veit ekki hvað snýr upp né niður

Kreppan er allsráðandi í öllum fréttatímum. Þessir eru meintir sakamenn eða voru það hinir ? Skýrslur og aðvaranir gefnar út og enginn mátti vera að því að lesa þær þannig að það endaði allt undir stól og ekki einu sinni vitað hvaða stól.

Ég hef bara ekki verið nærri í lagi undanfarið, ég á til að vera ansi meðvirk og verð oft ferlega aum fyrir hönd annarra ...jafnvel fólks sem ég þekki ekki haus né sporð á ...

Það er kostur og galli. Kostur vegna þess að á meðan ég get fundið til með öðrum þá er ég ekki frosin. Galli þegar mér líður hundilla og er vanmáttug gegn erfiðleikum sem ekki er hægt að leysa.

What to do, what to do ?

Þetta er erfitt ástand. Ég hef barist við að halda lífinu í lífsgleðinni, það hefur verið erfitt. Feldurinn á Kela hefur tekið við mörgum leyndarmálum, tárum og sorg síðan ég missti hann Himma. Rosalega hefði hann verið góður hjá mér í kreppunni, með prakkarabrosið sitt og gleðina sína alla.

Nú er ég farin að reyna að lesa fréttirnar með fjarlægð. Reyni að hella mér ekki ofan í sorg þeirra sem eiga erfitt um þessar mundir, fólk sem hefur tapað stórum fjárhæðum vegna kreppunnar.

Eins gott og það er að konur fái að spreyta sig sem bankastjórar þá hefði þurft að koma inn með konur sem ekki er hægt að klína óorðinu á.

En meðan það er ekki skýrt hvern á að skamma og ásaka fyrir þetta klúður allt saman þá er maður hálf bit ...ég vil að fram fari rannsókn á þessum málum okkur, útrásinnu, hruninu,samskiptum við bretana,undanskoti peninga og bara öllum vinklum á þessu. Fyrr verður ekki friður og fyrr verður ekki hægt að koma á trausti milli aðila og það þarf að vera.

Aðeins í léttari dúr...

ég fékk bréf frá bankanum mínum í dag og ætlaði bara ekki að þora að opna það...velti því lengi fyrir mér með skjálfandi höndum og hugsaði ; Hvað nú? Hvur skrattinn er þetta ?

Loksins þorði ég að gá í það....iss...nýtt debetkort var í umslaginu !

Talandi um traust


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er ekkert fyrirtæki betra enn eigandi þess og starfsfólk er. þessir 2 bankar eru hvort eð er í upplausn eða til sölu.

Krísan er búin, eftir standa timurmennirnir og eru þeir ekki líklegir að laga það sem aflaga fór í þessari hákarlasúpu. 

Óskar Arnórsson, 15.10.2008 kl. 00:48

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég vil líka rannsókn algjörlega óháða, helst framkvæmda af einhverjum erlendum sérfræðingum og fara svo í mál við þá sem eru sekir. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.10.2008 kl. 00:56

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Skil vel þessa erfiða tíma hjá þér, árstíminn spilar sterkt þar inn í. Það er því ómetanlegt að eiga feld til að kúra í og einhvern sem skilyrðislaust hlustar. Þín  líðan er eðileg í því langa ferli sem framundan ferlinum en erfitt á meðan lægðirnar ganga yfir.

Ekki bætir ástandið í efnahagsmálum úr skák. Miðað við þær fréttir sem nú liggja fyrir eru ekki öll kurl komin til grafar ennþá.  Staðreyndir virðast ljótar en fátt sem við fáum við ráðið.  Við verðum að láta þetta yfir okkur ganga, hvort sem okkur langar eður ei. Hrikaleg staða. En það birtir alltaf upp um síðir, svo einkennilegt sem það hljómar.

Gangi þér vel

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 15.10.2008 kl. 01:11

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

..í sambandi við færsluna, og þá sorg sem þú hefur farið í gegnum, er efni í aðra sérstaka færslu. Þakka fyrir snilldarvelgerða færslu..

Óskar Arnórsson, 15.10.2008 kl. 01:13

5 Smámynd: Ragnheiður

Þakka þér fyrir hlý orð Óskar

Takk Guðrún mín ég veit að þú þekkir alla angana af þessu ferli.

Jóna mín, rannsókn er eina ásættanlega niðurstaðan og óháða menn finnum við ekki hér á landi

Ragnheiður , 15.10.2008 kl. 01:18

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Alveg rétt Horsi. 'ergehef verið í sambandi við sænsku efnahagsafbrotadeildina enn þeir eru bara svi kurteisisir að þeur eru ekkert að trana sér fra,.

Þeir vöruðu við þessu bankasvindli fyrir adf öllum og fengu bara skít til baka. Ég hef unnið með þeim.

Þeir vita meira um íslengst svindl en islenska lörgeglan nokkurtíman sambandi við íslenskt bankasvindl.

Á Íslandi eru svo margir "smákóngar" í lögreglunni, að ekkert verður úr vinnu.

Það berður aldrei nein nidurstaða af sviti fyrr enn við fáum álvöru töffara , útlenska sem láta ekki segja sér fyriurm verkum. Svoleiðis gengi þurfum við.

Óskar Arnórsson, 15.10.2008 kl. 05:40

7 Smámynd: Einar Indriðason

Heyrðu... til að gleðja þig, þá ætla ég að setja hérna pínu "sokkabloggslegt" ... blogg.

Ef þú vilt brosa aðeins... klæddu Kelmund þá í sokka á allar fjórar, og horfðu svo á.  Auka bros, ef þú gerir þetta á hálu parketi.

(hmm... nei, ég ætla nú ekki að stinga upp á þessu í alvöru.... grey Kelmundur á þetta ekki skilið frá mér.  En hugsaðu þetta... hvernig hann dansar... það vonandi dregur fram smá bros.)

Og... svo bæti ég við... þetta er jákvætt innlitskvitt :-)

Einar Indriðason, 15.10.2008 kl. 08:10

8 Smámynd: Hulla Dan

Nú hlýtur allt að fara að lagast.

Knús til þín inn í daginn.

Hulla Dan, 15.10.2008 kl. 09:32

9 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já, allt traust er horfið og ég er líka aum en Ragga mín við verðum að halda lófsgleðinni. Þú hefur unnið hart að því undanfarið og það má ekki tapast.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 15.10.2008 kl. 11:04

10 Smámynd: Tiger

  Já, það er sannarlega bæði kostur og galli að vera ljúfur og hugumstór í því að langa til að bjarga öllum heiminum. Það er alls ekki gott þegar fólk tekur inná sig mikið af þeim vandamálum sem herja á fólk um allar jarðir. Um að gera að læra að slökkva á samviskuseminni þar sem hún ætti ekki að vera - og hafa kveikt á henni þar sem hún sannarlega má vera...

Ég væri líka til í að sjá heljar miklar rannsóknir núna á öllum þeim hvítflibbum sem undanfarin ár hafa matað krók sinn og sinna! Það kæmi mér ekkert á óvart þó margur maðkurinn myndi finnast ef steinar færu að velta um - enda gruna ég að margir þeirra stóru hákarla séu núna skjálfandi af hræðslu við tilhugsunina um rannsóknir.

Ég vil sjá hausinn á Landspabba fjúka ... til Afríku... þó ég óski Afríkubúum reyndar ekki alveg svo ills að þeir sitji uppi með svo ljótan haus... *glott*!

En, knús á þig mín kæra og hafðu ljúft kvöldið og yndislega nótt!

Tiger, 15.10.2008 kl. 20:00

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sæl Horsí!

Ég held bara að Jóna Kolbrún hafi hitt naglan á höfuðið. það eru líklegast bara 6 höfuðpaurar að fæara alla peningu úr íslenskum bönkum til útlanda.

Ekki vantar sannarnirnar N'UNA! enn þeir eru á fullu að sópa eftur sig sporin. Björn Bjarnason gerir eins og venjulega állt á haus. Biðir saksóknara um að athuga hvei'or afbrot hafi átt sér stað svo ástæða sé að blanda lögreglu inn í málið.

Af hverju ekki efnahagsafbradeild lögreglunnar fengi leyfi að skoða þetta? A saksóknari að gefa enn eina skýrslu um mál sem hann kann ekkert um? Og það er ekki fyrsta skiptið sem BB pantar skýrslur sem hann notar til að "slökkva elda" á óþægilegum stöðum. 

BB hefur barist gegn þeirri deild og þeir þurftu á fá dómaraúrskurð til að fá afhenta pappíara hjá yfirsaksóknara. Það er gereinilega búið að ákveða að sleppa þeim gegn gegn einhverri endurgreiðslu. Ef þeir ákæra fá þeir ekki krónu, aldrei!

Er ekki best að senda hausinn af Landsbankanum með rakettu út fyrur gufuhviolfið svo ekki sé verið að sóða út Afríku :)

Ég vona að þeim takist að semja eitthvað til baka.

Óskar Arnórsson, 16.10.2008 kl. 08:36

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

..þorði ekki að segja Landspabbanum.. það er svo sem eitt höfuðið á þessu marghöfða skrýmsli sem hefur tekið öll völd í landinu..

Óskar Arnórsson, 16.10.2008 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband