Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
Gömul mistök endurtekin
24.3.2008 | 00:17
Þegar Björn var lítill þá var hann áberandi rólegur og góður snáði. Hann er enn rólegur og góður en alls ekki lítill. Móðir hans endurtók í kvöld gömul mistök.
Þegar hann var lítill þá gleymdi ég honum í innkaupakerru í búð. Það var ekki fyrr en Solla hnippti í mig í bílnum og sagði : Mamma, en Bjössi ? að fyrirmyndarforeldrið áttaði sig og rauk inn og sótti snáðann sem sat hinn þægasti í kerrunni.
Í kvöld hringdi Björn í mig í vinnuna og bað mig um að sækja sig þegar ég væri á heimleið. Við Steinar vorum næstum komin heim þegar ég áttaði mig á raunveruleikanum........
Ooops I did it again
og við snerum við í ofboði og sóttum Bjössa. Á bakaleið meðgekk maðurinn minn að hann hefði verið að spá í að setja mig úr bílnum við Hrafnistu í Hafnarfirði (við snerum við hjá þeim afleggjara) en Björn taldi öll tormerki á að skilja móðurvesalinginn eftir þar og benti á notagildi téðrar móður í deild eldamennsku og hreingerninga.
Ó boj, ég er fegin að ég á þó inni það mörg prik hjá syninum að ég slapp við elliheimilið að þessu sinni.
Góða nótt
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Mér finnst það alltaf undarlegt
23.3.2008 | 11:26
þegar allt fer á hliðina í fylleríi og rugli um páskana. Fangageymslur eru fullar. Það eru amk 3 líkamsárásir, í Keilufelli, á Miklubraut og Leifsgötu. Það er svo mikill tætingur á fólki.
Eins og td myndbandið sem ég setti inn í gær. Maður byrjar á að hlæja að þessu en þetta er samt í raun ekki fyndið. Þetta er svo mikil mannleg niðurlæging. Það dettur td engum í hug að athuga með manninn, hvorki ökumönnum né þeim sem tekur þetta upp.
Á svona helgum getur maður alveg efast og spáð í á hvaða leið mannkynið er og hvað við erum að setja í forgang.
Páskaboðskap frú Ragnheiðar er lokið og nú fer ég að laga mér kaffi. Látið ekki páskaeggin standa í ykkur, ég fæ mér kókosbollu í tilefni dagsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
í tilefni dagsins- vinsamlega farið varlega
22.3.2008 | 23:23
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Langar að sýna ykkur nokkuð
22.3.2008 | 13:42
Hérna er afar góð hugvekja. Þetta er eftir Hrein S. Hákonarson fangaprest. Hann þekkir flestum betur aðstæður fanga og fíkla. Tíminn sem fer í að lesa þetta, honum er vel varið.
Ég myndi afrita þetta beint hingað ef ég væri viss um að ég mætti það en ég hlýt að mega tengja í.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Bloggvinirnir
22.3.2008 | 12:29
mínir eru einstakt fólk. Ekki veit ég nú hversu margir þeir eru orðnir en ég les þá alla, upp á punkt og prik. Fyrir nokkru síðan (örugglega í einhverju vondu ástandi) ákvað ég að skera þá niður við trog eins og sauðkindur. Þegar af mér bráði þá reyndi ég að kroppa þá alla inn aftur og held að ég sé búin að því nema ég er hrædd um að einhverjir hafi gleymst. Þið verðið þá að smella ykkur til baka.
Einn af mínum uppáhalds er kominn til baka og mér til gleði tók hann bloggvinaboði til baka. Hann hafði ég ekki smellt á vegna þess að ég hélt að hann væri steinhættur að blogga.
Vertu velkominn til baka Guðmundur minn, ég er glöð að sjá þig. (www.gjonsson.blog.is)
Allir aðrir nýir bloggvinir, velkomin í bloggvinatengsl. Ég hlakka til að lesa hjá ykkur.
Næsta mál á dagskrá, punktur fyrir sjálfa mig, duglegri að kvitta eftir lesturinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Föstudagurinn langi
21.3.2008 | 22:39
er að verða búinn.
Í dag hef ég hugsað um hversu einstakt fólk er hér á blogginu, eins og Ásdís til dæmis...mikil hjálparhella og mannvinur. Færslan hennar í morgun sannar það enn og aftur
Mér varð óvart litið á teljarann minn áðan og ég fékk slag, næstum 700.000 flettingar....
Nú megið þið kvitta eða kveikja ljós á kertasíðunni hans Himma.
Gleðilega Páska.
Anna mín, til hamingju með afmælið og Kidda mín með hamingu með brúðkaupsafmælið
Kertasíðan hans Himma er hérna efst í hlekkjunum hjá mér - hægra megin.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Skrambans
21.3.2008 | 16:04
ó, það má kannski ekki segja svona ljótt ....
Þessi dagur er eitthvað öfugur ofan í mig.
Hann er auðvitað sorgardagur en hann fer nú ekki venjulega alveg með mig í kerfi. Það gerði hann þó að sumu leyti í dag. Ég á nú að eiga hérna einhverja sálmadiska og þarf að leita betur.
Þið þarna ættingjar, diskar með sálmum eða púslur í jólagjöf.
Ég labbaði með hundana og er núna að bíða eftir að ég klári að svitna svo ég geti skellt mér í sturtu.
Mig dreymdi alveg hörmulegan draum í nótt. Við vorum aftur komin í jarðarför en núna vorum við að jarða litla Hilmar ofan í leiðini hans Himma míns. Djö var þetta glataður draumur og ég hrökk upp með andfælum og hjartslætti. Teygði aðra hendina í kall og hina í hund og sofnaði aftur.
Æj..ég veit svosem ekki hvað ég er að rausa um....
Ég er bara eitthvað svo Himmalaus
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Söngfuglarnir mínir
21.3.2008 | 12:54
Ég var einusinni búin að finna síðu þar sem ég gat hlustað á sálma sungna. Nú veit ég ekkert hvar ég fann þetta enda hefur þetta verið í þokunni miklu þegar ég sat uppi með að eiga að jarða strákangann minn.
Veit einhver hvar ég get hlustað á sálma .....eins og til dæmis , ég sé þig koma Kristur ´eftir Davíð Stefánsson ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Telpan (bæti við annarri telpu)
20.3.2008 | 20:32
Hún tekur skólatöskuna sína og leggur af stað í skólann. Hún er glöð í bragði. Samt finnst henni hún ekki alveg skilja fullorðna fólkið en hún er bara sjö ára. Hún veit að hún getur engan spurt, börn eiga ekki að vera að spyrja að öllu mögulegu eins og kjánar. Mamma segir að hún sé forvitin og hún muni vita það þegar hún er orðin stór. Það er svo langt þar til hún verður fullorðin.
Hún er róleg í skólanum framan af degi . Þegar líður nær lokum skóladagsins þá ókyrrist hún. Skyldi kennarinn leyfa henni að fara heim eða ætlar hann að gera þetta skrýtna sem hún skilur ekki ? Hún reynir að láta lítið fara fyrir sér í síðasta tímanum. Hún reynir að læðast hljóðlega út en allt kemur fyrir ekki.
Hann kallar hana til sín og biður hana um að doka við aðeins. Hún verður rjóð í framan og kvíðin. Hann gerir henni ekki beint neitt en samt er það svo undarlegt. Hann er að sýna henni myndabók en hann verður svo skrýtinn, hún þarf að sitja í kjöltu hans. Henni finnst hann þá haga sér furðulega, það er eins og hann hafi hlaupið langt og hann er allur á iði. Þegar hún lætur svoleiðis þá skammar mamma hana og spyr hvort hún sé með njálg. Hún þorir ekki að skamma kennarann.
Stundum eru aðrar telpur eftir hjá honum.
Einn daginn næsta vetur er kennarinn horfinn. Þegar hún spyr hina kennarana þá verða þeir skringilegir á svipinn og vilja ekkert segja. Klappa á kollinn á henni og segja henni að hugsa ekki um það meira.
Þetta fullorðna fólk er undarlegt, það er hún orðin alveg viss um
Þetta myndband inniheldur myndir af fallegri telpu. Telpu sem lést eftir misþyrmingar stjúpföður síns, hugsanlega móður sinnar líka. Þau eru bæði í fangelsi. Það eru engar óhugnanlegar myndir á myndbandinu, en það er afar áhrifaríkt.
Bloggar | Breytt 21.3.2008 kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Hvað manni finnst um svona?
20.3.2008 | 17:06
Ég fann þessa frétt á Vísi áðan við yfirlestur þar. Hún slóg mig alveg út af laginu, mér gengur afar illa að botna í slíku tilhæfulausu, grimmu ofbeldi. Sumir segja tölvuleikir, aðrir segja amerískar bíómyndir. Það held ég að geti ekki skýrt þetta. Bangsi minn hefur amk aldrei sýnt neinar tilhneigingar í þessa átt.
Sextán ára danskur drengur dauðvona eftir hrottalega árás
Sextán ára blaðburðardrengur í Danmörku liggur banaleguna eftir að þrír unglingar réðust á hann á Amager í gærdag með hafnaboltakylfu og börðu hann.
Eftir því sem danska blaðið BT segir hefur drengurinn verið úrskurðaður heiladauður og verður hann tekinn úr öndunarvél síðar í dag þegar ættingjar hans hafa fengið tækifæri til að kveðja hann.
Hinir meintu árásarmenn voru leiddir fyrir dómara í dag og úrskurðaðir í 27 daga gæsluvarðhald. Þeir eru ákærðir fyrir tilraun til manndráps en það gæti breyst og drengirnir verið ákærðir fyrir morð ef blaðburðardrengurinn deyr. Tveir piltanna sem ákærðir eru verða vistaðir á unglingaheimil sökum ungs aldurs.
Samkvæmt vitnum að árásinni komu tveir menn út úr bíl og spurðu fórnarlambið á hvað það væri að glápa áður en þeir létu til skarar skríða. Piltarnir þrír hafa áður komið við sögu lögreglunnar og hafði lögreglan beðið félagsmálayfirvöld að hafa afskipti af tveimur hinum yngri áður en til árásarinnar kom.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)