Færsluflokkur: Bloggar
til hamingju
10.4.2010 | 20:29
![]() |
Einn með 28 milljónir í lottóinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Danssporin stigin
9.4.2010 | 22:36
í þessum endalausa Hrunadansi.
Ég er orðin svo dauðleið á þessu. Hljómsveitin löngu orðin fölsk og leiðinleg. Klappliðið situr draugfullt við barinn og klappar þaðan, fyrir hverju öðru.
Þetta er búið að pirra mig lengi en svo kemur formaður Sjallanna á vettvang og leggur alveg línurnar við lestur skýrslu sem hann hefur ekki séð en greinilega óttast innihald hennar. Það er auðvitað hans réttur. Ég óttast ekki þessa skýrslu. Viss um að ekkert gerist nema einhverjir bloggarar fara á hliðina...og margir þeirra eru oftast á hliðinni eða hvolfi hvort eð er.
Ég vil fara að fá lausnir og hugmyndir, framkvæmdir, jákvæðni og gleði. Við getum ekki setið föst í kreppu - það gengur ekki upp.
Ekkert helvítis væl.
°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°
Ég er ekki mjög dramatísk, áreiðanlega leiðinlega föst á jörðinni bara.
Eins og ég hef oft sagt þá leiðist mér fólk. Það þurfa að vera alveg sérstakir karakterar til að ég nenni þeim. Undantekning á þessu er fólkið mitt. Það sleppur við að mér leiðist það. Það fólk sér mér líka alveg fyrir öllum þeim félagsskap sem ég þarf. Ég á hinsvegar eina svakalega góða vinkonu. Hún er heldur ekki dramatísk, frekar en ég. Við ætlum að hittast bráðum stelpurnar ....
Ein kunningjakona mín til margra ára fór alltaf í saumaklúbb. Hvernig nennirðu þessu stundi ég alveg skilningsvana. Þetta er svo gaman sagði hún, gott að borða og svona. Svo leið og beið. Svo tók ég eftir að hún var farin að vera heima þessi áður saumaklúbbskvöld. Ég spurði hana varlega. Já sko dæsti hún. Málið var að eitt kvöldið var Jóna ekki viðstödd og öllu kvöldinu var eytt í að tala illa um hana. Ég sá að svona myndu þær tala um mig ef ég mætti ekki einn daginn og ég ákvað að hætta.
Ég held að maður geti "overdósað" á samskiptum við fólk.
Ég nýt þess hinsvegar að vera heima, slaka á og hafa það gott.
Og hérna set ég punktinn...
Já..það á að kjósa í vor. Ég get ekki séð að neitt sé handa mér að kjósa hér í minni sveit.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Það er að koma vor ?
8.4.2010 | 10:35
vonandi !
En héðan er nákvæmlega ekkert í fréttum, það hefur bara ekkert gerst markvert í mínu lífi !.
Kisur fara inn og út
Kelmundur er sama gæðablóðið
Eina að mig langar aftur inn í Fljótshlíð að sjá gosið ...
Ha jú..uppdeit á eldri færslu.
Ekkert nema almennilegheitin í búðinni sem seldi okkur sturtuklefann þannig að málið virðist ætla að leysast með góðu bara.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Allt kemur nú í bakið á manni
4.4.2010 | 23:51
og ég bara fattaði það ekki fyrr en ég skrapp inn á síðuna hennar Hrannar. Hún fór á margra tomma farartæki upp að gosstöðinni...og ég sat í nokkra stund og hugleiddi afhverju ég þekkti engan sem á svoleiðis bíl, engan sem er búinn að bjóða mér upp að eldstöðinni. Og þá rann það upp fyrir mér. Í mörg mörg ár hef ég gert grín að eigendum slíkra farartækja, flissað af mögulegri neðanbeltisfátækt og bara verið með skítahúmor í málinu öllu.
Og nú kom það í bakið á mér.
Ekki nokkur maður með snefil af sjálfsvirðingu dettur í hug að bjóða mér upp í slíkt farartæki eða láta sig sjást með mér yfirleitt.
Haha æj mig auma.
Yfirbót er samt ekki á dagskrá að sinni. Ég labb´etta bara frekar !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Hérna koma myndir
3.4.2010 | 18:54
af sótröftum tveim
Hérna er mynd af Rómeó, held að hinn hafi sloppið ómyndaður ...set inn eina aðra en set svo inn á facebook....það er betra
hér er mjög óvirðulega farið með Rómeó !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Pistill í smíðum
3.4.2010 | 17:17
en eins og er þá er undrun mín of mikil. Það má eiginlega segja að lengi megi manninn reyna þó að um konu sé að ræða í þessu tilviki. Þetta er nú ekkert lífshættulegt ástand eða svoleiðis, aðallega pirrandi og þá í einhvern tíma en svo gleymi ég þessu áreiðanlega eins og öllu öðru. Minnið alveg að standa sig sko.
En svona var þetta.
Á Facebook setur ein inn status um að hún vilji ekki ljóta bloggvini. Grín já ég veit en hafði ekki húmor fyrir því og ég tek mig út sem vin hjá henni. Dásamlegur karakter þessi kona og vantar ekkert upp á það. Það má vel vera að ég hafi verið of húmorslaus þennan daginn. Svo spái ég ekkert í þessu enda nóg að gera. Það eru örugglega 2 vikur síðan þetta var.
Í dag fæ ég svo bréf frá annari konu sem er vinkona hinnar (og ég hélt í barnaskap að væri vinkona mín) og hún spyr um þetta. Ég svara henni að ég hafi slitið facebook vinskap við A. Svo fer ég út að gera eitthvað og kem heim aftur og kíki inn á Facebook. Þá er seinni konan búin að fleygja mér út. Ekkert spurt um skýringar eða neitt...bara hviss...spark í rassgatið á mér og málið dautt.
Þetta er spes....
en jæja...best að spá ekki meir í þetta.
Farin í sturtu, sveitt eftir ræktina og nú fékk ég mér flottar buxur og notaði gjafabréf frá Intersport.
En ég ætla að bæta aðeins við þessa færslu á eftir. Ég eignaðist óvænt kolsvarta og drulluga ketti haha...málið er að nágranninn er að taka niður gamlan arin og hafði sett sótsvart rör út á pall. Það er svo auðvitað á leiðinni í Sorpu. En mínir kisar ákváðu að skoða þetta nánar og komu sótsvartir í nákvæmri merkingu inn. Þeir voru þvegnir .....
set myndir á eftir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mynd Gísla Sigurgeirssonar
29.3.2010 | 17:35
í gær, gamalt er gott, var frábær.
Takk fyrir að láta mig brosa og tárast í sömu andránni.
Þið sem misstuð af, reynið að sjá hana.
Takk fyrir mig
Hér er umfjöllun um þáttinn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Æfintýri á gönguför
29.3.2010 | 11:54
Ég hef aldrei séð eldgos öðruvísi en í sjónvarpinu og mig langaði nú að bæta úr því. Steinar var að vinna um helgina en í gærkvöldi ákváðum við að skella okkur austur í myrkrinu og sjá eldgos. Hann aldrei séð svoleiðis heldur.... hér kemur þá ferðasagan.
Það var nokkuð hvasst í innkeyrslunni þegar ég rogaðist út með stóra trefilinn, prjónana og eitthvað smádótarí (nammi) he hemm...
Við tókum olíu á gráa Bensann og ókum af stað austur. Við litlu kaffistofuna sýndi mælirinn mínus 8. Mjóróma rödd í farþegasætinu sagði ásakandi ; Sko! ég sagði þér það áðan, þetta VAR snjókorn!! Þrautþjálfaður bílstjórinn sagði ekki neitt. Treflahrúgan jafnaði sig tiltölulega fljótt (gleymdi þessu) Við ákváðum að fara þrengsli, farþeginn hafði heyrt að þar einhversstaðar í brekku sæist glitta í eldgosið. Í Þrengslunum hringdi "eldfjallasérfræðingur" heimilisins og gaf bifreiðastjóra góð ráð um hvar hann sæi gos án þess að draga treflahrúguna langar leiðir.
Birtan úti var flott, fullt tungl ...
Við tókum svo aðeins lykkju á leið okkar, ég hef svo voðalega lítið gaman að því að sjá Litla Hraun. Mér er hlíft við því af bifreiðastjóranum mínum.
Í Hveragerði var 6 stiga frost. Hrollur bara
Við mættum allskonar sér útbúnum jeppum, stórum rútum og allskonar farartækjum sem ferðaþjónustan íslenska á. Það söng í malbikinu þegar stóru stóru dekkin keyrðu eftir því.
Ég horfði á hús eitt á Selfossi og hugsaði hjartanlega fallega til íbúans þar en mundi svo að ég ætti að þekkja einhvern sem bjó í þessu húsi áður...þarf að spyrja hana um fyrri eiganda.
Þegar hér er komið sögu hafði farþeginn staðið sig ótrúlega vel. Ræfillinn er nefnilega til vandræða bílhræddur og á til að hrökkva við af ótrúlegustu atburðum. Stundum dáist ég að umburðarlyndi bílstjórans ! Að hann skilji mann ekki eftir...
Rétt austan við Selfoss þá mættum við langri bílalest..hún er rétt farin hjá þá hringir síminn hans Steinars. Greinilega einhver rútukall þar á ferð sem hann þekkir og þeir spjalla eitthvað saman. Steinar fær ráð um hvar hann kemst að þessu og svona. En svo segir hann ; nei ég er bara að fara með G Ö M L U !!! HNUSS....!
Innst í Fljótshlíð er vegurinn bara búinn, við tekur rykugur malarvegur. Ekki alveg það heppilegasta fyrir astmakellinguna en ....þá vorum við búin að sjá bjarmann frá gosinu á góðan tíma. Við ökum þarna áfram, ekki farið sérlega hratt yfir enda við á drossíu en ekki jeppa.
Við förum í taugarnar á ökumanni Opel Zafira og hann spýtist fram úr og við sárfundum til með bílnum hans. Stuttu seinna komum við að vaði, þar aka jepparnir varlega yfir en þetta virðist ekki vera svo djúpt. "vinur" okkar á Opelnum lætur sig vaða yfir og þegar við sjáum að hann kemst þá læðust við yfir á bens. Það gekk glimrandi. Við ökum þarna inn að gosstöðvum á grófum og andstyggilegum slóða. Bensinn Grámann í Garðshorni alveg hissa á þessum ósköpum og hristi bara stjörnuna. Eftir nokkra stund - ekki langa vegalengd samt- þá sjáum við skilti þar sem allur akstur er bannaður, þar fyrir innan eru fleiri vöð og lækir og nú ákváðum við að hlífa Grámanni. Steinar bakkar þarna upp í hlíðina og við tökum upp sitthvorn kíkirinn...
Það er algerlega frábært að sjá eldgos !! Við sátum þarna lengi alveg dolfallin og horfðum á. Eina truflunin var þegar jepparnir fóru framhjá okkur. Þeim fannst greinilega ekki beinlínis varið í að sjá Bens leigubíl -fólksbíl- þarna lengst inn á eyrunum.
Ferðasöguna hripaði ég niður í stikkorðum á leiðinni.
Síðasta orðið sem ég skrifa í hana er : MAGNAÐ!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mikið bras
26.3.2010 | 21:31
sem endar þá kannski með þrasi. Þannig er að við keyptum sturtuklefa í ágúst s.l. -fordýran fjanda en alveg dásamlega sturtu. Ekki hefur þó græjan gengið alveg áfallalaust svosem en ekkert stórbilað hefur svosem gerst.
Listinn yfir bilanir er þessi :
Niðurfallsrennsli ekki sérlega gott, skilst að það sé vegna þess að barkinn undir er ss gormabarki. Þetta hefur ekki gert mikið til, maður bara fylgist með og Steinar hefur látið renna af krafti í gegnum rörið til að hreinsa.
Handsturtuhausinn bilaði og við keyptum nýjan. Það kostaði bara 3-4 þúsund samt
Tvisvar núna hefur snúningstakkinn verið stirður en hann hefur þó gefið sig en þetta eru vísbendingar um bilun.
En í dag tók nú steininn úr. Steinar vann í nótt og svaf í dag. Enginn gekk um heima -baðherbergið lokað og svona. Steinar skrapp svo á klóið og kom fram ...við verðum að fara í sturtu í ræktinni. Ha segi ég. Við förum nebblega alltaf heim í sturtu. Þá var sprunga í hliðinni á klefanum og nokkur brot hrunin inn í botninn.
Búðin sem seldi okkur þetta átti ekki til nýja hlið. Vísuðu bara vandræðaleg á eigandann sem kemur ekki til landssins fyrr en eftir páska. Þeim datt ekki í hug að taka hlið úr óseldum klefa né vísa okkur á einhvern sem gæti sérskorið þetta herta gler sem þarf í þetta.
Við ætlum að reyna að redda þessu til bráðabirgða en það er ekki auðvelt heldur. Þetta er vel kíttaður rammi og glerbrotin eru hreinlega föst í þessu !! Þetta er algjört klúður.
Píparinn minn varaði okkur við þessum klefum en því miður ekki fyrr en við höfðum þegar keypt hann. Næst spyr ég hann áður ..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
með arnarsjón á fortíðina
24.3.2010 | 12:49
en ekki nærri eins glögg á framtíðina.
Mun þó þrauka hana eins og aðrir.
Væri ég yngri þá færi ég úr landi.
En nú þarf ég að muna að fyrirgefning er val - ég þarf að muna að fyrirgefa mér. Enginn breytir sinni fortíð, ekki ég og ekki neinn.
Agú, ég er krútt !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)