Æj

Ég held að ég hafi bara sjaldan orðið svona svakalega kvefuð ! Það rennur látlaust úr nefinu, ég er eins og 4ra ára leikskólahornös og það er ekki smart á kellíngu eins og mér. Svo til að vera í stíl þá tók annað augað upp á slíku rennsli líka. Auðvitað augað sömu megin og verri nösin og endilega augað sem ég sé betur með ! Figures...

Var að elda fyrir heittelskaðan kall sem hefur ekki versnað snitti síðan hann var "gamall" eins og hann orðar það. Hann fær kótilettur, næstum með horbragði...Oj Sick Held að það hafi samt alveg sloppið.

Nenni ekki að blogga meira með næstum blinda auganu og hinu í kross.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Ummm, lambakótelettur í raspi er uppáhalds maturinn minn. Heppinn kall sem þú átt.

Láttu þér batna. Gerðu þér ferð í nornabúðina og keyptu þér kvef bana.

Vor kveðjur frá Dk (í blóma)

Hulla Dan, 15.4.2008 kl. 19:00

2 Smámynd: M

Farðu vel með þig. Engifer í soðið vatn er vel rífandi.

Snít kveðja 

M, 15.4.2008 kl. 19:12

3 identicon

Farðu vel með þig.

Batakveðjur

Knús og klús 

Kidda (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 19:43

4 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 19:50

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

En Ragga !!  Einmitt svona verða uppfinningarnar til. 

Horlegnar kótilettur með lambhagasalati og kartöflugratín.  NAMM.

Anna Einarsdóttir, 15.4.2008 kl. 19:51

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já þetta er  flensan Ragga mín batakveðjur til þín

Kristín Katla Árnadóttir, 15.4.2008 kl. 19:55

7 Smámynd: Ragnheiður

Oj Anna. Ég fékk allaveganna allt annan skilning í orðið horleggir....en Steinar borðaði með bestu lyst og virðist ekki hafa orðið meint af hehe. Hann er seigur kallinn.

Ragnheiður , 15.4.2008 kl. 19:56

8 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Flýttu þér að batna.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 15.4.2008 kl. 20:05

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Batakveðjur (ég er alltaf að senda batakveðjur út um bloggheima, rosalega eru margir lasnir).

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.4.2008 kl. 20:42

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Farðu vel með þig Ragga mín, ég er líka búin að lenda í þessum fjanda, og eins gott að taka á því strax.
Mikið er hún sæt litla Steinunn.
                                Knús kveðjur
                                  Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.4.2008 kl. 20:45

11 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Farðu vel með þig þetta er sko skítapest

Ég er rétt að standa upp úr þessu .

Batakveðjur ;)

Anna Margrét Bragadóttir, 15.4.2008 kl. 20:46

12 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Góðan bara Ragga mín.

hmhm kótilettur með hor frá sinni heittelskuðu, gæti verið verra

Eyrún Gísladóttir, 15.4.2008 kl. 21:35

13 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Úff, aumingja þú, ég fæ líka alltaf í augun þegar ég fæ kvef. Þarf helst að leiða mig á klósettið. Bötnunarkveðjur til þín

Helga Magnúsdóttir, 15.4.2008 kl. 22:37

14 Smámynd: Ragnheiður

Takk fyrir batnikveðjurnar, þær hljóta að skila einhverjum árangri.

Ragnheiður , 15.4.2008 kl. 22:38

15 identicon

Hæ Ragga mín, láttu þér batna.  Ég var einmitt að reyna að svara þér á msn.  Var bara að sjá þetta fyrst núna.

Hafðu það gott kella. 

Guðrún B. (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 22:48

16 Smámynd: Brynja skordal

Nammi kótilettur í raspi klikka aldrei ´Sendi þér bata kveðjur Ragga mín og góða nótt

Brynja skordal, 15.4.2008 kl. 22:52

17 Smámynd: Tiger

  Hahaha .. skemmtileg færsla hjá þér - þrátt fyrir veikindin sko! Vonandi fer karlinn nú ekki að biðja um horlegið hitt og þetta í matinn í framhaldi af kótilettunum sko...

Eigðu yndislega nótt Ragnheiður mín og ljúfan dag á morgun!

Tiger, 16.4.2008 kl. 04:15

18 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Horlettur yjakk, en kótilettur í raspi mjög gott, fór einmitt til tengdamömmu um daginn og hún bauð okkur upp á þetta, ég get svarið fyrir það ég hafði ekki smakkað þetta í mörggggggg ár og þetta var bara snilld

Láttu þér batna kæra Ragnhildur

Guðborg Eyjólfsdóttir, 16.4.2008 kl. 06:49

19 Smámynd: Bárður Örn Bárðarson

Velkominn í hóp flensusjúklinga, Þetta tekur viku og ég kalla þetta LOW BATERÍ flensuna því maður verður gersamlega orkulaus. En Ragga Góðan bata. Kótelettur eru bara snild, spurning hvort kallinn verði nokkuð kótelettukallinn í kjölfarið.

Bárður Örn Bárðarson, 16.4.2008 kl. 10:30

20 Smámynd: Ragnheiður

Takk Bárður, fékkstu bæði brjósklos og flensu ? Hvurslags ? Ég er hér og er heldur skárri, augað er opið og nefrennslið minna.

Ragnheiður , 16.4.2008 kl. 11:05

21 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Farður vel með þig Ragga og láttu þér batna.

Mér finnst Steinar heppinn að fá kótelettur ég ætla samt að sleppa að hugsa um HORlettur....

Knús á ykkur úr Grindavíkinni. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 16.4.2008 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband