Tilraun til að koma pistli, um alhæfingar, á "blað"

Fólk kemur með á facebook ýmsa tengla, bæði frá sjálfu sér og öðrum. Stutt er síðan ég las einhvern slíkan tengil og fjallaði hann um moggabloggið og hnignun þess. ,,"Flóttamennirnir" af M-bloggi fóru þar mikinn og sögðu að eftir að Davíð hefði tekið við væri sko Morgunblaðið ónýtt og bloggið þar með, þar væru ekkert nema hægriöfgamenn- stórhættulegt lið,,

Takk fyrir pent.

Við erum enn mörg hérna sem erum ekki æsingamenn að neinu leyti og skrifum yfirleitt ekki langa pistla um stjórnmál né hrunið. Morgunblaðið er að mínu mati enn besta blaðið sem gefið er út, með frábæru starfsfólki. Mér finnst ekki rétt að ætla að úthúða öllum þó fólk sé ekki hrifið af Davíð Oddssyni.

Fólk eins og ég hefur nánast orðið utanveltu- ég hef alveg mínar skoðanir á stjórnmálum og hruni en nenni ekki að deila þeim með öðrum. Til hvers ætti það að vera ? Skoðanir eru skoðanir- allir hafa þær. Sumir virðast hinsvegar fá eitthvað út úr því að troða sínum skoðunum ofan í aðra..

Sumir flóttamenn héðan hafa mikið fyrir að plögga síðuna sína og tengja í frá þessu eitraða M-bloggi. Það finnst mér afar spes. Er M-bloggið minna eitrað ef maður setur bara einn fjórða af blogginu sínu inn á ? Sleppur maður með helming ? Hvar eru mörkin ?

Mér leiðast mikið alhæfingar og mér leiðist líka óþarfa upphrópanir og hávaði út af litlu. Hvað ætlar fólk þá að segja lendi það í alvöru mannraunum ?

Mér er hollast að koma mér í að brjóta saman tauið -vinna framundan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Flottur pistill hjá þér Ragga mín og ég tek svo sannarlega undir það að maður nennir ekki að vera troða sínum skoðunum um pólitík og annað rugl upp á aðra svo úr verði kannski leiðinda komment manni til handa.
Knús til þín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.2.2010 kl. 13:51

2 Smámynd: Kidda

Þakka pent líka fyrir að flokkast undir öfga hægri eitthvað. Stundum verð ég að blása út um hvað mér finnst um ástandið hérna en myndi seint kalla það hægri öfga eitthvað.

Það er fínt að vera hérna á moggablogginu hvað sem öðrum finnst um það. Ég fer ekki í burtu þó svo að DO sé ritstjóri moggans. Persónulega hef ég ekki þolað manninn í mörg ár, skki síðan hann var borgarstjóri og annar guttana minn spurði hvort hann héldi að hann væri Guð. 

Læt mér nægja að lesa mbl.is er hætt að nenna að lesa annað en það sem kemur á netið. Vildi helst losna við Fréttablaðið svo að pappírsúrgangurinn væri minni.

Knús og klús

Kidda, 20.2.2010 kl. 14:19

3 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Það hefur alltaf virkað þveröfugt á mig þegar hópur manna er að hvetja mann til að gera eitthvað. Mér finnst DO alveg ömurlegur karakter en ég leiði hann bara hjá mér. Ég sé Moggann aldrei og Fréttablaðið berst ekki hingað til Egilsstaða svo að ég hef ekki annað en mbl.is og svo visir.is til að lesa fréttir. Bæði finnst mér óskaplega þunnt, sérstaklega mætti mbl.is vera skemmtilegra stundum. En ég færi aldrei að hætta að blogga hér bara fyrir einhvern hópþrýsting. Þetta er einfaldlega þægilegasta netsvæðið og DO átti ekki heiðurinn af því að koma því á fót

Margrét Birna Auðunsdóttir, 20.2.2010 kl. 22:48

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.2.2010 kl. 02:17

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sammála þér! Ég hef alveg mínar skoðanir á pólitík og hruninu algjörlega án þess að vera hægri öfga eitthvað......

En fjárinn eigi það að ég nenni að lesa endalausar samsæriskenningar og láta troða ofan í mig skoðunum annarra daginn út og daginn inn! Það er líka svo skondið að hver og einn hefur algjörlega rétt fyrir sér - að eigin mati......

Allar þessar skoðanir og sannfæringar eru líka að æra óstöðuga og mér sýnist flóttafólk almennt vera búið að týna gleðigeninu.

Hrönn Sigurðardóttir, 21.2.2010 kl. 06:25

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta er alveg rétt hjá þér. Mér finnst DO síðasta sort en mér finnst bloggið mitt bara ekki nógu merkilegt til að halda að það myndi breyta einhverju ef  ég flytti mig um set.

Helga Magnúsdóttir, 21.2.2010 kl. 20:34

7 Smámynd: Steingrímur Helgason

Við erum gjörzammála hérna um þetta, zem & annarztaðar & meira að zegja Hrönnzlan tekur undir.

& hún býr í ölfruzzandi Zelfozzzkríri, viljandi !

Við bloggum kát hérna áfram & látum ekki leiðindin fýla okkur frá !

Steingrímur Helgason, 22.2.2010 kl. 01:18

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Viljandi..... Bíddu bara Steini litli þar til ég næ í skottið á þér!

Hrönn Sigurðardóttir, 22.2.2010 kl. 09:12

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er nú eins hjá okkur hér á Húsavík, við fáum ekki fréttablaðið, nema að kaupa það og það dettur mér ekki í hug þar sem það er frítt meira að segja á Akureyri, skömm að þessu.

Mér finnst nú selfoss flottur bær, ekkert að því að búa þar, er það ekki annars rétt?

Knús í daginn til ykkar allra

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.2.2010 kl. 12:10

10 identicon

Ég er hér enn og er sammála þér með moggann.Ég er íhald en er ekki sátt við alla þar.Það væri óeðlilegt að vera sammála öllum .En ég hangi hér eins og þú og verð þangað til mér verður hent út.Stefni á að vera hér með sögur frá BergenÉg bý í vesturbænum og flutti þangað fyrir rúmum 3 vikum.Hef fengið 1 fréttablað eftir mörg símtöl.Tími ekki að eyða fleiri símtölum í svona blað.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 21:50

11 Smámynd: Brattur

Ég held ég hafi aldrei áður verið kallaður hægri öfgamaður áður... veit ekki hvort ég á að hlægja eða gráta... ég held ég hlægi bara, það er skemmtilegra... en svo er ég líka stórhættulegur... úpps eins gott að ég mæti mér ekki í myrkri...

Brattur, 22.2.2010 kl. 21:55

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ÉG er sammála þér og þeim sem hér skrifa.  Mér líður vel hér og sakna enskis.  Hér á ég góða yndæla vini.  'Eg nenni ekki að ergja mig á Dabba, nema ef honum skyldi láta sér detta í hug að loka blogginu. 

En ég er líka sammála því að það er ákveðin árátta fólks að reyna að fá fólk til að fylgja sér ef það ákveður að fara eitthvað.  Ég sé ekki að Eyjan sé hótinu betri en moggabloggið.  Og hér eru margir frábærir pennar, og allar skoðanir, rétt eins og á Eyjunni.  Svoleiðis er þetta bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2010 kl. 11:27

13 Smámynd: Sigrún Óskars

góð

Sigrún Óskars, 26.2.2010 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband