Tómt plat

enda var kvefið bara að safna liði.

Kær bloggvinkona sem þekkir sporin okkar beggja kemur með athyglisverðan punkt við næstu færslu. Henni finnst biðin orðin of löng og vill fá sinn son aftur. Þessa hugsun skil ég nákvæmlega. Einhver myndi kalla þetta afneitun en það breytir engu. Til að draslast áfram hvern dag þá setur maður tilfinningarnar á bið, ákveður að takast á við þær seinna. Svona veltur áfram hver dagur, hver klukkustund þegar sárast er.

Lífið sjálft þýtur hjá , miskunnarlaust og eins og Himmi hafi aldrei skipt neinn máli. Ég mun aldrei gleyma þegar ég stóð í Ármúlanum daginn eftir að hann dó. Þar var ys og þys og enginn vissi að stór hluti af mér var dáinn.

Af alefli reynir maður að virka, virka sem mamma, amma, kona og nýtur þjóðfélagsþegn og ýtir sífellt sjálfri sér til hliðar. Og það hjálpar.

Svo slær það mann, helst þegar maður er einn. Þegar maður er lasinn. Þegar maður má alls ekki við því. Sársaukinn bítur mann, allur annar sársauki úr fortíðinni verður hjómið eitt.

Sumarið verður okkur báðum erfitt. Það rennur upp sá dagur að ár verður síðan synir okkar létust, hennar sonur aðeins á undan mínum strák. Ég kvíði óskaplega fyrir ágústmánuði. Ég held að ég muni telja niður alla dagana til nítjánda. Þetta verður óendanlega erfitt.

Hugur minn er oft hjá þér mín kæra bloggvinkona, alveg eins og hann er oft hjá Birnu og Fjólu. Þetta er mesti hryllingur hverrar móður og óskiljanlegt nema þeim sem hafa reynt það. Ég á ekki og hef aldrei átt það slæman óvin að ég myndi óska honum þessara spora. Aldrei.

Í sumar ætla ég að fara af stað til að kaupa legstein á leiðið hans Himma. Ég mun reyna að stefna að því að setja hann upp í september, þegar ár verður liðið frá útför hans. Ég er búin að velja hvaða mynd ég ætla að láta setja á hann. Ég valdi myndina sem tekin er á afmæli Hjalta, 21 maí 2007.

Hilmar

Hann er svo fallegur á þessari mynd og líkur sjálfum sér, brosmildur prakkari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ sorg okkar er eins elsku Ragga mín.Sumir dagar eru betri en aðrir.Ég vel að segja betri en ekki mis sárir sem þeir í raun eru.Hér er líka skæltFalleg myndin af strákunum þínum

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 20:53

2 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Þeir eru fallegir strákarnir þínir Ragga mín  Eins og ég hef áður sagt að þá get ég ekki fullkomlega skilið hvað þú gengur í gegnum,ég veit bara að það er miklu, miklu verra en ég get ímyndað mér,þó ímynda ég mér að sorgin sé óbærileg Ég hef einmitt hugsað þetta sem þú talar um að allt heldur áfram,ég td.gat ekki skilið hvernig fólk gat haldið áfram,brosað og gert bara það sem það var vant að gera,á meðan að ég var svo hrikalega sorgmædd,þó var auðvita minn missir ekkert í líkingunni við þinn ,þú átt sem betur fer marga að sem styðja þig elsku Ragga mín, og hjálpa þér að halda lífinu á einhvern hátt áfram

Katrín Ósk Adamsdóttir, 16.4.2008 kl. 20:58

3 Smámynd: Bumba

Ragnheiður. Þú stendur þig eins og hetja. Já og þið báðar, Birna Dís einnig. Ef ég má þá vil ég benda þér á færslu sem ég skrifaði í dag. Með beztu kveðju.

Bumba, 16.4.2008 kl. 21:43

4 Smámynd: Brynja skordal

Falleg mynd af fallegu strákunum þínum Ragga mín knús inn í nóttina

Brynja skordal, 16.4.2008 kl. 21:43

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku Ragga mín, þau eru erfið sporin þetta fyrsta ár, hræðileg eiginlega, alltaf þessa hugsun "fyrir ári"  hvað var þá? svona tifar þetta fram til 19.ágúst þá kemur þessi vondi skellur, árið er liðið og eins og ein sagði í athugasemd, þetta er orðið nóg nú má hann koma heim.  Hugsa til ykkar allra og vonandi heldur þú áfram að blogga svona um þessi mál, það eru margir sem fá mikla hjálp gegnum bloggið þitt.  Hjartans kveðja til þín elskule  Love Gaze

Ásdís Sigurðardóttir, 16.4.2008 kl. 22:18

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

æj elsku elsku.....

Hrönn Sigurðardóttir, 16.4.2008 kl. 22:19

7 Smámynd: lady

elsku Ragga þú og Birna eru  hetjur ,,falleg myndinn af himma ,,ég verð alltaf svo meir þegar ég les bloggið þitt   vona svo innilega að  þú finnur frið í hjarta þínu ,,já  lífið heldur áfram en ,,en að missa barnh sitt er  eitthvað það skelfilegasta sem móðir  lentir í elsku Ragga  set  ykkur á minn bænalista ,,megi þið eiga svo innilega góða helgi  kv Ólöf J'onsdóttir

lady, 16.4.2008 kl. 22:33

8 Smámynd: Hulla Dan

Hulla Dan, 16.4.2008 kl. 23:26

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Falleg færsla og mig verkjar í hjartað vegna þín Ragga mín

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.4.2008 kl. 23:51

10 Smámynd: Hugarfluga

Fallegu drengirnir þínir. 

Hugarfluga, 17.4.2008 kl. 10:33

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Ragga ævilega kemur fallegt frá þér,þetta er svo sárt,
en lífið heldur áfram bæði hjá honum og þér.
þeir eru svo æðislega flottir strákarnir þínir og ekki er Solla með Hilmar sinn síðri en þeir.
                             Þú ert rík þrátt fyrir mikinn missir
                                    Þín Milla. Love And Kisses 





Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.4.2008 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband