Jæja

nú líður óðum að páskum, á svona dögum öfunda ég svolítið fólk sem vinnur "venjulega" vinnu. Ég er að vinna alla páskana og eftir símtal við yfirvaldið áðan þá breyttist vinnuvikan aðeins. Ég á að mæta á morgun í staðinn fyrir að mæta á fimmtudaginn, verð í fríi föstudaginn á móti. Get þess vegna barið mig með hrísi allan föstudaginn langa eða neglt mig á næsta kross. Það væri þá líklega snúrustaur hjá einhverjum saklausum nágrannanum....

Bætti við 2 nýjum bloggvinum og á nú orðið óteljandi og finnst það fínt. Ég les hjá öllum en kommenta ekki alltaf.

Bloggbremsan rann af systu og hún bloggar eins og vindurinn, um allt mögulegt og þar á meðal uppáhaldsfrændann minn sem keyrir um á Tóka. Við erum báðar gjarnar á að persónugera bílana okkar og gæludýrin, sumum finnst það kannski undarlegt en fyrir okkur er það eðlilegasti hlutur í heimi.

Veit ekkert hvað ég má vera að bloggi um páskana, sýnist vinnan ætla að vera nokkuð stíf en ætla til öryggis að óska ykkur gleðilegra páska.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahaha, nokkuð góð þarna með hrísbarninginn.  OMG

Lestu alla bloggvini þína?  Jesús minn, ég samþykki alla og myndi ekki gera neitt annað ef ég ætti að lesa allan hópinn.  Ég er ekki góður bloggvinur en reyni að fylgjast með hjá sem flestum.

Njóttu frísins.

Sorrí en ég vona að það verði brjálað að gera.  Ég á sko hagsmuna að gæta.

Knús

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.3.2008 kl. 22:35

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Það ku vera hollt að banka sig með hrísvendi...sérstaklega í sauna, veit ekki með krossfestinguna góða og gleðilega páska.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 18.3.2008 kl. 22:35

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég les líka alla bloggvini mína, & ~suma~ bloggvini bloggvina meira eða minna reglulega.   Þú ert í mínum 'frumlestri' þó að ég sóði ekki alltaf eftir mig lessporin með ritum.

Steingrímur Helgason, 18.3.2008 kl. 23:07

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þú sæt að vera í fríi á afmælisdaginn minn.    

Anna Einarsdóttir, 18.3.2008 kl. 23:23

5 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Halló elsku Ragga mín  Ég óska þér góðra hátíðisdaga í vinnunni  Easter Basket 

Katrín Ósk Adamsdóttir, 18.3.2008 kl. 23:57

6 Smámynd: M

Gleðilega páska

M, 19.3.2008 kl. 00:04

7 identicon

Gleðilega páska!

kveðja

Ofurskutlan

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 00:08

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég verð líka að vinna alla helgidagana, nema kannski ekki á föstudaginn langa.  Kemur í ljós fljótlega

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.3.2008 kl. 01:27

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gleðililega páska yndið mitt  Chick Egg 2 Painted Head  

Ásdís Sigurðardóttir, 19.3.2008 kl. 11:53

10 Smámynd: Sigrún Óskars

Það eru ekki snúrustaurar hjá mér, verður að fara eitthvað lengra til að finna þá. En hafðu það gott yfir páskana Ragnheiður.

Sigrún Óskars, 19.3.2008 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband