Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Páskajátning og smá uppdeit á eldri færslu

Nú ætla ég að gera yfirbót og játningu. Fyrst ætla ég að leiðrétta smá vitleysu sem er í færslunni hér á undan, ég hlusta á Rás 1 ekki Rás 2. Ég hlustaði í morgun á kvennamessu í kirkju sem er í Fossaleyni í grafarvogi, hef ekki heyrt um kirkju þar fyrr en á eftir að skoða málið betur.

Jæja.....

 

eruð þið spennt ?

Játningin er aaaaalvvveeeeeeg að koma.......!

Sko, þetta hérna finnst mér alveg hroðalega vont -svo vont að ég þoli ekki lyktina af þessu heldur. Ég er ekki ein um þessa sérvisku, Björn og Hjalti eru jafnlítið hrifnir af þessu.

prod_405

Marga daga fyrir páska þá hraða ég mér framhjá búðarhillum sem þessi óbjóður er staðsettur og reyni að anda ekki á meðan.

Nú á ég alveg til að borða súkkulaði en má ekki borða mjög dökkt súkkulaði, þá fæ ég hausverk. Eitthvað er það við lögunina á páskaeggjasúkkulaðinu sem veldur þessum viðbjóði hjá mér.

En hey, meira handa ykkur bara....verði ykkur að því..

Konan sem ég vitnaði til þegar ég var að fjalla um líknarmorð er látin, hérna er fréttin . Ég man ekki hvort það var í þessari frétt eða annarri sem ég las áðan, að dánarorsök sé ekki kunn....ja hérna.


nú!

Þá verð ég klárlega að finna mér eitthvað annað að gera á föstudaginn langa, mér er allavega að takast að byrja daginn á að ergja kallana mína. Ég þarf alltaf að hlusta á rás 2 og nú er einhverskonar messa.
mbl.is Varað við krossfestingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá tilkynning hehe

Sko við Björn vorum að ræða afmælið hans. Hann ætlar ekki að halda upp á það á réttum degi, nennir því ómögulega segir hann. Það er vinnuhelgi hjá honum. Hann er að hugsa um laugardaginn þar á eftir og vill bjóða sem flestum úr familíunni. Þar á hann við sitt fólk í Grindavík og þau systkini sem vilja koma og gleðjast með honum á þessum tímamótum, Sigga frænka og strákarnir og auðvitað hann afi á Skóló.

Takið daginn allaveganna frá í bili.

Við þurfum að væla í Siggu frænku að gera brauðréttinn sinn góða. Ég hef reynt að gera hann en hann er aldrei eins góður og hjá henni.

Kveðja í allar áttir 


19 mars 2008

Eftir 11 daga verður yngsta barnið mitt tvítugt, það var nú samt ekki það sem ég var að hugsa um þennan morguninn. Heldur var ég að lesa fréttasíðurnar og innan um alvarlegar fréttir af efnahagsmálum, stríðsátökum og öðru leynast fréttir eins og þessi, hjónaband Madonnu í molum.

Ég byrjaði á að fussa yfir þessu og hugsaði sem svo, hvurn röndóttan kemur mér þetta við !! Það fer mér bölvanlega að vera pirruð, getið spurt hvaða fjölskyldumeðlim sem er. Þannig að ég fór að hugsa, ég get nú ekki ætlast til að fréttirnar spanni bara mitt eigið áhugasvið..en það rétta í þessu er auðvitað að það hefur fullt af fólki áhuga á þessum stjörnum. Það eru meira að segja til sérstakar sjónarpsrásir sem fjalla um fræga fólkið...man í fljótheitum eftir E! og Star...(veit ekki hvað er boðið upp á í gegnum stöð2) . Svo er þáttur sem fjallar um fræga fólkið sem brýtur af sér , Dominic Dunne court tv.  Það veltir þáttastjórnandinn sér upp úr afbrotum, frá hinum smæstu til morða sem eiga það sameiginlegt að hafa verið framin af celebs...sumt af þessu liði hef ég ekki grun um hver eru. Ég er hinsvegar algjör sukker fyrir sakamálaþáttum af öllu tagi og langt hrifnust af því að hafa þá byggða á sönnum atburðum. Ég hef takmarkaðan áhuga á að láta bandaríska handritshöfunda matreiða ofan í mig eitthvað drasl. Ef ég vil æfintýri þá les ég bók. Ég elti upp allskonar dót til að horfa á en það á flest það sameiginlegt að vera einhverskonar fræðsluefni eða byggt á sönnum atburðum að sem mestu leyti.

Steinar horfir með mikilli gleði á Steven Seagal og Terminator og allskonar svoleiðis...Bionic woman um daginn...kelling sem er að hálfu leyti smíðuð úr einhverju rafeindadrasli. Ég held að hann hafi verið að svipast um eftir OFF takkanum á kellingunni ...en á meðan hann horfir á svona *rusl* þá púsla ég eða les með kjánahroll niður á ökkla. En það jafnar sig fljótt. Hann er álíka lítið hrifinn af mínu sjónvarpsefni þannig að þar er þó jafnræði á milli okkar.

Þegar maður er að reyna að finna sjálfan sig innan í haug af sárum tilfinningum þá kemur ýmislegt í ljós. Áðan fannst mér ég vera með hroka, það líkaði mér ekki. Mér fannst ég geta litið niður á þá sem lesa fréttir af fræga fólkinu. Ég hef ekki áhuga á að líta niður á neinn og ákvað að skrifa mig úr klemmunni. Ég þarf að muna að ég er ekki merkilegri en aðrir og ég verð líka að muna að ég er bara ég, mamma hans Himma.

Skammist ég mín


Jæja

nú líður óðum að páskum, á svona dögum öfunda ég svolítið fólk sem vinnur "venjulega" vinnu. Ég er að vinna alla páskana og eftir símtal við yfirvaldið áðan þá breyttist vinnuvikan aðeins. Ég á að mæta á morgun í staðinn fyrir að mæta á fimmtudaginn, verð í fríi föstudaginn á móti. Get þess vegna barið mig með hrísi allan föstudaginn langa eða neglt mig á næsta kross. Það væri þá líklega snúrustaur hjá einhverjum saklausum nágrannanum....

Bætti við 2 nýjum bloggvinum og á nú orðið óteljandi og finnst það fínt. Ég les hjá öllum en kommenta ekki alltaf.

Bloggbremsan rann af systu og hún bloggar eins og vindurinn, um allt mögulegt og þar á meðal uppáhaldsfrændann minn sem keyrir um á Tóka. Við erum báðar gjarnar á að persónugera bílana okkar og gæludýrin, sumum finnst það kannski undarlegt en fyrir okkur er það eðlilegasti hlutur í heimi.

Veit ekkert hvað ég má vera að bloggi um páskana, sýnist vinnan ætla að vera nokkuð stíf en ætla til öryggis að óska ykkur gleðilegra páska.


Líknardráp

Hvað finnst lesendum um slíkt ? Tilefni þessa er fréttin á Stöð2 áðan. Um er að ræða konu sem er að bana komin vegna krabbameins sem hefur farið ansi illa með hana og engin von um bata. Ég sveiflast voðalega á milli þegar ég hugsa um líknardráp, oftast finnst mér það glatað enda á þess kannski ekki að þurfa þegar við höfum fólk eins og englana á líknardeildinni í Kópavogi en svo sér maður konu eins og þessa. Sundurétin af krabba helvítinu en lifir samt einhvernvegin áfram.

Hér kemur viðhengd frétt.

Fær ekki að deyja

mynd
Chantal Sebire vill fá að deyja með aðstoð lækna. Hún sé sárþjáð vegna krabbameins í nefholi. Æxlið hefur afmyndað andlit hennar eins og sjá má á þessari mynd. MYND/M6TV - ENEX

Guðjón Helgason skrifar:

Dómari í Dijon í Frakklandi hafnaði í gær kröfu frönsku kennslukonunnar Chantal Sebire um að fá að deyja með aðstoð lækna.

Sebire, sem er 52 ára og 3 barna móðir, þjáist af ólæknandi krabbameini í nefholi og hefur æxli afmyndað andlit hennar. Serbier finnur fyrir stöðugum sársauka vegna þessa. Hún sér illa og hefur misst bragð- og lyktarskyn. Hún segir börn hlaupa skelkuð frá sér sjái þau hana á götu.

Þrátt fyrir frjálslynda löggjöf Frakka um líknardráp taldi undirréttur að hún ætti ekki við í þessu máli. Frakkar hafa mikla samúð með Sebire en mál hennar hefur vakið deilur.

Sebire ætlar ekki að áfrýja dómnum og ætlar jafnvel að fara til Sviss þar sem löggjöf um líknardráp er enn frjáslyndari en í Frakklandi


17 mars 2008

Hafið þið tekið eftir því að þegar manni hlakkar mikið til einhvers og það er svo liðið, þá er eins og allur vindur sé úr manni?

Ég leit á jarðskjálftasíðuna í gærkvöldi og við systur vorum að furða okkur á algeru hléi sem staðið hafði allt gærkvöld. Alveg kyrrt við Upptyppinga. Í morgun var annað uppi á tenginunum, það eru nokkrir skjálftar sem eru þarna í mynni Eyjafjarðar, það var einn stór í gær. Þessir eru aðeins sterkari en Upptyppingaskjálftarnir og mun grynnri. Ég veit ekki með ykkur en ég er handviss um að einhversstaðar kemur þetta upp fyrir rest. Þið getið fylgst með þessu hérna www.vedur.is svo velja jarðskjálftar þarna í flipunum uppi. Þá opnast kort sem sýnir skjálftana en efst í því korti er hægt að velja töflu og þá kemur upp annað sjónarhorn, þar sést nákvæm staðsetning og hversu djúpt er niður á skjálftann. Þið norðanskvísur, verðið þið eitthvað varar við þetta þarna?

Heiða er með ádeilu og tilvísun í frétt, endilega lítið við hjá henni. (www.skessa.blog.is) það er alls ekki eðlilegt að enda með öll andlitsbein brotin eftir handtöku.

Ætlaði að segja ykkur meira en ég man ekki neitt í augnablikinu....Já jú, mér líst ekkert á þennan óróa á fjármálamarkaði. Þetta er hreint ekki gott ástand og þarna er komið fram það sem ég spáði í vetur (nei ég er ekki spákona) Sumir horfðu á mig með vorkunnarsvip og héldu að ég væri bara svona svartsýn...en hinsvegar er einn fjármálakall farinn að spyrja mig ráða öðruhvoru..

Auðvitað er allur ávinningur af nýjum kjarasamningum farinn til helvítis....

Já aldrei þessu vant hafði ég gaman að spaugstofunni um daginn, atriðið með löggunum sem urðu að spara fannst mér fyndið. Þegar lögguræfillinn dró upp hálfa kylfu, það var búið að stytta hana svona mikið til að spara....

 


Í dag

er ég ergileg. Það á sér ýmsar skýringar. Til dæmis þoli ég ekki yfirgang kínverja í Tíbet. Svo eiga kínverjaskammirnar að halda ólympíuleikana -iss.. en í fréttum í gær var sagt frá því að nokkrir af þekktustu íþróttamönnum heims eru að hugsa um að sniðganga ÓL vegna þessarar framgöngu kínverja.  Ég man þegar hinir voðalegu Falun Gong komu hingað um árið. Þá skammaðist ég mín fyrir íslensk stjórnvöld..ekki í það eina sinn samt.

Mér tókst að krafla saman mesta hundasnoðinu áðan, skammaðist mín svo þegar ég las færsluna hennar Jónu um tandurhreint hús. Að vísu er ég núna með nýjan lit á gólfinu enda fer tíkin úr stórum flekkjum.

Ég ætla að fara í kvöld, út með krökkunum mínum fjórum og reyna að sjá annað en gatið stóra í hópinn minn. Það þarfnast örugglega töluverðrar einbeitingar en ég verð að vera svolítið sterk svo þau finni kannski sjálf minna fyrir þessu.

Steinar sýndi mér banatilræði í morgun. Þegar ég er lasin þá kemur astminn upp. Hann er snyrtipinni og rakaði sig í morgun. Setti á sig rakspíra sem hugulsöm frænka gaf honum um árið.  Þessi spíri er ansi sterkur en það er ekki vond lykt af honum. Frú Ragnheiður staulaðist framúr fyrir átta með eintómum andköfum og hóstaköstum. Það tók mig áreiðanlega kortér að skamma kallinn vegna þess hversu mikið ég hóstaði. Undir venjulegum kringumstæðum hefðu þessar skammir rúmast á 2 mínútum. Ég er líka óvön að skamma hann, það þarf yfirleitt ekkert að gera það. Hann er bestur og flottastur og langbestasti vinur minn. Hann flúði í morgun til að myrða ekki frúna og síðan hefur hann ekki sést. Hann er áreiðanlega að viðra sig.

Ég er með hellu og heyri tóma dellu. Mér fannst endilega fréttaþulur í morgun tala um slagsmál í Kópavogi. Lagði við hlustir og einbeitti mér, nei þá var það í Kosovo. Hitt gat ekki verið, það er gott að búa í Kópavogi.

Hjördís er komin í bæinn og rauk beint í að skoða litla frændann sinn sem hún hefur bara séð á mynd fram að þessu.

20080317121838_6

Þau virðast bæði vera jafn hissa en Vignir stóri bróðir er afar hrifinn af litla bróður.


Keli skræfa-mynd

Ég hef örugglega sagt frá því að Keli er skræfa og hann er með áhyggjur af umgengni hinna hundanna en þessi uppstilling var alveg met. Hin tvö á gólfinu en hann svona....

100_1093

Hæfilega langt uppi og í öruggu skjóli.

100_1094

Hér eru afbrotaaularnir, Libba og Lappi. Sakleysið uppmálið meðan Keli bryður róandi yfir þessu veseni á þeim.

 

 


Búin að missa öll

hamingjustigin sem Líf hundstík gaf mér um daginn í labbinu. Steinar fór með þau öll 3 í gær og ég þorði ekki með til að espa ekki upp flensuna. Í dag hef ég húkt heima en Steinar fór í vinnuna fyrir mig. Gott að eiga fjölhæfan kall..

Hundarassar hafa skroppið út fyrir stafinn til að pissa en annars verið ofurseldir því að hlusta með mér á Rás 1. Nú var að hefjast þáttur -tónlistargetraunarþáttur- og þar var spilað á eitthvað hljóðfæri sem gefur frá sér hvellt og langt hljóð. Það passaði. Þegar ég leit upp þá sást ekki nokkur hundur. Nú var nóg komið sögðu þau og fóru eins langt frá útvarpinu og þau komust.

Á morgun ætla ég að gera nokkuð sérlega skemmtilegt. Segi frá því þegar það er framkvæmt hehe.

Annars erum við systur að verða búnar að næla okkur í kaffiboð um allt land. Takk elskurnar Heart Við verðum nefnilega að reyna að vera svolítið hreyfanlegar eða aðallega ég. Það versta sem ég geri sjálfri mér er að húka bara heima og gera ekki neitt. Ég saknaði þess í gær að geta ekki labbað með hvuttana og er að spá í að fara í dag. Það hlýtur að vera í lagi ef ég set upp 7 silkihúfurnar ? Ég er skárri í dag en í gær en þessi hausverkur vill bara vera hjá mér. Nenni ekki að taka verkjatöflur og ætla að reyna að bíða hann af mér. Hann fer jú einhverntímann.

Annars þyrfti ég að ná í ryksuguna, hér eru ljósir lokkar um allt. Libba búin að vera í 2 daga en er greinilega að fella hár greyið. Tilbreyting í að vera með ljósa lokka hérna í staðinn fyrir þessa svörtu sem alltaf eru hér.

Mín kæra systir skrapp í bloggpásu,ég vona náttlega að hún komi aftur en ég er ekkert á flæðiskeri stödd samt. Við erum fastar saman á msn bara hehehe. Verra með ykkur greyin, að missa af henni.

Best að skreppa að kíkja á bloggvinina mína. Gá hvað þeir eru að gera í dag.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband