Færsluflokkur: Bloggar
Samtal við hund
17.10.2008 | 00:05
Persónur og leikendur eru
Keli : leikinn af sjálfum sér
Steinar: leikinn af sjálfum sér
Mamma nýbúin að setja hunda út að pissa og þeir komnir inn aftur. Þá fer regnið að bylja á gluggunum.
Steinar : Það er ekki hundi út sigandi !
Keli horfir á hann með eftirvæntingarsvip
Steinar: Eigum við að senda mömmu ?
Góða nótt
skuldugi terroristinn
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Lögin ykkar
16.10.2008 | 12:12
Hér fyrir ofan er lagið hennar Tínu
Jóna Kolbrún heldur upp á þetta og næsta fyrir neðan líka
Hérna fyrir ofan er lagið hennar Hullu
Lagið hans Einars er hérna
Hérna kemur lagið hennar Jórunnar
Hér kemur svo mitt lag....
Hérna er svo lagið hans Bjössa
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
dadada
15.10.2008 | 22:51
*dillidillidillidilli*
og koma svo, syngja og dilla með.....
uppáhaldslögin ykkar ?
youtube linkar óskast.......
*dillidillidillidillidill*
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Það vantar
15.10.2008 | 14:35
framhald á þessa frétt. Það kemur framhald, það er ég viss um.
Hann er að fara að gera eitthvað, spurning hvað?
Seðlabankastjóri ??
Hér er svo í viðbót tengillinn á frétt blaðamanns Bloomberg. Mér datt bara ekki í hug að Hullarar væru enn svo reiðir við okkur síðan í þorskastríðunum...ja hérna.
![]() |
Tryggvi Þór hættur sem efnahagsráðgjafi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 13:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Á sama báti !
15.10.2008 | 13:05
Fjandinn hafi það nú bara.
Við vorum ekki með í góðærinu -almenningur- nema kannski að litlu leyti. Við vorum ekki í tæri við geðbilaðar bónusgreiðslur og kaupréttarsamninga.
Í dag hef ég lesið sömu frasana og áður. Við í sama báti með hinum, ég hafna því að vera í sama báti og þessir kónar, ég veit alveg hvernig það virkar. Almenningur rær á öllum árum en þessir flottheitagreifar sitja bara og hafa það náðugt. Hvað breyttist ?
Þessi bátur stjórnvalda er ekkert annað en þrælagaleiða og við erum þrælarnir.
Í dag hafa stýrivextir lækkað, einhver hjá Danska Bank spáir 75 % verðbólgu hér og enn er talað um bankaskýrslu sem fór undir einhvern stól einhversstaðar...vegna þess víst að innihaldið gat skaðað markaðinn. Ég meina til hvers var þessi skýrsla ? Ef það átti að búa til skýrslu sem greindi frá því að hér læki smjör af öllum stráum þá hefði verið hægt að ráða bara rithöfund. Til hvers að láta gera skýrslu og fela hana svo ?
Mynd í stíl við hugarfar dagsins
Íslensk þjóð !
nú er ég farin að skera upp hárnæringarflöskuna mína svo ég nái örugglega öllu innihaldinu.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 13:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
veit ekki hvað snýr upp né niður
15.10.2008 | 00:31
Kreppan er allsráðandi í öllum fréttatímum. Þessir eru meintir sakamenn eða voru það hinir ? Skýrslur og aðvaranir gefnar út og enginn mátti vera að því að lesa þær þannig að það endaði allt undir stól og ekki einu sinni vitað hvaða stól.
Ég hef bara ekki verið nærri í lagi undanfarið, ég á til að vera ansi meðvirk og verð oft ferlega aum fyrir hönd annarra ...jafnvel fólks sem ég þekki ekki haus né sporð á ...
Það er kostur og galli. Kostur vegna þess að á meðan ég get fundið til með öðrum þá er ég ekki frosin. Galli þegar mér líður hundilla og er vanmáttug gegn erfiðleikum sem ekki er hægt að leysa.
What to do, what to do ?
Þetta er erfitt ástand. Ég hef barist við að halda lífinu í lífsgleðinni, það hefur verið erfitt. Feldurinn á Kela hefur tekið við mörgum leyndarmálum, tárum og sorg síðan ég missti hann Himma. Rosalega hefði hann verið góður hjá mér í kreppunni, með prakkarabrosið sitt og gleðina sína alla.
Nú er ég farin að reyna að lesa fréttirnar með fjarlægð. Reyni að hella mér ekki ofan í sorg þeirra sem eiga erfitt um þessar mundir, fólk sem hefur tapað stórum fjárhæðum vegna kreppunnar.
Eins gott og það er að konur fái að spreyta sig sem bankastjórar þá hefði þurft að koma inn með konur sem ekki er hægt að klína óorðinu á.
En meðan það er ekki skýrt hvern á að skamma og ásaka fyrir þetta klúður allt saman þá er maður hálf bit ...ég vil að fram fari rannsókn á þessum málum okkur, útrásinnu, hruninu,samskiptum við bretana,undanskoti peninga og bara öllum vinklum á þessu. Fyrr verður ekki friður og fyrr verður ekki hægt að koma á trausti milli aðila og það þarf að vera.
Aðeins í léttari dúr...
ég fékk bréf frá bankanum mínum í dag og ætlaði bara ekki að þora að opna það...velti því lengi fyrir mér með skjálfandi höndum og hugsaði ; Hvað nú? Hvur skrattinn er þetta ?
Loksins þorði ég að gá í það....iss...nýtt debetkort var í umslaginu !
Talandi um traust
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 13:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Vil endilega benda á
13.10.2008 | 17:37
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 13:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
ja...
12.10.2008 | 22:15
Við fórum í kvöld í messu og sungum með lögreglukórnum í Laugarneskirkju. Það var indælt.
Á leiðinni þangað hlustuðum við á útvarp, einhverskonar óskalagaþátt fyrir eldri borgara. Hann er ágætur.
Hjón sem eiga gullbrúðkaup fengu kveðju af því tilefni. Ég sprakk hinsvegar úr hlátri þegar þulur orðaði það svo : að þau væru ekki af baki dottin
Þú og þinn hugsunarháttur, flissaði Steinar þegar ég útskýrði hláturskastið.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Dagur hinna hálfgerðu hörmunga
12.10.2008 | 13:49
Byrjaði daginn á því að reyna að fá mér glóðarauga og eins og mér einni er lagið þá var það með þeim hætti að ekki nokkur maður hefði lagt trúnað á það og eins víst að Steinar hefði fengið hornaugu.
Here goes.
Sat á kamri.. (ég er alveg efins um hvort ég á að skrifa þetta) og það vantaði sárlega þar til gerð eyðublöð. Þau voru staðsett uppi á skáp fyrir ofan klóið. Sko svona pakking ...ég tók í óðagotinu
(þetta hljómar eins og heimilisfang Heiðu) ekki eftir að pakkingin var opið. Nú nú rúlluskammirnar flugu frelsinu fegnar ofan af skápnum, ég alveg gapandi og opinmynnt varaði mig hreint ekki á þessari óvæntu árás. Og ein lenti í auganu á mér....greit. Augað var haft lokað vegna viðgerðar fram eftir degi en svo var það opnað varlega for bisness.
Lappi er asnaskund...ég rakaði af honum flækjurnar í gær og hann er gráflekkóttur á rassinum, hálfsköllóttur. Hann varð verulega fúll yfir þessu í gær og neitaði með öllu að sitja á þessum asnarassi. Hann þrammaði hér um allt gólf fram eftir öllu kvöldi, ég var farin að spá í að gera úr honum lúffur ...en þá mundi ég það, feldurinn hans er götóttur. Ekki nenni ég að vera í götóttum lúffum þó það sé kreppa.
Ég á annars ágætar lúffur, áratugagamlar, sem mamma gaf mér. Þær eru gerðar úr kindahræi. Voðalega smart...orðnar hálftuskulegar en það er þá bara í stíl við gömluna.
Mér tókst að koma Birni verulega á óvart áðan. Hann ætlaði að finna sér hrein föt en fann ekki neitt. Þá lá leið hans í þvottahúsið og þar fann hann fötin sín. Í hrúgu. Óhrein. Hann kom inn í stofu -sárhneykslaður á þjónustu móðurinnar, og var bent á að hann gæti bara þvegið af sér sjálfur. Hann horfði á mig .....sársvekktur....svo kviknaði ljós í heilanum, hann gerði tilraun til að handleggsbrjóta sig á horninu. Svo tuðaði hann eitthvað um að hann myndi áreiðanlega gera buxurnar sínar bleikar og yrði að ganga um í þeim um bæinn.
Ég skal segja þér hvað má fara og hvað ekki sagði ég hughreystandi. Taktu gallabuxurnar þínar frá og settu rest í vélina á 40°. Hann hvarf fyrir hornið, kom eftir 25 sekúndur og var búinn að þessu. Ógeðslega flókið!
Kallar....
Nú er ég að horfa á sæta "götustrákinn" reyna að koma orði að hjá Agli Helgasyni. Hann rær lífróður til að bjarga sínum fyrirtækjum. Mér finnst nú að hann eigi bara að láta allt húrra í Bretlandi, ég er alveg svakalega móðguð út í Bretana....hryðjuverkalög hvað ?
Við Steinar enn og aftur sammála, okkur fannst strákur koma vel frá þessu viðtali
Dagurinn í dag á að verða ágætur, skreppum í afmæli á eftir...sæta afastelpan hún Emilía varð 6 ára sl miðvikudag. Svo er planið að skreppa í messu í kvöld. Ekki veitir manni af að reyna að hafa eitthvað fast í hendi á þessum tímum.
Mér finnst eiginlega eins og skelfingarsvipurinn sem kom á mig við bankahrunið sé orðinn fastur á mér. Ég persónulega stend í svipuðum sporum og ég gerði. Ég held vinnunni amk ennþá. En fólkið sem missir aleiguna, missir vinnuna og missir líf sitt vegna örvæntingar einnar. Það slær mig ofsalega illa þegar fólk tekur líf sitt, það er von. Það hittir svo sáran blett í hjarta mínu.
Megi Guð vera með öllum þeim sem eiga erfitt um þessar mundir
Knúsum hvert annað, verum vinir og hjálpumst að
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
jæja...
10.10.2008 | 10:28
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)