(svína) flensa og önnur óáran
20.3.2010 | 13:58
Hefur legið hér við undanfarið, ekki þó orginal swine flu - við gamla settið stormuðum í bólusetningu fyrir nokkuð löngu síðan.
Ég hef verið raddlaus og leiðinleg, móð og vitlaus í heila viku núna- hef þó verið að drusla mér í ræktina og verið alltaf skárri á eftir. Næ að opna betur fyrir öndunarveginn í allri svitalyktinni og táfýlunni hahahaha..
Ég var að lesa stóran miða á vegg hjá lyfjaverslun nú eftir áramótin og þar sá ég ekki betur en að astmalyfið mitt væri dottið af undanþágulistanum og þá kostar það hálfa lifur og annað nýrað. Í miðri kreppu hefur maður ekki efni á slíkum "lúxus" og ég kaupi þetta þá bara ekki. Ég er svo heppin að astminn kemur bara þegar ég fæ kvef og síðan ég hætti að reykja þá þarf ég að fá svæsið kvef til að koma þessu af stað.
Mín von er þó sú að þetta fari aðeins að lagast.
Ég komst líka að því í þessari viku að ég er ekki snjöll. Ég pantaði mér 2 flíkur að utan. Jú jú þær pössuðu alveg og svona, sniðið á annarri hentar mér ekki en við sjáum til hvað ég nýti þetta í. Vörunar greiddi ég við pöntun en þurfti svo að borga nærri 7000 kall í toll. Þetta borgar sig varla held ég .
Mér gengur svo misjafnlega að þola sjálfa mig. Ég festi mig við einhverja hugsun og kryf hana til mergjar og reyni að skilja löngu orðna hluti eins og til dæmis að ég gat ekki hugsað mér að heimsækja hann Himma minn í fangelsi. Krakkarnir systkini hans fóru en ekki mamma þverhaus, hún sat heima og vorkenndi sjálfri sér að eiga son í fangelsi. Fordómarnir alveg að kæfa kellinguna. Fyrsta skiptið fór hann á Kvíabryggu, þar er svo gott fólk að ég hafði engar áhyggjur af gaurnum þar. Næst fór hann á Hraunið, mikið óskaplega hefur hann verið skelkaður þegar hann kom þar inn og nákvæmlega enginn stuðningur af henni mömmu hans sem sat heima og spilaði sig eitthvað númer. Hann fór aftur á Hraunið í langan tíma....var alveg að verða búinn en nei, þá kom annar dómur og tíminn lengdist. Það var þó í eina skiptið sem ég var að spá í að heimsækja hann. Vorkenndi litla krimmanum mínum - vissi að hann væri svekktur. 18 ágúst 2007 gekk mér ekkert að sofa, Himmi sótti að mér og ég var að hugsa um að best væri að hringja í hann næsta dag og sjá hvernig hann hefði það.
Í hádeginu næsta dag kom fangelsispresturinn....
Suma daga þoli ég ekki sjálfa mig
Athugasemdir
Það er í lagi, og ég held meira að segja að það hljóti að vera eðlilegt að þú þolir ekki sjálfa þig suma daga. Ef sumir dagar verða bara ekki að öllum dögum
Ég þoli þig ágætlega alla daga.
Hrönn Sigurðardóttir, 20.3.2010 kl. 14:09
Æ elsku Ragga mín
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 14:27
You've got mail dear.
Christine Einarsson (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 14:59
Allir upplifa að þeir vildu hafa gert eitthvað öðruvísi en þeir gerðu. Það er bara hluti af mannlegum breiskleika. Við erum svo ófullkomin að það er ekki fyndið. En það sem skiptir máli og stendur uppúr þegar mannkostir eru metnir og gjörðir eru metnar..... er hvort manneskjan meinar vel og er góðhjörtuð. Það er alltaf svo auðvelt að vera vitur eftirá. Þú vilt öllum vel, svo gefðu sjálfri þér stóran plús fyrir það.
Anna Einarsdóttir, 20.3.2010 kl. 15:53
Þér hlýtur að fara að batna. Ég er komin með kvef og fleira.
Ég hef einmitt verið að hugsa stundum eins og þú ert að gera. Hvað ef eitthvað kemur fyrir strákasnann minn eftir að ég skildi við hann. Vitandi hvernig hann er og í hvað hann er kominn. Geri mér grein fyrir að það myndi koma mikil eftirsjá en ég yrði þá líka að muna af hverju ég vil hann ekki í mínu lífi.
Ég trúin því að í dag viti Himmi nákvæmlega hvernig þér líður og leið á þessum tíma og hann skilur og fyrirgefur mömmu sinni fyrir að hafa verið eitthvað "númmer". En þú ert mannleg sem betur fer og yndisleg persóna og svona dagar koma þess vegna af og til.
Knús og klús
Kidda, 20.3.2010 kl. 18:10
að heimsækja er ekki það sem öllu máli skiptir, þú varst með hann í huganum allan tímann og ert enn. Minn sonur sem var á Kvíabryggju og ég fór þangað nokkrum sinnum honum til ánægju en ekki mér. En ef hann ætlar sér að stefna á Hraunið ...þá er ég löngu búin að segja honum að þangað fer ég ekki, veit ekki hvort það er fordómar eður ei en mig vantar ekki nýja staði í mitt líf, mig vantar að hann fari sína beinu leið:)allt í lagi með króka og aftur á bak skref en ekki láta loka sig inni takk!
Sama máli með kirkjugarðinn....ekki heimsóknir þangað sem skipta máli....hann er steyptur í þitt hjarta og þar er ekki kalt !
kv.
Inga María, 22.3.2010 kl. 00:47
Elsku Ragnheiður mín, það má aldrei hugsa svona. Þetta er einmitt hættan í niðursveiflunni. Mundu bara að Himmi hefur séð þetta allt öðru vísi, eins og minn strákur. Þeir vissu alveg að þeir voru ekki auðveldustu börn í heimi. Og þegar þeir fóru yfir, hafa þeir skilið þetta allt miklu betur. Elskuleg mín, sendi þér knús og býð þér að sitja með þér í kjallaraholunni þangað til þú ert tilbúin að klifra upp stigan með mér. Skref fyrir skref.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.3.2010 kl. 17:59
Ekki dæma þig of hart Ragga mín ..
Knús Inda
Inda (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 20:40
Hrönn mín, takk og þetta eru sem betur fer bara "sumir" dagar
Ásdís Emilía , knús til baka
Tína mín, móttekið og svarað :)
Anna mín ,já það er vonandi eitthvað sem kemur í plús þegar æfin verður á enda runnin
Kidda mín, ég hef einmitt oft hugsað það í sambandi við ykkur A- vonandi kemur ekkert fyrir hann. Knús og klús til baka
Inga María, skilningsbangsinn minn. Þetta er rétt hjá þér :)
Cesil mín, þetta hefur þegar lagast helling...sem betur fer standa þessar hviður ekki lengi yfir lengur. Þetta kemur og fer. Stundum vil ég prufa að setja það á "blað" til að geta lagt það svo endanlega frá mér. Það hjálpar mér heilmikið að fá ykkar skoðanir á því sem kvelur mig þá stundina.
Inda mín, knús til baka
Þakka ykkur hjartanlega ykkar innlegg. Vonandi tekst mér að leggja þessar tilfinningar til hliðar.
Ragnheiður , 22.3.2010 kl. 21:18
Þessar tilfinningar, Ragga mín, gera þig að þeirri sem þú ert. Og mér þykir vænt um þig eins og þú ert
Hrönn Sigurðardóttir, 23.3.2010 kl. 00:06
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.3.2010 kl. 09:17
Takk Hrönn mín
Ásthildur Cesil
Ragnheiður , 23.3.2010 kl. 19:59
Hæ
með astmalyfið, ef þú getur ekki notað samheitalyf þá getur læknirinn þinn sótt um lyfjakort fyrir þig ;) Tékkaðu á því!
Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 23.3.2010 kl. 22:00
Já ég spái í það næst. Málið var að ég var að taka inn hóstasaft sem ég má alls ekki taka vegna astmans, var alveg komin í vesen hehe en þetta er allt að lagast núna
Ragnheiður , 23.3.2010 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.