Af góðu/vondu fólki *viðbót*

sko....

Það eru til hundvondir stjórnmálamenn, þeir eru til bæði karlkyns og kvenkyns. Mér tekst ekki með nokkru einasta móti að sortera fólk FYRST eftir kyni og svo eftir getu. Ég ætlast til ákveðinna hluta af fólki sem býður sig fram til opinberra verka, mér er hinsvegar alveg sama hvort viðkomandi (þá í sínum frítíma) notar á sér kynfærin til einhverra hluta annarra en að spræna með þeim , já og þá hugsanlega í mínum tíma. Mér bara kemur ekki við hvers kyns pólitíkus er. Ef hann er gagnslaus þá er hann gagnslaus.

Áherslan á að konur kjósi konur vekur mér óhug og þá línu fer ég aldrei. Ég vil hinsvegar vita hvað sá aðili gerði af viti síðast þegar hann var í áhrifastöðu. Hafi viðkomandi ekki verið áður í áhrifastöðu þá vil ég vita hvaða spor viðkomandi vill taka. Ég, ópólitísk konan, les og spekuléra í frambjóðendum fyrir kosningar.

Kellíng er bara ekki endilega betri vegna þess að hún er kellíng !

Andsk sem þessi röðun fer í taugarnar á mér.

---------------------------------------

Hinsvegar finnst mér Reykjavík vera í gíslingu vondra pólítíkusa,þetta verður handónýtasta ferli ever, þar til kosið verður á ný. Tjarnarkvartettinn ekki nógu lengi við völd til að gera neitt af viti og hinir-bæði fyrir og eftir- með svo nauman meirihluta að það er eins og þeir labbi um á eggjaskurn og þora ekki að segja eða gera neitt. Fyrst gat Bingi strokið úr vistabandinu, sem hann gerði. Nú er hættan á að Ólafur strjúki úr sama bandi. Væri kannski ráð að skipta um band og setja keðju í staðinn ?

------------------------------------------

Búin að leysa málið með Fríkirkjuveg 11 og Hallargarðinn !

Einfalt, borgin á ekki að selja Frík.v.11. Það hús á að nota sem gistiskýli og garðurinn svínvirkar með. Ég er að hluta alin upp í þingholtunum og það var aldrei neinn í hallargarðinum, nema Libbi dóni og maður hafði ekki áhuga á að rekast á hann...kallhelv.....

OK ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Virkileg góð færsla hjá þér Ragga mín og setningin þín "kelling er bara ekki endil.........  "  algjörlega sammála þér.  Hafðu það gott í dag mín kæra.  Kisses

Ásdís Sigurðardóttir, 21.4.2008 kl. 14:08

2 identicon

Það má hreinsa 90% út þarna af borgarfulltrúunum.Gömlu borgarfulltrúarnir meiga flestir fara í aðra vinnu og margir nýjir.Sama hvar í flokk þeir eru.Ég er búin að þurfa í gegnum tíðina að hafa samskipti við fólk úr ÖLLUM FLOKKUM og eru allir eins.Passa sinn rass og gagnslitlir fyrir borgina og fólkið sem þar býr.Góðan dag annars

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 14:16

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er sammála þér að mörgu leyti.  Ég myndi aldrei kjósa konu bara vegna þess að hún er kona, en ég vil sjá fleiri konur í valdastöðum og feliri konur í pólitík, ekki spurning.  Pólitíkin er of karlæg og "mjúku" málin eru ekki nógu ofarlega.  Pólitík á auðvitað að spegla vilja sem flestra, líka okkar kvenna.

Arg hvað ég er ekki í skapi til að tjá mig um borgarmeirihlutann.

En knúskveðjur á þig mín kæra Ragga

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.4.2008 kl. 14:49

4 Smámynd: Linda litla

Snilldarhugmynd hjá þér, gistiskýli !! Húsinu gæti ekki verið ráðstafað betur.

p.s. Ég myndi ekki kjósa konu af því að hún væri kona. Það er alveg ljóst.

Eigðu góðan dag.

Linda litla, 21.4.2008 kl. 15:20

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Leibbi var sárasaklaus þroskahefur maður en við vorum öll að drepast úr hræðslu við þetta grey sem engum gerði mein.

Flott hugmynd, en ég er búin að ákveða að þarna verði barnamenningarhús.

Ef þér er sama

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.4.2008 kl. 15:57

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Maður var nú líka hræddur á Leibba hann átti að vera hættulegur
okkur börnunum.
Ég er sammála því að konu mundi ég eigi kjósa bara að því að hún er kona, en það vantar konur, og þurfa þær að koma betur inn í öll stjórnunarstörf.
Og ég geri þær kröfur að fólk vinni fyrir laununum sínum, annars á það að fá að heyra það.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.4.2008 kl. 16:04

7 Smámynd: Ragnheiður

Hann hefur greinilega ekki flassað á ykkur tvær...

Ragnheiður , 21.4.2008 kl. 16:20

8 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Hætta á að Ólafur fari? Er ekki frekar von til þess að hann fari, þetta skoffín.

Helga Magnúsdóttir, 21.4.2008 kl. 16:44

9 Smámynd: Huld S. Ringsted

Góð tillaga með nýtinguna á þessu húsi. Ekki dettur mér til hugar að kjósa konu bara af því að hún er kona, mér finnst að þetta lið þurfi allt að sanna sig áður en ég kýs það.

Huld S. Ringsted, 21.4.2008 kl. 17:51

10 identicon

Yessss nú erum við að tala saman Gistiskýli!

Ragnheiði í borgarstjórn!

kveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband