19 mars 2008

Eftir 11 daga verður yngsta barnið mitt tvítugt, það var nú samt ekki það sem ég var að hugsa um þennan morguninn. Heldur var ég að lesa fréttasíðurnar og innan um alvarlegar fréttir af efnahagsmálum, stríðsátökum og öðru leynast fréttir eins og þessi, hjónaband Madonnu í molum.

Ég byrjaði á að fussa yfir þessu og hugsaði sem svo, hvurn röndóttan kemur mér þetta við !! Það fer mér bölvanlega að vera pirruð, getið spurt hvaða fjölskyldumeðlim sem er. Þannig að ég fór að hugsa, ég get nú ekki ætlast til að fréttirnar spanni bara mitt eigið áhugasvið..en það rétta í þessu er auðvitað að það hefur fullt af fólki áhuga á þessum stjörnum. Það eru meira að segja til sérstakar sjónarpsrásir sem fjalla um fræga fólkið...man í fljótheitum eftir E! og Star...(veit ekki hvað er boðið upp á í gegnum stöð2) . Svo er þáttur sem fjallar um fræga fólkið sem brýtur af sér , Dominic Dunne court tv.  Það veltir þáttastjórnandinn sér upp úr afbrotum, frá hinum smæstu til morða sem eiga það sameiginlegt að hafa verið framin af celebs...sumt af þessu liði hef ég ekki grun um hver eru. Ég er hinsvegar algjör sukker fyrir sakamálaþáttum af öllu tagi og langt hrifnust af því að hafa þá byggða á sönnum atburðum. Ég hef takmarkaðan áhuga á að láta bandaríska handritshöfunda matreiða ofan í mig eitthvað drasl. Ef ég vil æfintýri þá les ég bók. Ég elti upp allskonar dót til að horfa á en það á flest það sameiginlegt að vera einhverskonar fræðsluefni eða byggt á sönnum atburðum að sem mestu leyti.

Steinar horfir með mikilli gleði á Steven Seagal og Terminator og allskonar svoleiðis...Bionic woman um daginn...kelling sem er að hálfu leyti smíðuð úr einhverju rafeindadrasli. Ég held að hann hafi verið að svipast um eftir OFF takkanum á kellingunni ...en á meðan hann horfir á svona *rusl* þá púsla ég eða les með kjánahroll niður á ökkla. En það jafnar sig fljótt. Hann er álíka lítið hrifinn af mínu sjónvarpsefni þannig að þar er þó jafnræði á milli okkar.

Þegar maður er að reyna að finna sjálfan sig innan í haug af sárum tilfinningum þá kemur ýmislegt í ljós. Áðan fannst mér ég vera með hroka, það líkaði mér ekki. Mér fannst ég geta litið niður á þá sem lesa fréttir af fræga fólkinu. Ég hef ekki áhuga á að líta niður á neinn og ákvað að skrifa mig úr klemmunni. Ég þarf að muna að ég er ekki merkilegri en aðrir og ég verð líka að muna að ég er bara ég, mamma hans Himma.

Skammist ég mín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já skammastín kjéddling og ég sjálf í leiðinni.  Á þetta heldur betur til og kæri mig ekkert um að vera þannig.  Svo er ég svo smart að ég er ekki hótinu betri.  Les nefnilega oft fréttir af fræga fólkinu til að pirra mig.

Fæ ég aflát?

Knús krúsa mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.3.2008 kl. 12:24

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

 Ég forðast það að lesa um fræga fólkið.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.3.2008 kl. 12:34

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það þurfa nú margir að skammast sín meira en þú - ljúfust

Hrönn Sigurðardóttir, 19.3.2008 kl. 13:16

4 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Ææ mér finst nú ekkert leiðilegt að lesa um frægafólkiðen svona er ég bara og get nú samt verið með hroka þegar mér fins einhver gera einkvað sem sem mér finnst glatað.

Eyrún Gísladóttir, 19.3.2008 kl. 14:01

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

ég er líka í hroka liðinu....finnst samt eitthvað svo glatað að velta sér upp úr lífi fræga fólksins....enda lifi ég skemmtilegu lífi sjálf, þarf ekkert á hinu að halda, svo leiðist mér líka slúður.....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 19.3.2008 kl. 14:35

6 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 19:23

7 Smámynd: Steinunn Ósk Steinarsdóttir

það er nú enn meira nörd á þessum bæ. Eftir að Bionic woman þættirnir byrjuðu fór Bjössi að downlóda einhverjum gömlum bíómyndum frá the eighties um bionic woman og hefur þegar horft á tvær af þremur.

En með Madonnu? Var hún ekki bara um daginn að segjast vera í svo hamingjusömu hjónabandi? Eða var það kannski lygi? Maður fylgist greinilega ekki nógu vel með.

Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 19.3.2008 kl. 20:20

8 Smámynd: Tiger

  Sjálfsskoðun er alltaf af hinu góða. Rétt eins og þú segir þá hef ég líka oft komið sjálfum mér á óvart með því að skoða sjálfan mig. Hef stundum fundið hroka, stundum hálfgert dramb og stundum snobberí. Ætíð þegar ég finn eitthvað hjá sjálfum mér geri ég eins og þú - tek á því og losa mig við það! Það er einmitt það sem gerir okkur að betri manneskjum, að við getum séð þetta og tekið á því. Þú ert alger gullmoli Ragnheiður mín, skalt aldrei efast um það!

Tiger, 20.3.2008 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband