flokki það er. Íhaldið versnar sífellt, hvernig sem það er nú hægt. Samfylkingin reyndist handónýt þegar til átti að taka. Ég er hrædd um að VG dugi aldrei til annars en andstöðugjamms.Eitthvað er það við FF sem veldur því að mér líst ekkert á það samfélag en mun samt halda áfram að skoða það með opnum huga.  Ég minnist nú ekki einusinni á Framsókn sem útrýmdi sjálfum sér með stæl, bæði í borg og ríki.

Já með þetta secret...það virkar ekki...sorry...


Af góðu/vondu fólki *viðbót*

sko....

Það eru til hundvondir stjórnmálamenn, þeir eru til bæði karlkyns og kvenkyns. Mér tekst ekki með nokkru einasta móti að sortera fólk FYRST eftir kyni og svo eftir getu. Ég ætlast til ákveðinna hluta af fólki sem býður sig fram til opinberra verka, mér er hinsvegar alveg sama hvort viðkomandi (þá í sínum frítíma) notar á sér kynfærin til einhverra hluta annarra en að spræna með þeim , já og þá hugsanlega í mínum tíma. Mér bara kemur ekki við hvers kyns pólitíkus er. Ef hann er gagnslaus þá er hann gagnslaus.

Áherslan á að konur kjósi konur vekur mér óhug og þá línu fer ég aldrei. Ég vil hinsvegar vita hvað sá aðili gerði af viti síðast þegar hann var í áhrifastöðu. Hafi viðkomandi ekki verið áður í áhrifastöðu þá vil ég vita hvaða spor viðkomandi vill taka. Ég, ópólitísk konan, les og spekuléra í frambjóðendum fyrir kosningar.

Kellíng er bara ekki endilega betri vegna þess að hún er kellíng !

Andsk sem þessi röðun fer í taugarnar á mér.

---------------------------------------

Hinsvegar finnst mér Reykjavík vera í gíslingu vondra pólítíkusa,þetta verður handónýtasta ferli ever, þar til kosið verður á ný. Tjarnarkvartettinn ekki nógu lengi við völd til að gera neitt af viti og hinir-bæði fyrir og eftir- með svo nauman meirihluta að það er eins og þeir labbi um á eggjaskurn og þora ekki að segja eða gera neitt. Fyrst gat Bingi strokið úr vistabandinu, sem hann gerði. Nú er hættan á að Ólafur strjúki úr sama bandi. Væri kannski ráð að skipta um band og setja keðju í staðinn ?

------------------------------------------

Búin að leysa málið með Fríkirkjuveg 11 og Hallargarðinn !

Einfalt, borgin á ekki að selja Frík.v.11. Það hús á að nota sem gistiskýli og garðurinn svínvirkar með. Ég er að hluta alin upp í þingholtunum og það var aldrei neinn í hallargarðinum, nema Libbi dóni og maður hafði ekki áhuga á að rekast á hann...kallhelv.....

OK ?


Eftir ítrekaðar rannsóknir

og tilraunir þá tókst það loksins.

Ég er búin að afhenda Steinari flensuna, þetta er fyrsta flensan sem hann fær í vetur. Næsta vika fer í að sannfæra hann um að hann eigi góða konu þrátt fyrir allt. Mér tókst meira að segja að koma 2 köllum undir sæng í gær. Annar kom blásaklaus í kaffi í vikunni og ég hitti hann í vinnunni í gærkvöldi. Ég held að götin sem komu á mig þegar hann hvessti á mig glyrnurnar séu að lokast...óboj.

Vonandi hef ég ekki smitað fleiri en þetta !

Steinar hefndi sín og kláraði strípipúslið og ég set mynd af því hérna inn. Það vantar einn bita í það.

Nú held ég að MR. Bear ætli að klára bílprófið loksins. Ég fór með hann í gær og hann sótti um að fá að taka prófið...fjúkk....þá tekur næsta vers við, mamman skíthrædd um að strákur lendi í slysi ! Hef samt fulla trú á honum, hann er náttlega mun eldri en nýliðar í umferðinni og hann er heldur enginn asni né glanni.

Góða helgi.

ps. Í dag eru 32 ár síðan ég var fermd í Fríkrikjunni í Reykjavík. Djís..tíminn líður sko.


Búin að telja

og yfirfara öll eldhúsverkfæri og get róleg lagst til svefns. Fjúkk...en þessir rússar kalla ekki allt ömmu sína greinilega.

Maður er brytjaður niður og fer svo bara ósvífinn að sofa eins og manni komi þetta bara ekki við. Djö er þetta eitthvað ömurlegt fórnarlamb !

Annars á maður kannski ekki að hlæja að þessu en well shit happens og maður hlær að öllum fjandanum - það er fínt.

Farin að sofa. Gúddnæt.


mbl.is Vaknaði með hníf í bakinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er besta frétt dagsins

Snáði hefur verið feginn að komast heim til sín, krakkaskinnið.

Tilgangslausasta fréttin á móti var þessi með að Guðmundur áður í Byrginu væri orðinn afi. Hann persónulega er til skoðunar hjá yfirvöldum, það er lágkúra að draga börnin hans með í það.

Ég er enn með þessa helv. flensu sem er víst á undanhaldi samkvæmt FarsóttarHaraldi. Markhópurinn varð víst mun eldri með þessa síðustu en hinar á undan, alveg upp í 46 ára!

Djö skal ég næst láta bólusetja mig þó ég steinliggi af sprautunni líka eins og ég hef gert.

Skrapp að borða með Steinars fólki áðan, afskaplega notalegt. Þau voru að fara í leikhús og við hittumst öll áður. Tengdamamma náði að snúa á allan hópinn og borgaði matinn. Við Steinar ætlum að snúa á þau til baka við fyrsta tækifæri. Pabbi Steinars á afmæli í dag, hann er 75 ára blessaður.


mbl.is Danski drengurinn fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NEI!

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að Kirkjugarðinum í Gufunesi um hálf-fjögurleytið í dag, þar sem kveikt hafði verið í sinu. Slökkvistarf tók um fjörutíu mínútur, en eins og sést á meðfylgjandi myndskeiði sem tekið er af þeim Friðberti, Einari og Ægi, nemendum í Foldaskóla, lagði all mikinn reyk yfir Foldahverfið

Tómt plat

enda var kvefið bara að safna liði.

Kær bloggvinkona sem þekkir sporin okkar beggja kemur með athyglisverðan punkt við næstu færslu. Henni finnst biðin orðin of löng og vill fá sinn son aftur. Þessa hugsun skil ég nákvæmlega. Einhver myndi kalla þetta afneitun en það breytir engu. Til að draslast áfram hvern dag þá setur maður tilfinningarnar á bið, ákveður að takast á við þær seinna. Svona veltur áfram hver dagur, hver klukkustund þegar sárast er.

Lífið sjálft þýtur hjá , miskunnarlaust og eins og Himmi hafi aldrei skipt neinn máli. Ég mun aldrei gleyma þegar ég stóð í Ármúlanum daginn eftir að hann dó. Þar var ys og þys og enginn vissi að stór hluti af mér var dáinn.

Af alefli reynir maður að virka, virka sem mamma, amma, kona og nýtur þjóðfélagsþegn og ýtir sífellt sjálfri sér til hliðar. Og það hjálpar.

Svo slær það mann, helst þegar maður er einn. Þegar maður er lasinn. Þegar maður má alls ekki við því. Sársaukinn bítur mann, allur annar sársauki úr fortíðinni verður hjómið eitt.

Sumarið verður okkur báðum erfitt. Það rennur upp sá dagur að ár verður síðan synir okkar létust, hennar sonur aðeins á undan mínum strák. Ég kvíði óskaplega fyrir ágústmánuði. Ég held að ég muni telja niður alla dagana til nítjánda. Þetta verður óendanlega erfitt.

Hugur minn er oft hjá þér mín kæra bloggvinkona, alveg eins og hann er oft hjá Birnu og Fjólu. Þetta er mesti hryllingur hverrar móður og óskiljanlegt nema þeim sem hafa reynt það. Ég á ekki og hef aldrei átt það slæman óvin að ég myndi óska honum þessara spora. Aldrei.

Í sumar ætla ég að fara af stað til að kaupa legstein á leiðið hans Himma. Ég mun reyna að stefna að því að setja hann upp í september, þegar ár verður liðið frá útför hans. Ég er búin að velja hvaða mynd ég ætla að láta setja á hann. Ég valdi myndina sem tekin er á afmæli Hjalta, 21 maí 2007.

Hilmar

Hann er svo fallegur á þessari mynd og líkur sjálfum sér, brosmildur prakkari.


Æj

Ég held að ég hafi bara sjaldan orðið svona svakalega kvefuð ! Það rennur látlaust úr nefinu, ég er eins og 4ra ára leikskólahornös og það er ekki smart á kellíngu eins og mér. Svo til að vera í stíl þá tók annað augað upp á slíku rennsli líka. Auðvitað augað sömu megin og verri nösin og endilega augað sem ég sé betur með ! Figures...

Var að elda fyrir heittelskaðan kall sem hefur ekki versnað snitti síðan hann var "gamall" eins og hann orðar það. Hann fær kótilettur, næstum með horbragði...Oj Sick Held að það hafi samt alveg sloppið.

Nenni ekki að blogga meira með næstum blinda auganu og hinu í kross.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband