Takk kæri vísir, nú hló ég

Vísir, 20. okt. 2008 10:57

Áflogaseggur og málfarslögga á Akranesi

Lögreglan á Akranesi átti um helgina við áflogasegg sem væri kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir íslenskuáhuga hans.

Maðurinn hafði verið áflogum við skemmtistað og hugðist lögregla koma honum heim til sín sökum ölvunar. Það gekk hins vegar ekki því hann neitaði að gefa upp nafn og heimilisfang. Hann var því látinn sofa úr sér í fangageymslu. Við yfirheyrslu daginn eftir kannaðist maðurinn svo ekkert við að hafa lent í átökum og var stórlega misboðið vegna afskipta lögreglu.

Hann neitaði síðan að undirrita framburðarskýrslu, þó ekki vegna þess að hann væri ósáttur við innihald hennar heldur vegna þess að að hans mati var greinamerkjasetning og notkun atviksorða röng í skýrslunni.

¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨

Ætli skemmtistaðurinn hafi slegið til baka ?¨
Fréttin var samt urrandi skemmtileg fyrir utan þessa "meintu" villu

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hehehe góður þessi!

Hrönn Sigurðardóttir, 20.10.2008 kl. 11:29

2 Smámynd: Einar Indriðason

Fyrir nokkrum árum var frétt.  Fyrirsögnin var:  "Árekstur milli Laugarvatns og Apavatns."

(Hvort vatnið var í rétti?  Var biðskilda?  Hvernig var árekstrarskýrslan fyllt út?)

Einar Indriðason, 20.10.2008 kl. 11:38

3 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Hehe já góður þessi

Svanhildur Karlsdóttir, 20.10.2008 kl. 12:26

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.10.2008 kl. 13:08

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús á þig elsku Ragga mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.10.2008 kl. 13:43

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Skrítnir skemmtistaðir skagamanna, lemja kúnnana ?

Steingrímur Helgason, 20.10.2008 kl. 13:46

7 identicon

Þetta er bara ögn skemmtilegra en ungi fréttamaðurinn á RÚV sem sagði í fjögurfréttum í gær að lögreglumenn hefðu verið "yfirliði bornir" í slagsmálum í Hraunbænum í fyrrinótt. Við skulum nú bara rétt vona að þeir hafi ekki verið í yfirliði, blessaðir. Nóg er nú samt!

Nanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband