Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Til hamingju með afmælið Steinunn
15.4.2008 | 15:24
Skoh..mundi það. Svo það sé á hreinu þá á hann Steinar minn Steinunni.
Þessi kom að heimsækja afa sinn í afmælið
Hobbi fékk óskipta athygli enda með pönnsu.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Þið í sund í fyrramálið
12.4.2008 | 20:55
þið getið ekki verið eftirbátar hans ? Er það nokkuð ?
Psst...smá leyndarmál....usss usss uss ekki segja neinum.
Fyrir 50 árum á fallegum stað á Skógarströnd fæddist drengur, fyrsta barn stoltra foreldra sinna. Mikill myndarpiltur og hefur haldið þeim eiginleikum síðan.
Hann Steinar minn á afmæli á morgun 13 apríl.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (36)
Ég spurðist fyrir
12.4.2008 | 17:38
hérna á heimilinu, voða varlega.
Steinar ertu hrifinn af geitum ?
Njah, ekki get ég sagt það, afhverju ?
Ég las fyrir hann fréttina....hann hló og spurði hvort ég hefði verið orðin smeyk
Eiginkonuna fyrir geit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Umferðarfærsla í G-dúr *smáuppdeit*
12.4.2008 | 15:58
Skrambans....
Það hafa orðið veruleg umferðarslys undanfarið með tilheyrandi manntjóni og stórtjóni á fólki. Þar sem ég ek suður í Forsetahrepp sé ég í baksýnisspegli farartæki nálgast...Æj svona amrískt eitthvað, mjög vinsæl sort þegar ég var krakki og fallegur bíll í þá daga. Í dag lítur þetta út fyrir að vera hlandkoppur á hvolfi eða fljúgandi skítakamar, fer smá eftir sjónarhorninu.
Nú, þetta brussast framúr mér og öllum öðrum og hverfur í rykmekki. Á umferðarljósum í Garðabæ situr þetta helvítis fyrirkomulag og horfir í klofið á sér. Sér er nú hver tímasparnaðurinn ! Ég og þýska eðalstálið náðum sömu yfirferð á löglegum hraða.
Sko slys geta hent hvern sem er og að því er virðist hvenær sem er.
Um daginn brunuðu framúr okkur haugur af mótorhjólum, nánast á svipuðum stað og ungur maður lést um daginn. Ég urraði yfir þessu en Steinar afar jákvæður benti á að þetta væru racerar og ættu að fara svona hratt....mæ ass.....
Afhverju heldur fólk alltaf að eitthvað slæmt gerist hjá öðru fólki?
Farin í fýlu
Farin í Bónus
Kveðja úr Forsetahreppi
* fór í Bónus, hætt í fýlu, það var svo ansi góður afsláttur á kjúllabringum þar. *glott*
Kann heldur ekkert að vera í fýlu.
Signý, ég skildi hvert orð
Jennsla, nákvæmlega
Anna hehe nákvæmlega (ég er laumugrínisti)
Steinunn, tala við þig á msn í kvöld ...þarft ekki bílinn í það
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
er eiginlega vindlaus
11.4.2008 | 23:02
en hér kemur sætur snáði.
Maður getur bara verið glaður þegar maður horfir í þetta yndislega andlit.
Góða nótt
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Hann segist hafa elskað hana
11.4.2008 | 12:23
En að mínu viti er birtingamynd ástar ekki morð á viðkomandi einstaklingi.Slík yfirráð og sjálfselska er hræðileg og afleiðingarnar oft skelfilegar. Slíkar fréttir slá mig oft út af laginu, þær eru með því sorglegasta sem maður les eða fréttir af. Ég límdi fréttina hérna neðan við en hún er á ensku. Henni fylgir mynd af þessari ólánsömu stúlku.
nbc30.com
More |
Suspect In Marine's Death: 'I Loved Her'
FBI Says Laurean Taken Into Custody In Mexico
The FBI office in Charlotte said special agents and Mexican authorities arrested Marine Cpl. Cesar Laurean on Thursday night after a three-month search.
Speaking to The Associated Press after his arrest, Laurean was asked if he wanted to say anything. He said "Proof," but wouldn't explain.
Asked what he would do next, the North Carolina-based Marine answered, "Do I have a choice? I don't know."
Laurean is charged with murder in the death of 20-year-old Marine Lance Cpl. Maria Lauterbach, whose burned remains and those of her fetus were found in January in his back yard in North Carolina.
Lauterbach had earlier accused Laurean of rape.
According to CNN, Laurean responded, "I loved her," after a Mexican reporter asked whether he killed Lauterbach.
The FBI said it hopes Laurean can be brought back to the U.S. as quickly as possible.
But a prosecutor in North Carolina said it could be a year or two before Laurean returns if he fights extradition.
Amy Thoreson, an FBI public affairs specialist, told CNN Thursday night that Laurean was taken into custody without incident, but would not divulge any other details of his arrest.
"Laurean's swift arrest in Mexico was due to the diligence and dedication of the Mexican government and our law enforcement partners," Nathan Gray, the special agent in charge of the FBI's Charlotte office, said in a statement.
"This was truly an international effort, and we will do all we can to ensure Laurean is brought back to Onslow County (N.C.) as quickly as possible to answer the charges against him."
Since Laurean disappeared, authorities had believed he had fled to his native Mexico, which refuses to send anyone back to the United States unless provided assurances he or she won't face the death penalty.
Lauterbach, who was eight months pregnant when she disappeared, had been missing since mid-December.
An autopsy showed that Lauterbach died from a blow to the head.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fiktaði
11.4.2008 | 11:31
og bloggvinir fóru allir í vitlausa röð eða eitthvað.
Skrambans...farin í fýlu.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Jæja
10.4.2008 | 21:14
Komin úr kirkjugarðsferðinni og ekkert markvert í þetta sinn ..ja ef frá eru taldir svo spakir skógarþrestir að þá má undrum sæta að maður stígi ekki á þá eða dytti um þá, feitabollurnar þær arna.
Fann afa, Mýrkjartan, hann er samt vitlaust merktur í legstaðaskránni en ég mundi að hann á nýlegan kross og Sigga systir hafði talað eitthvað um brjálað tré hjá honum. Og ég fann hann, bakvið tré og allt annarsstaðar en skráin sagði til um.
Fór til Eggerts og Kristbjargar, gamla forstjórans á BSR.
Næst lá leiðin að líta við hjá Sólrúnu Björk og Erlu móður hennar. Þær kúra saman mæðgurnar í fallegasta hluta garðarins. Sólrún litla, eins og hálfs árs, búin að vera þarna í garðinum síðan 1960. Það var fyrir þann tíma sem eðlilegt þótti að gera flóknar hjartaaðgerðir á Downs börnum. Duftker Erlu minnar elskulegu var jarðsett þarna í gröf þeirrar litlu.
Sólrún mín heitir í höfuðið á þessari frænku sinni. Erla hafði einlægan áhuga á draumum og þegar ég gekk með Sollu mína þá fór ég að segja henni frá barni sem mig hafði dreymt og ég þekkti ekki. Ég gat líst fötum barnsins alveg nákvæmlega og þegar frásögnin af draumnum er að verða búin þá tek ég eftir að Erla er orðin gráleit í framan og komin með tár í augun. Þá vissum við það, telpa á leiðinni og nafnið hennar klárt.
Ég skoðaði hin og þessi minnismerki um hermenn sem fórust hér við land á stríðsárunum. Einnig sá ég minnismerki um sjómenn sem fórust með skipalestunum sem sífellt var ráðist á. Það fer um mann hrollur, þetta er ekki svo langt síðan.
Mér gekk betur að ganga í garðinum núna en í gær en ég fann samt að ég varð að ganga hægt. Við gengum þarna um í klukkutíma. Bæði Fossvogsgarður og Suðurgötugarður hafa lengi verið miklir uppáhaldsstaðir hjá mér. Mér finnst dásamlegt að ganga um og hugsa, opna hug og hjarta. Þetta gerði ég löngu áður en ég missti Himma. Ef eitthvað þá hefur það enn dýpri merkingu nú.
Nú þarf ég að fara að ganga um í Gufunesi líka. Hann er ekki alveg eins skjólgóður enn en það lagast.
og þá er best að segja amen á eftir efninu.
ps jarðskjálftahrina gengur nú yfir fyrir norðan. Þið getið fylgst með hérna www.vedur.is og svo veljið þið í efstu flipunum, jarðskjálftar og eldgos.
Góða nótt
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Viljiði hlæja svolítið ?
10.4.2008 | 16:02
Hérna kemur linkur á alveg ótrúlegan mann.
Ég greip Björn við að horfa á þetta og úrskurðaði hann undarlegan í 3 sekúndur. Svo heyrði ég þetta og ákvað að deila með ykkur. Þetta er ekkert í stíl við næstu færslu fyrir neðan, alls ekki.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Það eru margir að blogga um
10.4.2008 | 13:06
apaskítskaffið.
Um daginn var frétt um smyglara í Leifsstöð, hann var með dópið í brókunum. Ég hugsaði, ætli það hafi verið þar innan um bremsuför og annað "góðgæti" ?
Svo fór ég að hugsa um aðalsmyglleiðina, þið vitið...smyglarinn kyngir draslinu og skítur því. Því er pakkað í neytendaumbúðir og selt fyrir stórfé.
Ef um almenna neysluvöru væri að ræða þá yrði allt geðveikt. En fárveikir fíklar eru nú ekki að bilast á taugum yfir þessu. Það eru bara svona forpokaðar kellíngar eins og ég sem fá hroll upp og niður hrygginn.
Ég held að ég þiggi ekki kaffi utan heimilisins. Hvað veit maður hvað er verið að bjóða upp á af eintómum rausnarskap?
Ég gerði nýtt áðan, ég pantaði mér ljóðabók frá eymundsson. Ég er ekki mikil ljóðakona en það hefur reyndar aðeins verið að breytast enda búin að lesa ókjör af sálmum mér til heilsubótar síðan í ágúst. Ég pantaði bókina hans Ólafs Ragnarssonar.
Ef þetta er allt í innsláttarvillum þá verður að hafa það, ég sé ekki á skjáinn útaf sólinni...
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)