Líknardráp

Hvað finnst lesendum um slíkt ? Tilefni þessa er fréttin á Stöð2 áðan. Um er að ræða konu sem er að bana komin vegna krabbameins sem hefur farið ansi illa með hana og engin von um bata. Ég sveiflast voðalega á milli þegar ég hugsa um líknardráp, oftast finnst mér það glatað enda á þess kannski ekki að þurfa þegar við höfum fólk eins og englana á líknardeildinni í Kópavogi en svo sér maður konu eins og þessa. Sundurétin af krabba helvítinu en lifir samt einhvernvegin áfram.

Hér kemur viðhengd frétt.

Fær ekki að deyja

mynd
Chantal Sebire vill fá að deyja með aðstoð lækna. Hún sé sárþjáð vegna krabbameins í nefholi. Æxlið hefur afmyndað andlit hennar eins og sjá má á þessari mynd. MYND/M6TV - ENEX

Guðjón Helgason skrifar:

Dómari í Dijon í Frakklandi hafnaði í gær kröfu frönsku kennslukonunnar Chantal Sebire um að fá að deyja með aðstoð lækna.

Sebire, sem er 52 ára og 3 barna móðir, þjáist af ólæknandi krabbameini í nefholi og hefur æxli afmyndað andlit hennar. Serbier finnur fyrir stöðugum sársauka vegna þessa. Hún sér illa og hefur misst bragð- og lyktarskyn. Hún segir börn hlaupa skelkuð frá sér sjái þau hana á götu.

Þrátt fyrir frjálslynda löggjöf Frakka um líknardráp taldi undirréttur að hún ætti ekki við í þessu máli. Frakkar hafa mikla samúð með Sebire en mál hennar hefur vakið deilur.

Sebire ætlar ekki að áfrýja dómnum og ætlar jafnvel að fara til Sviss þar sem löggjöf um líknardráp er enn frjáslyndari en í Frakklandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Já manni finnst ekki þurfa nema horfa á andlit hennar.

Ragnheiður , 18.3.2008 kl. 20:04

2 Smámynd: Tiger

  Almáttugur - ég fór bara næstum því að gráta þegar ég sá þessa mynd. Ég hef oft fengið bágt fyrir það að hafa viðrað skoðun mína í þessum málum - en hún er að það megi skilyrðislaust leyfa fólki í hennar sporum að deyja með smá virðingu. Ég myndi sjálfur vilja fá hjálp ef ég væri svo langt kominn og sannarlega vitað að algerlega útilokað er að hjálpa - og myndi virða þá manneskjur endalaust mikið sem myndu vinna það líknarverk á/með mér! Í svona tilvikum er ljótt - mikið ljótt - að segja "engin hefur rétt á því að deyða aðra manneskju" ... en þetta er náttúrulega mín skoðun á því þegar algerlega útilokað er að hjálpa fólki sem er að leiðarlokum komið!

Tiger, 18.3.2008 kl. 20:53

3 Smámynd: Ragnheiður

Það var í fréttinni mynd af henni eins og hún leit út áður en krabbinn fór svona með hana. Gullfalleg kona

Ragnheiður , 18.3.2008 kl. 20:57

4 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Veslings konan, ég segi nú bara ekki annað

Guðborg Eyjólfsdóttir, 18.3.2008 kl. 21:13

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Æ Ragnheiður....... ég segi að konan eigi að fá að ráða þessu.  Það er augljóst að þetta er ekkert líf fyrir hana og hún þráir að losna úr þessu ónýta hylki sem líkami hennar er orðinn. 

Anna Einarsdóttir, 18.3.2008 kl. 21:24

6 identicon

 

Hræðilega sorglegt.Ekki get ég ímyndað mér þá kvöl sem vesalings konan er í eða hvað ég mundi gera í hennar sporum

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 21:25

7 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Það er nóg að sjá af henni myndirnar til að sjá að konu greyið hlýtur að vera sárkvalin ef þetta er hennar vilji þá finnst mér hún eiga að fá því framgengt.

Eyrún Gísladóttir, 18.3.2008 kl. 21:27

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skelfilegt alveg að sjá og heyra.  Ætli maður mundi ekki grípa til örþrifaráða. 

Ásdís Sigurðardóttir, 18.3.2008 kl. 21:34

9 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Gast þú samþykkt mig sem blogg vin vandræðalaust, ég get ekki samþykkt bloggvini hjá mér ???

Guðborg Eyjólfsdóttir, 18.3.2008 kl. 21:43

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi elsku Ragga mín ef ég væri hún mundi ég vilja að deyja það er mjög sárt að sjá þetta. kær kveðja

Kristín Katla Árnadóttir, 18.3.2008 kl. 21:54

11 Smámynd: Ragnheiður

Guðborg , það gekk ekki alveg þrautalaust. Það kom upp villugluggi og síðan mín datt út en samt komstu inn. Vertu velkomin

Ragnheiður , 18.3.2008 kl. 22:08

12 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Í fyrsta lagi finnst mér þetta orð alveg út í hött... líknarmorð.

Einstaklingurinn á að ráða eigin lífi og dauða

Heiða B. Heiðars, 19.3.2008 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband