Ragnheiður laumubloggari hér

Komið þið sæl

Þættinum hefur ekki borist bréf en þáttastjórnandi varð alveg hissa fyrr í dag. Svo mjög að hissið var eiginlega enn.

Þó það hafi líklega farið fram hjá flestum þá stormaði hópur bloggara á dyr þegar maður að nafni Davíð Oddsson var ráðinn sem ritstjóri hins eðla morgunblaðs. Sumir stormuðu á eyju, aðrir pressuðust og einn er til sölu (með DV). Hér héngum vér spaðirnir og laufin á meðan, illa haldin af aðskilnaðarkvíða.

Það sem vér blöktum í sakleysi okkar var að oss ráðist. Vér höfum verið tekin úr sambandi oss að óvörum.

Morgunblaðið hefur tekið MóBló´s tengilinn af forsíðunni. AF æpi ég.

Alveg er ég viss um að þetta er Davíð að kenna....hnuss...!

Iss, hvað sagði ég ykkur og þið trúðuð mér ekki. Ég sagði að moggablogg yrði lagt niður :)

Þetta var svona ÆTOLDJÚSÓ blogg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hér hangi ég enn, með þá trú á milli eyrna að Davíð taki hatt sinn og staf þegar skýrslan góða kemur loks fyrir almúgasjónir og að þá verði allt gott aftur. 

Enn er von.

(Pollý)Anna.

PS.  Hvað er annars "MóBló"?

Anna Einarsdóttir, 17.3.2010 kl. 17:51

2 Smámynd: Ragnheiður

Anna, PollýAnna, skoðaðu forsíðu www.mbl.is og þar er ekki lengur tengill á MóBló...(MoggaBlogg)

Okkur hefur verið útrýmt eða falin eins og skítugu börnin hennar Evu

Ragnheiður , 17.3.2010 kl. 18:13

3 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Hahaha Mýrkjartan var afi minn, Komdu sæl frænka!

Þórarinn Baldursson, 17.3.2010 kl. 19:06

4 Smámynd: Kidda

Eins gott að ég finni mig ig mína eðalvini í búkkmarkinu. Annars myndi ég ekki rata heim til mín.

Sýnist þú vera að eignast frænda og til hamingju með það

Knús og klús

Kidda, 17.3.2010 kl. 19:14

5 identicon

Góð. En ég yfirgef þig aldrei Ragga mín. Þannig er það bara.

Knús á þig góða

Christine Einarsson (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 19:36

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þó linkurinn sé ekki efst á blaði, þá erum við allavega til vinstri, bloggheimur eða eitthvað þess háttar.   Knús Ragga mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.3.2010 kl. 19:41

7 Smámynd: Ragnheiður

Nýr frændi ?

En sniðugt...velkominn :)

Ragnheiður , 17.3.2010 kl. 20:06

8 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Valdís Skúladóttir, 17.3.2010 kl. 20:37

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Já !  Nú sé ég þetta. 

Ætli þeir séu ekki barasta farnir að skammast sín fyrir orðbragð sinna eigin stuðningsmanna á blogginu ? 

Anna Einarsdóttir, 17.3.2010 kl. 20:46

10 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Það er líka búið að taka tengilinn á mbl.is sem var alltaf hér uppi í vinstra horni við hliðina á blog.is. Skrýtið.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 17.3.2010 kl. 21:47

11 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Doddson að reyna að losna við okkur ? og nýr frændi, ef rétt, þá minn líka !!

Kristján Hilmarsson, 17.3.2010 kl. 22:11

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Iss... ég hef hvort eð er aldrei verið þar! Mig finna bara þeir sem hafa fyrir því að leita ;)

(Polly) Hrönn

Hrönn Sigurðardóttir, 17.3.2010 kl. 23:21

13 Smámynd: Ragnheiður

Já Stjáni þennan áttu með mér :)

En fyrir fólk sem er ekki eins steinblint og ég þá er í raun búið að setja mun meira áberandi tengil á okkur moggabloggara. Hann er í lit og allt, þarna vinstra megin á forsíðunni :)

Ragnheiður , 18.3.2010 kl. 00:03

14 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég viðurkenni & ættleiði orðzkrípið 'móbló'.  Enda vita allir að markmið mitt er náttla að úteyða viðurkenndri réttritun í íslenzku máli !

En ég Golíatinn, hef nú ekki fundið neitt fyrir þezzum zmávölum Davíðzinz...

Steingrímur Helgason, 18.3.2010 kl. 00:28

15 Smámynd: Ragnheiður

Það vita líka allir að "móbló" er frá þér komið Steini minn.

Hitt er annað mál að við sjáumst betur á forsíðunni nú en áður.

Ragnheiður , 18.3.2010 kl. 00:38

16 Smámynd: Brattur

Við erum öll í útrýmingarhættu

Brattur, 20.3.2010 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband