Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Takk kæri vísir, nú hló ég

Vísir, 20. okt. 2008 10:57

Áflogaseggur og málfarslögga á Akranesi

Lögreglan á Akranesi átti um helgina við áflogasegg sem væri kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir íslenskuáhuga hans.

Maðurinn hafði verið áflogum við skemmtistað og hugðist lögregla koma honum heim til sín sökum ölvunar. Það gekk hins vegar ekki því hann neitaði að gefa upp nafn og heimilisfang. Hann var því látinn sofa úr sér í fangageymslu. Við yfirheyrslu daginn eftir kannaðist maðurinn svo ekkert við að hafa lent í átökum og var stórlega misboðið vegna afskipta lögreglu.

Hann neitaði síðan að undirrita framburðarskýrslu, þó ekki vegna þess að hann væri ósáttur við innihald hennar heldur vegna þess að að hans mati var greinamerkjasetning og notkun atviksorða röng í skýrslunni.

¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨

Ætli skemmtistaðurinn hafi slegið til baka ?¨
Fréttin var samt urrandi skemmtileg fyrir utan þessa "meintu" villu

Kuldinn

sem truflar mig.

Ég fór upp í kirkjugarð í dag með engil til Hilmars, engil sem Alda kom með til hans um daginn. Við fórum með lítinn spaða til að gera smáholu svo engillinn væri ekki í sífelldu stroki. Annar engill var orðinn afvelta og hann fór í viðeigandi meðferð og stendur nú uppréttur.

Annars sló það mig illa eins og áður, kalda moldin hjá Himma. Mér finnst eins og mamman geti ekkert hlýjað stráknum sínum. Það marraði í moldinni þegar við stungum litla spaðanum í, mér fannst spaðinn ganga í hjartað á mér.

Mér varð kalt inn að beini.

Vesalings Himmi minn


Erfitt að mörgu leyti

að vera í stjórn með Sjálfstæðisflokki.

Þetta kristallaðist um daginn, afar greinilega. Össur þrammaði niður tröppurnar á ráðherrabústaðnum og vildi ekkert hafa að gera með lofthelgisgæslu breta ....Geir kom þrammandi niður sömu tröppur og var alveg á hinni skoðuninni...endalaus undirlægjuháttur !

Svo var Geir spurður um þetta af erlendum blaðamanni seinna sama dag og þá breytti hann þessu öllu í misskilning !! Minn málskilningur er ágætur, takk fyrir Geir. Ég heyrði hvað Össur sagði og skildi hvert orð.

Mín spurning er hins vegar orðin þessi.

Hversu lengi ætlar samfylkingin að þrauka við þessar aðstæður ?

Allt sem þau segja og gera er umsvifalaust dregið til baka eða pakkað í notendaumbúðir (ss lygar -fals- felubúning)

Nú er fólk greinilega ánægt með að Ingibjörg Sólrún er komin heim, fólk virðist reiða sig á að hún reddi þessu.

Reddi hverju annars ? Samfylkingin á einskis úrkosti lengur en að slíta stjórnarsamstarfinu.


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Erfiður vetur framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

dagurinn í dag

hefur verið alger letidrusludagur, ég hef meira og minna sofið einhversstaðar.

En ég gleymdi að segja ykkur í gær. Hundar eru spes dýr. Lappi er alls ekki hrifinn af krökkum en á því er ein undantekning. Það er einn strákur sem kemur sem Lappa finnst algerlega æðislegur. Það er sonur hans Halla P fyrrum mágs míns, Númi Steinn. Hann kom hér með pabba sínum í fyrra eftir að Himmi dó og ég tók strax eftir að Lappi sótti mikið í að tala við hann. Það er afar óvenjulegt. Í gær kom hann aftur með pabba sínum. Lappi tók upp á að gelta á hann, strák stóð ekki alveg á sama en ég horfði hissa á Lappa. Það var svo mikill gleðihljómur í geltinu. Hann var svo glaður að hitta þennan vin sinn.

Svo léku þeir saman og Lappi vék ekki frá Núma Steini meðan hann stóð hér við.

Hundar eru merkilegir -þeir finna innræti manns á augnabliki og mikið held ég að Númi Steinn sé falleg sál.

Nú ætla ég að halda áfram að horfa á hann Palla


Jæja

takk fyrir allar kveðjurnar elskurnar -bæði hér og á fésbók. Það er notalegt að fá kveðjur í tilefni afmælisins.

Við Steinar fórum að borða áðan og vonandi voru allir á Suðurlandi búnir að gera allt jarðskálftahelt. Við fórum á Fjöruborðið. Þar er snilldarmatur, svo góður að það er alveg ferlegt.

Það var samt smá erfitt. Ég sökka stundum alveg í landafræði og fattaði ekki fyrr en við vorum komin fyrir utan Litla Hraun. Maginn sökk alveg ...Steinar fór í kerfi..hann áttaði sig ekki á að ég hefði ekki fattað þetta. Allt í lagi, allt í lagi sagði ég, gefðu mér fimm mínútur ...það dugði og ég fór mun auðveldar framhjá í bakaleiðinni.

Þá er það frá

Ég er fegin

En takk fyrir allar kveðjurnar...ég er himinsæl.


Samtal við hund

Persónur og leikendur eru

Keli : leikinn af sjálfum sér

Steinar: leikinn af sjálfum sér

Mamma nýbúin að setja hunda út að pissa og þeir komnir inn aftur. Þá fer regnið að bylja á gluggunum.

Steinar : Það er ekki hundi út sigandi !

Keli horfir á hann með eftirvæntingarsvip

Steinar: Eigum við að senda mömmu ?

 

Góða nótt

skuldugi terroristinn


Lögin ykkar

Hér fyrir ofan er lagið hennar Tínu

Jóna Kolbrún heldur upp á þetta og næsta fyrir neðan líka

Hérna fyrir ofan er lagið hennar Hullu

Lagið hans Einars er hérna

Hérna kemur lagið hennar Jórunnar

Hér kemur svo mitt lag....

Hérna er svo lagið hans Bjössa

 


dadada

*dillidillidillidilli*

og koma svo, syngja og dilla með.....

uppáhaldslögin ykkar ?

youtube linkar óskast.......

 

*dillidillidillidillidill*


Það vantar

framhald á þessa frétt. Það kemur framhald, það er ég viss um.

Hann er að fara að gera eitthvað, spurning hvað?

Seðlabankastjóri ??

Hér er svo í viðbót tengillinn á frétt blaðamanns Bloomberg. Mér datt bara ekki í hug að Hullarar væru enn svo reiðir við okkur síðan í þorskastríðunum...ja hérna.

tengill á fréttina á ensku


mbl.is Tryggvi Þór hættur sem efnahagsráðgjafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á sama báti !

Fjandinn hafi það nú bara.

Við vorum ekki með í góðærinu -almenningur- nema kannski að litlu leyti. Við vorum ekki í tæri við geðbilaðar bónusgreiðslur og kaupréttarsamninga.

Í dag hef ég lesið sömu frasana og áður. Við í sama báti með hinum, ég hafna því að vera í sama báti og þessir kónar, ég veit alveg hvernig það virkar. Almenningur rær á öllum árum en þessir flottheitagreifar sitja bara og hafa það náðugt. Hvað breyttist ?

Þessi bátur stjórnvalda er ekkert annað en þrælagaleiða og við erum þrælarnir.

Í dag hafa stýrivextir lækkað, einhver hjá Danska Bank spáir 75 % verðbólgu hér og enn er talað um bankaskýrslu sem fór undir einhvern stól einhversstaðar...vegna þess víst að innihaldið gat skaðað markaðinn. Ég meina til hvers var þessi skýrsla ? Ef það átti að búa til skýrslu sem greindi frá því að hér læki smjör af öllum stráum þá hefði verið hægt að ráða bara rithöfund. Til hvers að láta gera skýrslu og fela hana svo ?

Mynd í stíl við hugarfar dagsins

slavpht31ps

Íslensk þjóð !

nú er ég farin að skera upp hárnæringarflöskuna mína svo ég nái örugglega öllu innihaldinu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband