Færsluflokkur: Bloggar

Í kreppu er gott að hafa plan

við systur erum komnar með svoleiðis.

Ef allt fer til andskotans (meira en orðið er) þá ætlum við að flytja á vestfirði. Finna jörð þar sem enginn býr (er örugglega nóg af) og stunda sjálfsþurftarbúskap. Við ætlum að hringja í Gutta í Hænuvík ef við lendum í klandri, til dæmis ef rollurnar verða óvænt grænar eða eitthvað svoleiðis gerist.

Það er líklega best fyrir okkur að rækta upp rollustofn sem rúllar af fjalli á haustin í neytendapakkningum, ekki getum við staðið í því að stúta kvikindunum.

Ég er búin að velja mér belju, sá einu sinni svoleiðis með fjórum spenum. Í einum var rjómi, öðrum mjólk, í þeim þriðja undanrenna og svo var áreiðanlega jógurt í þeim síðasta.

Við ætlum að plægja akur og rækta Cheerios þar.  Við ætlum líka að setja niður bensíntré og tappa að því vikulega.

Helling eigum við eftir að skipuleggja og munum við þiggja öll góð ráð hérna á síðunni minni.

Kveðja

Systur í bullandi útrás


Jæja

með góðri aðstoð frá kerfisbloggurum hér þá hef ég fengið leiðbeiningar hvernig ég átti að loka fyrir þessi innankerfisskilaboð. Ég er búin að smella á nokkra bloggvini til baka en þið smellið bara á mig ef ég er lengi.

Ég er ekkert skárri en aðrir í þjóðfélaginu, utan við mig þessa dagana.

Nú er ég hinsvegar bjargföst á þeirri skoðun að við eigum að sparka í norðurendann á Bretum...oj oj oj.

Geirharði heillaði mig heldur ekki í fréttum stöðvar 2 þegar hann hvíslaði að ráðuneytisstjóranum einhver komment um Helga Seljan (eitthvað um að Helgi væri bæði fífl og dóni)

Hey ég veit. Við förum bara í fegurðarsamkeppni við Breta. Ekki getum við farið í stríð, við hérna vopnlausu illarnir sem eigum ekkert voðalegra en skærin í eldhúsinu


Læknamistök ?

Kona spyr sig
mbl.is Samtal við Árna réð úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarlegir dagar

Anna sendu mér email.

Ég var að vinna í dag og mér finnst þjóðfélagið halda svolítið niðri í sér andanum. Hugur minn leitar til þeirra sem eiga erfitt og munu eiga erfitt við þessar erfiðu aðstæður.

Við sátum niðri í bæ áðan, gamla settið, og veltum þessu fyrir okkur. Við vorum á kafi í heimspekilegum vangaveltum þegar við hlið okkar lagði jeppi. Í honum var ungur maður og síminn hans hringdi um leið og hann stöðvaði bílinn. Hann opnaði hurðina og við heyrðum hann segja : ég er að leggja á planinu og er að koma. Svo skálmaði hann af stað með svarta skjalamöppu og áleiðis að banka þar í grennd. Spor hans voru óneitanlega þung og nokkuð táknræn, þau þyngdust eftir því sem nær húsinu dró.

Fólk æpir og heimtar hausa á fati ( ekki sviðahausa þó það væri við hæfi á haustslátrun) Ég skil ekki svoleiðis hugsunarhátt. Ég er viss um að menn gerðu sitt besta á hverjum tíma. Starfslokasamningarnir voru hins vegar ógeðslegir en af síðustu tíðindum má gera sér í hugarlund að allar slíkar stórfjárhæðir séu að mestu tapaðar í þessu ofviðri. Ég sárfinn til með þeim mönnum sem staðið hafa vaktirnar löngu undanfarið.

Ég vil ekki hlakka yfir óförum annarra. Það er ekki fyrir mig.

Einhver gæti samt túlkað það sem hér kemur næst sem "hlakk"

í fréttum dagsins mátti sjá Pétur Blöndal stika gráfölan inn í bankann sinn að aðgæta með sitt hlutafé, aðspurður sagðist hann ekki eiga neitt á bankareikningum. Oft hefur manni fundist hann skorta skilning á aðstæðum fólks sem lendir í hremmingum fjárhagslega. Fólk hefur óskað honum alls ills í örvæntingarfullri tilraun við að kenna manninum lexíu. Kannski fékk hann sína áraun núna, hver veit ?

Ég er hinsvegar aðeins að klúðra málum hvað varðar mig persónulega en þá er bara að hysja upp um sig og halda áfram þramminu í átt að ljósinu eina. Það er líklega eina vegaljósið sem ekki bregst.

Knús á línuna


Flett ofan af óhroðanum

Það er best að ég geri almennilega og endanlega grein fyrir því hversvegna ég setti alla bloggvini mína út. Sagan er auðvitað ekki glæsileg.

Fyrir nokkru bættist hér við fítus í stjórnborðið sem heitir senda skilaboð, allt í góðu með það hélt ég. Þetta notaði ég nú ekki mikið, aðallega til að fíflast eitthvað í mínum andlegu tvíburum (Önnu og Hrönn)

Þegar ég var krakki þá unnu fæstar mæður okkar nágrannakrakkanna úti. Þær settust inn í kaffi hver hjá annarri og slúðruðu um hina nágrannana. Ég man að mér leið oft illa þegar ég rambaði inn á þessar kaffisetur kellinganna, enda ýttu þær okkur krökkunum eins hratt út og hægt var svo slúðrið kólnaði ekki við borðið.

Moggabloggið hefur tekið við þessu hlutverki

Ég hef verið að fá slík skilaboð hér í gegnum kerfið, ógeðsleg slúðurskilaboð frá ákveðnum bloggvinum um aðra bloggvini. Mestallt undir rós en það er sama, tilgangurinn er skýr.

Þessu helvíti neita ég að taka þátt í og eyddi öllum bloggvinum, saklausum sem sekum. Ég er uppkominn þolandi eineltis og einelti tek ég alls ekki þátt í.

Slík skilaboð eru ykkur sem þau sendið til skammar. Hér eiga allir að eiga sinn tilverurétt og það hefur enginn það vald að geta dæmt um hvort þetta eða hitt bloggið sé réttmætt.

Það getur enginn dæmt líf annars .

Þarna hafið þið það !

Ef einhver veit hvernig ég get lokað fyrir þessi innan kerfisskilaboð þá yrði ég þakklát fyrir að fá leiðbeiningu þar um. Þau virðast nefnilega virka enn í þessu bloggvinaleysi.

 


Frétt CNN um íslenska fjármálakreppu

Decrease font Decrease font
Enlarge font Enlarge font

REYKJAVIK, Iceland (AP) -- Iceland halted trading in the shares of six of its major banks and put 100 percent guarantees on savers' deposits Monday as the world financial crisis engulfed the tiny island nation.

Iceland is under severe pressure to draw up a plan to cope with economic turmoil.

Business Affairs Minister Bjorgvin G. Sigurdsson went on state radio to say that a draft of the rescue plan was "well on it's way" following crisis talks among lawmakers, financial regulators, bank executives and union leaders over the weekend.

The Icelandic prime minister's office assured customers that their deposits in the country's commercial and savings banks would be "fully covered," following in the footsteps of Ireland, Germany, Austria, Greece and Denmark, who have made similar moves to guarantee bank deposits.

Iceland is particularly exposed to the global credit squeeze because of the massive size of its banking sector, which has benefited from an economic boom in recent years, growing to dwarf the rest of the economy with assets at nine times the annual gross domestic product of €14 billion ($19 billion).

Investors are now punishing the whole country for the banking sector's heavy exposure -- its currency has gone through the floor, imports have fallen and inflation is soaring.

The government last week nationalized the country's third largest bank, Glitnir, after it suffered funding issues.

A collapse of the Icelandic financial system could also have ramifications across Europe given the heavy investment by Icelandic banks and companies across the continent.

One of the country's biggest companies, retailing investment group Baugur, now owns or has stakes in dozens of major European retailers -- including enough to make it the largest private company in Britain, where it owns a handful of well-known stores such as the famous toy store Hamley's.

Kaupthing, Iceland's largest bank and one of those whose share trading was suspended on Monday, has also invested in European retail groups and has other clients including entrepreneur Robert Tchenguiz and property investors the Candy brothers.

Iceland's financial links with Britain are particularly strong, with around 150,000 British savers depositing money with the retail arms of Kaupthing and the second largest bank, Landsbanki.

As speculation grows about the viability of many of Iceland's financial institutions, the Icelandic Financial Supervisory Authority temporarily suspended trading in financial instruments issued by Kaupthing, Landsbanki, Glitnir, Straumur-Burdaras, Exista and Spron.

The regulator initially said that it made the decision "to safeguard the equality of investors while awaiting an announcement," but in an updated announcement to the exchange removed any reference to an expected announcement.

"Uncertainties regarding the issuers are likely to disrupt normal price formation, and as such, any trading could be detrimental for investors," it said in the second statement. "Furthermore, this decision has been made to ensure equal treatment of investors, as the issuers cannot ensure confidentiality of price-sensitive information which has not been made public."

Part of problem is that Iceland's tiny size has led to a high level of cross ownership of assets between banks and companies, which creates a house of cards scenario.

In that eventuality, the central bank with its liquid foreign assets of just €4 billion ($5.5 billion) will be pushed to make any more bailouts -- the big four banks have combined foreign liabilities in excess of €100 billion ($137 billion).

Those concerns led all the major credit ratings agencies to downgrade Iceland's sovereign, or government, credit rating last week.

advertisement

Before trade in their stocks was halted on the OMX Nordic Exchange Iceland, Spron plummeted 17.4 percent, while Straumur dropped 1.3 percent, Glitnir lost 2.7 percent and Kaupthing shed 0.9 percent. The other two stocks were trading higher, with Landsbanki up 4.2 percent and Exista up 0.2 percent.

The exchange's chief executive Thordur Fridjonsson had said earlier on Monday that closing the entire bourse would "not be the right reaction" to the crisis.

 


Og þar með

skildi ég u-beygju stjórnarformanns Glitnis.

Mér fannst Geir Haarde hreinlega afskrifa hina bankana áðan.

Nú er ég að horfa á þingið og ætla að sjá hvað þingmenn segja.

Eini þingmaðurinn sem ég hef séð halda vel haus í þessu er Steingrímur, hann er ekki með bölmóð eða hávaða. Hann er pollrólegur alveg.

 


mbl.is Neyðarlög sett í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Færsla 808

Það er meira sem maður getur bullað !

En ég hef ákveðið að útrýma "ykkur". Mér finnst þetta bloggvinakerfi þreytandi og ég ætla að gera þetta öðruvísi.

Ég ætla að gerast áskrifandi af ykkur í RSS FEEDS og fylgjast með ykkur þannig í gegnum póstforritið mitt.

Þeir sem ákveða að móðgast eru vinsamlega beðnir að eiga það alfarið við sjálfan sig.

Klús á línuna.

(þið eruð ótrúlega mörg þannig að ég verð áreiðanlega nokkra daga að þessu!)


Þrælbein

og önnur bein.

Ástand mála er ekki gott. Nú hvessir almúginn í umferðinni, á fokdýru bensíni, augun á þreytulegu plebbana á dýru bílunum. Það er gjörsamlega búið að kafsigla okkur hér með bullútrás og öðru veseni hjá þeim sem töldu sig eiga heiminn. Það kom í ljós að þeir áttu hann ekki skuldlausan.

Skelfingu lostið fólk hefur hrúgast í Bónus og hamstrað, ég gerði það ekki. Ég var að sinna Mr Erli sem stappaðist um allt höfuðborgarsvæðið með aurana sem hann reif út úr bankanum á föstudaginn. Systir aðstoðaði við að reyna að koma Erli heim og upp í bæli svo honum tækist að þræla sér á Korputorg í dag. Ekki gengur að fara í svona nýja verslunarmiðstöð nema bara allra fyrstu dagana sem kvikindið er opið. Við systur fórum ekki heldur þangað.

Við tókum samt nýjan pól í hæðina hér á heimilinu, ég og nýuppgötvaða húsmóðirin, við ætlum að kaupa eins mikið af íslenskri vöru og við komumst upp með.

Annars erum við góð....

Hm já meðan ég man, maðurinnsemégtekekkimarkálengur, sagði áðan að þessi heimskreppa nú væri verri en sú sem varð á fjórða áratugnum. Þá varð ég hissa, hef alltaf séð þá kreppu fyrir mér sem hreinan hrylling. En svo rann upp fyrir mér ljós, það var verið að tala við manninnsemégtekekkimarkálengur.

Enn betra....


Seinna í vetur

Kemur svo enn meiri nýung með miklum sparnaði fyrir farþegana.

Þá mun verða kynnt farrýmið, útávæng, og er um stök fargjöld að ræða, aðra leiðina.*

Verði mun verða mjög stillt í hóf.

Með kveðju

FL group

* sérhannað fyrir flugdólga


mbl.is Icelandair kynnir nýtt farrými
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband