Dagur hinna hálfgerðu hörmunga

Byrjaði daginn á því að reyna að fá mér glóðarauga og eins og mér einni er lagið þá var það með þeim hætti að ekki nokkur maður hefði lagt trúnað á það og eins víst að Steinar hefði fengið hornaugu.

Here goes.

Sat á kamri..Errm (ég er alveg efins um hvort ég á að skrifa þetta) og það vantaði sárlega þar til gerð eyðublöð. Þau voru staðsett uppi á skáp fyrir ofan klóið. Sko svona pakking ...ég tók í óðagotinu Errm(þetta hljómar eins og heimilisfang Heiðu) ekki eftir að pakkingin var opið. Nú nú rúlluskammirnar flugu frelsinu fegnar ofan af skápnum, ég alveg gapandi og opinmynnt varaði mig hreint ekki á þessari óvæntu árás. Og ein lenti í auganu á mér....greit. Augað var haft lokað vegna viðgerðar fram eftir degi en svo var það opnað varlega for bisness.

Lappi er asnaskund...ég rakaði af honum flækjurnar í gær og hann er gráflekkóttur á rassinum, hálfsköllóttur. Hann varð verulega fúll yfir þessu í gær og neitaði með öllu að sitja á þessum asnarassi. Hann þrammaði hér um allt gólf fram eftir öllu kvöldi, ég var farin að spá í að gera úr honum lúffur ...en þá mundi ég það, feldurinn hans er götóttur. Ekki nenni ég að vera í götóttum lúffum þó það sé kreppa.

Ég á annars ágætar lúffur, áratugagamlar, sem mamma gaf mér. Þær eru gerðar úr kindahræi. Voðalega smart...orðnar hálftuskulegar en það er þá bara í stíl við gömluna.

Mér tókst að koma Birni verulega á óvart áðan. Hann ætlaði að finna sér hrein föt en fann ekki neitt. Þá lá leið hans í þvottahúsið og þar fann hann fötin sín. Í hrúgu. Óhrein. Hann kom inn í stofu -sárhneykslaður á þjónustu móðurinnar, og var bent á að hann gæti bara þvegið af sér sjálfur. Hann horfði á mig .....sársvekktur....svo kviknaði ljós í heilanum, hann gerði tilraun til að handleggsbrjóta sig á horninu. Svo tuðaði hann eitthvað um að hann myndi áreiðanlega gera buxurnar sínar bleikar og yrði að ganga um í þeim um bæinn.

Ég skal segja þér hvað má fara og hvað ekki sagði ég hughreystandi. Taktu gallabuxurnar þínar frá og settu rest í vélina á 40°. Hann hvarf fyrir hornið, kom eftir 25 sekúndur og var búinn að þessu. Ógeðslega flókið!

Kallar....

Nú er ég að horfa á sæta "götustrákinn" reyna að koma orði að hjá Agli Helgasyni. Hann rær lífróður til að bjarga sínum fyrirtækjum. Mér finnst nú að hann eigi bara að láta allt húrra í Bretlandi, ég er alveg svakalega móðguð út í Bretana....hryðjuverkalög hvað ?

Við Steinar enn og aftur sammála, okkur fannst strákur koma vel frá þessu viðtali

Dagurinn í dag á að verða ágætur, skreppum í afmæli á eftir...sæta afastelpan hún Emilía varð 6 ára sl miðvikudag. Svo er planið að skreppa í messu í kvöld. Ekki veitir manni af að reyna að hafa eitthvað fast í hendi á þessum tímum.

Mér finnst eiginlega eins og skelfingarsvipurinn sem kom á mig við bankahrunið sé orðinn fastur á mér. Ég persónulega stend í svipuðum sporum og ég gerði. Ég held vinnunni amk ennþá. En fólkið sem missir aleiguna, missir vinnuna og missir líf sitt vegna örvæntingar einnar. Það slær mig ofsalega illa þegar fólk tekur líf sitt, það er von. Það hittir svo sáran blett í hjarta mínu.

Megi Guð vera með öllum þeim sem eiga erfitt um þessar mundir

Knúsum hvert annað, verum vinir og hjálpumst að


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Stórt knús. 

Anna Einarsdóttir, 12.10.2008 kl. 14:21

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

þú drepur mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.10.2008 kl. 14:39

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 12.10.2008 kl. 15:05

4 Smámynd: Einar Indriðason

... Svo skýrirðu málið út... "Sko, ég veit þið eigið erfitt með að trúa þessu, en ég gekk ekki á hurð... ég fékk klósettrúllu í augað!"  (Yeah, right!)

Einar Indriðason, 12.10.2008 kl. 15:31

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það er merkilegt hvað kallarnir fá alltaf hornauga þegar kona slasar sig.

Helga Magnúsdóttir, 12.10.2008 kl. 16:18

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 12.10.2008 kl. 17:36

7 identicon

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 17:52

8 identicon

Þessi færsla fékk mig til að brosa :)

Kveðja Inda

Inda Björk (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband