Færsluflokkur: Bloggar
hætt að nenna
23.3.2010 | 20:12
að horfa á þingið og það allt en það eru engar nýjar fréttir.
En nýju fréttirnar eru að hér er komin kisa til prufu. Solla mín bjargaði litlum kisustrák úr sýningarkassa í dýrabúð. Hún kom með hann til mín og sýndi mér hann. Lítill vesældarlegan gráan kettling, grindhoraðan og nánast hreyfingarlausan, aldrei séð svona druslulegan kettling. Hún fór svo með hann heim til sín og hefur haft hann í svona 6 vikur. Þá tók við að venja saman Hilmar Reyni og litla kisann, Rebba. Það gekk ekki sérlega vel. Hilmar er nýlega greindur á einhverfurófi og gengur ekki sérlega vel að skilja orsök og afleiðingu plús það að hann er bara tveggja ára. Rebbi hefur verið teygður og togaður, þrælað í klóið og bara lent í allskonar hremmingum. Hilmar allur útklóraður enda kisi átt verulega undir högg að sækja í þessu sambandi. Það endaði með að Solla gafst upp og kisi er fluttur hingað. Rómeó og Tumi eru hreint ekki hamingjusamir með þessa viðbót og Tumi gaular á hann. Rómi hvæsir og slær þann litla í hausinn, bara svipað og hann gerði við TumaTígur þegar hann kom. Nú er bara að sjá hvernig fer.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
(svína) flensa og önnur óáran
20.3.2010 | 13:58
Hefur legið hér við undanfarið, ekki þó orginal swine flu - við gamla settið stormuðum í bólusetningu fyrir nokkuð löngu síðan.
Ég hef verið raddlaus og leiðinleg, móð og vitlaus í heila viku núna- hef þó verið að drusla mér í ræktina og verið alltaf skárri á eftir. Næ að opna betur fyrir öndunarveginn í allri svitalyktinni og táfýlunni hahahaha..
Ég var að lesa stóran miða á vegg hjá lyfjaverslun nú eftir áramótin og þar sá ég ekki betur en að astmalyfið mitt væri dottið af undanþágulistanum og þá kostar það hálfa lifur og annað nýrað. Í miðri kreppu hefur maður ekki efni á slíkum "lúxus" og ég kaupi þetta þá bara ekki. Ég er svo heppin að astminn kemur bara þegar ég fæ kvef og síðan ég hætti að reykja þá þarf ég að fá svæsið kvef til að koma þessu af stað.
Mín von er þó sú að þetta fari aðeins að lagast.
Ég komst líka að því í þessari viku að ég er ekki snjöll. Ég pantaði mér 2 flíkur að utan. Jú jú þær pössuðu alveg og svona, sniðið á annarri hentar mér ekki en við sjáum til hvað ég nýti þetta í. Vörunar greiddi ég við pöntun en þurfti svo að borga nærri 7000 kall í toll. Þetta borgar sig varla held ég .
Mér gengur svo misjafnlega að þola sjálfa mig. Ég festi mig við einhverja hugsun og kryf hana til mergjar og reyni að skilja löngu orðna hluti eins og til dæmis að ég gat ekki hugsað mér að heimsækja hann Himma minn í fangelsi. Krakkarnir systkini hans fóru en ekki mamma þverhaus, hún sat heima og vorkenndi sjálfri sér að eiga son í fangelsi. Fordómarnir alveg að kæfa kellinguna. Fyrsta skiptið fór hann á Kvíabryggu, þar er svo gott fólk að ég hafði engar áhyggjur af gaurnum þar. Næst fór hann á Hraunið, mikið óskaplega hefur hann verið skelkaður þegar hann kom þar inn og nákvæmlega enginn stuðningur af henni mömmu hans sem sat heima og spilaði sig eitthvað númer. Hann fór aftur á Hraunið í langan tíma....var alveg að verða búinn en nei, þá kom annar dómur og tíminn lengdist. Það var þó í eina skiptið sem ég var að spá í að heimsækja hann. Vorkenndi litla krimmanum mínum - vissi að hann væri svekktur. 18 ágúst 2007 gekk mér ekkert að sofa, Himmi sótti að mér og ég var að hugsa um að best væri að hringja í hann næsta dag og sjá hvernig hann hefði það.
Í hádeginu næsta dag kom fangelsispresturinn....
Suma daga þoli ég ekki sjálfa mig
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Ragnheiður laumubloggari hér
17.3.2010 | 17:32
Komið þið sæl
Þættinum hefur ekki borist bréf en þáttastjórnandi varð alveg hissa fyrr í dag. Svo mjög að hissið var eiginlega enn.
Þó það hafi líklega farið fram hjá flestum þá stormaði hópur bloggara á dyr þegar maður að nafni Davíð Oddsson var ráðinn sem ritstjóri hins eðla morgunblaðs. Sumir stormuðu á eyju, aðrir pressuðust og einn er til sölu (með DV). Hér héngum vér spaðirnir og laufin á meðan, illa haldin af aðskilnaðarkvíða.
Það sem vér blöktum í sakleysi okkar var að oss ráðist. Vér höfum verið tekin úr sambandi oss að óvörum.
Morgunblaðið hefur tekið MóBló´s tengilinn af forsíðunni. AF æpi ég.
Alveg er ég viss um að þetta er Davíð að kenna....hnuss...!
Iss, hvað sagði ég ykkur og þið trúðuð mér ekki. Ég sagði að moggablogg yrði lagt niður :)
Þetta var svona ÆTOLDJÚSÓ blogg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Óleyst ráðgáta
10.3.2010 | 23:53
er hvers vegna fólk fremur sjálfsvíg. Ég er að horfa á frábærlega vel gerða mynd á Rúv, frásögn konu sem reynir að skilja hvers vegna bóndi hennar fellur fyrir eigin hendi.
Afar margt sem hún segir skil ég.
Samuel, ég sakna þín ekki segir hún. Þú hefur aldrei verið nær mér. Og ég sat og hugsaði. Himmi lifir í hjartanu á mér og er mér nærri hverja stund. Ég þarf aldrei lengur að óttast um hann, hann er alla tíð á vísum stað. Ég þarf ekki að blygðast mín fyrir gerðir hans, þær eru engar lengur.
Ég hef reynt að festast ekki í sorginni, ég tel mig hafa leyfi til að gleðjast. Ég á fjögur önnur börn, gleðigjafa. Ég á gott líf. Ég á heilmikla hamingju og ég má gleðjast. Það er engin ástæða fyrir mig að flytja í táradalinn þó ég hafi haft þar viðdvöl um hríð.
Mér ber að vera almennileg og láta gott af mér leiða. Það tekst þó misvel.
Mér ber ekki að ganga um með höfuðið undir væng og líta aldrei glaðan dag meir. Ég get ekki orðið föst í þjáningunni.
Þessi mynd er á frönsku- mikið er franska fallegt mál.
Nú akkurat lauk myndinni. Þá er best að éta skjaldkirtilspillurnar og gigtarpillurnar og reyna að fara að sofa.
Nýjasti bloggvinur minn hér er þessi ; www.keh.blog.is en þarna er Stjáni bróðir minn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Yngsti bloggvinur minn er í Ísland í dag
9.3.2010 | 18:44
akkurat núna á eftir. Hvet ykkur til að horfa á það, fjallað er um aðbúnað barns. Það kemur okkur öllum við. Hún heitir Fanney Edda Frímannsdóttir .
Ég gerði tilraun til að lesa dóminn yfir litháunum fimm. Ég varð frá að hverfa, ég er aumingi...Hvernig er eiginlega hægt að fara með fólk ?
Þið verðið að afsaka bloggletina. Hef enga afsökun samt. Bara nenni ekki. Og varla núna.
Nenni heldur ekki að horfa á þingið né hlusta á þingmenn að neinu leyti. Alveg komin með klígju fyrir þessu öllu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Takk
27.2.2010 | 18:39
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Tilraun til að koma pistli, um alhæfingar, á "blað"
20.2.2010 | 13:01
Fólk kemur með á facebook ýmsa tengla, bæði frá sjálfu sér og öðrum. Stutt er síðan ég las einhvern slíkan tengil og fjallaði hann um moggabloggið og hnignun þess. ,,"Flóttamennirnir" af M-bloggi fóru þar mikinn og sögðu að eftir að Davíð hefði tekið við væri sko Morgunblaðið ónýtt og bloggið þar með, þar væru ekkert nema hægriöfgamenn- stórhættulegt lið,,
Takk fyrir pent.
Við erum enn mörg hérna sem erum ekki æsingamenn að neinu leyti og skrifum yfirleitt ekki langa pistla um stjórnmál né hrunið. Morgunblaðið er að mínu mati enn besta blaðið sem gefið er út, með frábæru starfsfólki. Mér finnst ekki rétt að ætla að úthúða öllum þó fólk sé ekki hrifið af Davíð Oddssyni.
Fólk eins og ég hefur nánast orðið utanveltu- ég hef alveg mínar skoðanir á stjórnmálum og hruni en nenni ekki að deila þeim með öðrum. Til hvers ætti það að vera ? Skoðanir eru skoðanir- allir hafa þær. Sumir virðast hinsvegar fá eitthvað út úr því að troða sínum skoðunum ofan í aðra..
Sumir flóttamenn héðan hafa mikið fyrir að plögga síðuna sína og tengja í frá þessu eitraða M-bloggi. Það finnst mér afar spes. Er M-bloggið minna eitrað ef maður setur bara einn fjórða af blogginu sínu inn á ? Sleppur maður með helming ? Hvar eru mörkin ?
Mér leiðast mikið alhæfingar og mér leiðist líka óþarfa upphrópanir og hávaði út af litlu. Hvað ætlar fólk þá að segja lendi það í alvöru mannraunum ?
Mér er hollast að koma mér í að brjóta saman tauið -vinna framundan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
það eru ekki verðlaun í boði
6.2.2010 | 18:49
fyrir að finna mig á þessari mynd.
Dagurinn í dag hefur verið frábær. Hef eytt honum mest með Hjalla mínum bestastrák.
Hann kom með mér að hitta hana Ásthildi Cesil -það var æði að hitta hana loksins...Þar er skilningur án orða.
Svo fórum við í Elko til að kaupa mp3 spilara í ræktina- fékk tvo til að gefa Steinari einn. Hann veit það ekki ennþá haha...
Hjalli hjálpaði mér svo að elda matinn og við höfum lokið við að borða...
Ætlaði aðallega að grínast með þessa mynd :)
![]() |
Guðmundur ekki í efstu sætum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
smooth criminal
6.2.2010 | 10:52
Set þetta inn til eintómrar gleði. Hann var auðvitað langflottastur hann Mikki.
Mér finnst vera orðið svo mikið vor eða þannig í lofti. Við kettirnir horfðum á glaða fugla áðan á pallinum okkar, eða þar til Tumi ákvað að skoða þá betur. Fuglar ekki hressir með það og flugu upp á þak hjá Sigrúnu. Tumi alveg bit auðvitað.
Hér heima gengur allt alveg frábærlega...ég er farin í ræktina og Steinar líka. Hittum einkaþjálfara í gær og fengum plan hjá honum og fitumælingu. Í raun er ég mun verr á mig komin en Steinar. Það er spes. En allaveganna þá hef ég þyngst um 2.5 kg síðan ég byrjaði haha..Það eru líka komnir vöðvar á hina og þessa staði. Við héldum fyrst að við yrðum allra karla og kellinga elst þarna en nei nei við erum það hreint ekki og vekjum heldur ekki neina eftirtekt vegna óvenju slæms útlits og svona. Þetta er fín líkamsræktarstöð, hrein og í góðu lagi. Við förum fimm sinnum í viku, alla virka daga. Þetta má þakka Hjalta. Hann er í ræktinni og dró okkur með sér. Hann hefur ekkert komist þessa vikuna. Hann var að klára ökuskólann. Það eru hundrað jákvæðir hlutir að gerast. Hann var nú krútt við mömmu sína þegar mamman sat alveg í fári yfir myndbandinu sem ég skrifaði um hér á undan. Þegar Hjalli kom heim þá var Steinar búinn að segja honum og mamman fékk stórasta knúsið í heiminum öllum. Mömmur hressast alltaf við svoleiðis knús ....óhjákvæmilegt.
Nú njótum við góða veðursins meðan það varir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Óheppileg tilviljun ?
4.2.2010 | 21:28
MBL menn fjarlægðu myndbandið eftir að Steinar talaði við þá. Fyrir það er ég þakklát...
Ég veit það ekki- en ég er fokill yfir þessu. Þarna er eftirförin á eftir Himma heitnum. Ég hefði viljað að hann fengi að hvíla í sinni gröf í friði, einhverntímann !!
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)