Óleyst ráðgáta

er hvers vegna fólk fremur sjálfsvíg. Ég er að horfa á frábærlega vel gerða mynd á Rúv, frásögn konu sem reynir að skilja hvers vegna bóndi hennar fellur fyrir eigin hendi.

Afar margt sem hún segir skil ég.

Samuel, ég sakna þín ekki segir hún. Þú hefur aldrei verið nær mér. Og ég sat og hugsaði. Himmi lifir í hjartanu á mér og er mér nærri hverja stund. Ég þarf aldrei lengur að óttast um hann, hann er alla tíð á vísum stað. Ég þarf ekki að blygðast mín fyrir gerðir hans, þær eru engar lengur.

Ég hef reynt að festast ekki í sorginni, ég tel mig hafa leyfi til að gleðjast. Ég á fjögur önnur börn, gleðigjafa. Ég á gott líf. Ég á heilmikla hamingju og ég má gleðjast. Það er engin ástæða fyrir mig að flytja í táradalinn þó ég hafi haft þar viðdvöl um hríð.

Mér ber að vera almennileg og láta gott af mér leiða. Það tekst þó misvel.

Mér ber ekki að ganga um með höfuðið undir væng og líta aldrei glaðan dag meir. Ég get ekki orðið föst í þjáningunni.

Þessi mynd er á frönsku- mikið er franska fallegt mál.

Nú akkurat lauk myndinni. Þá er best að éta skjaldkirtilspillurnar og gigtarpillurnar og reyna að fara að sofa.

Nýjasti bloggvinur minn hér er þessi ; www.keh.blog.is en þarna er Stjáni bróðir minn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.3.2010 kl. 00:29

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

*dúllz*

Steingrímur Helgason, 11.3.2010 kl. 01:07

3 Smámynd: Kidda

Knús og klús

Kidda, 11.3.2010 kl. 10:14

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Fallegur hjartnæmur pistill.  Ég er ánægð með þig. 

Anna Einarsdóttir, 11.3.2010 kl. 11:00

5 identicon

Þú hefur svo sannarlega leyfi til að gleðjast elsku hjartans vinkona. Og hefur einnig margt til að gleðjast yfir.

Knús á þig

Christine Einarsson (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 13:29

6 identicon

Þekki allt sem þú segir.Ég varð svo döpur er ég horfði á þáttinn.Þjáning mannsins var svo mikil.Þannig voru síðustu ár míns stráks.Gat bara horft stutt á þáttinn og finn enn fyrir depurð og sorg.En það fer og ég gleðst á nýjan leik.Faðmlag til þín

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 14:53

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég er líka ánægð með þig! Enda.... hvernig væri annað hægt?

Af hverju borðarðu skjaldkirtilspillur á kvöldin? Er það betra?

Hrönn Sigurðardóttir, 11.3.2010 kl. 16:48

8 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Svo satt, svo satt.

Helga Magnúsdóttir, 11.3.2010 kl. 20:21

9 Smámynd: Sigrún Óskars

þú orðar hlutina alltaf svo vel.

Sigrún Óskars, 11.3.2010 kl. 20:54

10 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Valdís Skúladóttir, 13.3.2010 kl. 22:46

11 Smámynd: Ragnheiður

æj Hrönn..ég er alger sauður í að muna að taka pillur og hef tekið þær á þeim tíma sem ég er örugglega heima og það er auðvitað þegar ég er að gefa á garðann.

Núna var ég næstum búin að gleyma að taka þær enda svo hundlasin að það er alveg svakalegt ...

Ragnheiður , 13.3.2010 kl. 22:53

12 Smámynd: Ragnheiður

Takk öll fyrir innleggin, þið eruð yndi

Ragnheiður , 13.3.2010 kl. 22:54

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Missti af þessu.  En ég skil hvað þú ert að segja með Himma.  Ég hugsa það sama með minn.  Finn nærveru hans og finnst hann reyna að tala til mín þegar ég er langt niðri.  Ég held að okkur sé öllum ætlaður ákveðin tími hér.  Þegar hann er liðin, ekki fyrr og ekki seinna förum við.  Hvernig við gerum það skiptir ekki máli.  Heldur að við höfum afplánað okkar pligt og fáum að fara.  Ég hélt einhverntímann að svona inngrip frá eigin hendi væri eitthvað sem seinkaði ferli manns, en ég held það ekki lengur.  Ég held að við verðum að virða vilja þeirra sem kjósa þessa leið út. 

Knús á þig elsku Ragnheiður mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.3.2010 kl. 09:08

14 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Þú ert ótrúleg !

Kristján Hilmarsson, 17.3.2010 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband