Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Skruppum út að borða

með afmælissnáðanum mínum.

Skruppum svo til Öldu, henni hundleiðist náttlega á þessum spítala.

Eyddum ágætu kvöldi saman.

Ég fékk mörg ágæt komment í gær og þakka kærlega fyrir afmæliskveðjurnar til hans Hjalla míns

En annars mun ég ekki fjalla nánar um þau má sem ég vísa til í þeirri færslu, ég hvorki þekki málið né tel til góðs allra vegna að vera að skapa einhverja umræðu um eitt tiltekið mál. Þarna á ég við aðstandendur málsins. Þetta er auðvitað mikil sorg að baki slíkum málum og jafnvel margra ára erfiðleikar. Það þekki ég sjálf frá mínum sem barðist við þennan fíknardjöful.

Meira seinna


Ég hvet ykkur til að lesa

þessa grein í mogganum í dag og hugleiða stöðu barnanna sem fjallað er um.

Hjalli minn á afmæli í dag, nú er hann orðinn 21 árs þessi elska


mbl.is Um 20 fíklar látist frá börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áttu fimmhundruðkall eða þúsund kall ?

Hjálparbeiðni..

Kæru velunnarar.

Ég sendi ykkur þessa beiðni fyrir mig og dóttur mína sem heitir Ella Dís Laurens og er 2 ára sem haldin er ólæknandi hrörnunarsjúkdómi.
Ella Dís fæddist 2 janúar 2006 sem heilbrigð stúlka og fór ekki að sýna einkenni fyrr enn í júní 2007. Þá byrjaði hún að detta og setti ekki hendur fyrir framan sig til að verjast falli.
Ég var farin að hafa áhyggjur og þegar ég fór með hana í 18 mánaða skoðun haustið 2007 var heilsugæslulæknirinn líka sammála mér þar sem hún datt beint á andlitið hjá honum.
Hann sendi beiðni til taugalæknis um nánari skoðun og þá hófst ferlið.

Í byrjun október 2007 var litla dúllan mín greind með ólæknandi hrörnunarsjúkdóm. Enn er ekki búið að komast að hvaða gen eða litningar eru að valda þessari hröðu hrörnun.
Eina sem við vitum er að þetta sé í framhorni mænunnar og veldur því að vöðavarnir eru ekki að fá nein taugaboð og hrörna og deyja.

Í dag 7 mánuðum seinna er henni að versna hratt. Að okkar mati of hratt og því hef ég tekið þá ákvörðun að reyna fara með hana til Kínaí stofnfrumumeðferð.
Hér getið þið lesið aðeins um það:www.stofnfrumur.is).
En þetta er það eina sem mögulega gæti BJARGAÐ lífi hennar eins og staðan er í dag eða leyft henni að lagast töluvert frá því sem hún er í dag.
Af þeim 100 sjúklingum sem hafað farið í þessa meðferð þarna úti hafa 86 fengið töluverðan bata. Hér er linkur á spítalann:www.stemcellschina.com

En sú meðferð er mjög kostnaðarsöm og kostar meðferðin tvær og hálfa milljón og er það bara spítalakostnaður, síðan er ferðarkostnaður og uppihald.
Ég geri ráð fyrir að kostnaðurinn við þessa ferð fari ekki undir 4 milljónir með öllu.

Mig langar að biðja alla þá sem sjá sér fært að hjálpað mér með því að leggja inn á styrktarreikning Ellu Dísar sem ég hef stofnað í tilefni þessarar ferðar. Margt smátt gerir eitt stórt.
Reikningur: 0525-15-020106
Kennitala: 020106-3870

_________________________________________________________________

Sko ég get svo svarið það, ég skammast mín fyrir að kaupa ryksuguróbót og svo rakst ég á þessa færslu.

Margt smátt gerir eitt stórt- bara fimmhundruð kall .....þið eruð svo mörg sem komið hérna inn.

Ég er að laga færsluna aðeins, tók myndina-hún var allt of stór. Kem með í staðinn hlekk til móður hennar Ellu Dísar.

Mamma hennar Ellu Dísar


Átakið ;hjólað í vinnuna

eða hvað það nú er varð nærri manni að bana á Vesturlandsvegi í gær. Ég er á bílaleigubíl þessa vikuna enda er verið að sjæna Bonzó minn sem alltaf á að vera fallegasti bíllinn á svæðinu. Við krakkarnir vorum á leið til Himma og erum að verða komin að Höfðabakkabrú, erum á Vesturlandsvegi. Inn í miðri bílaþvögunni birtist allt í einu eldri maður, á hjóli og gjörsamlega laus við að hafa hugmynd um lífshættuna sem hann var búinn að koma sér í. Hann hjólar á strikinu milli akreina, þar sem sumir eru að beygja til að komast upp á brúna og aðrir að reyna að komast áfram uppeftir. Shittt hvað mér brá en ég komst að því að það eru góðar bremsur á þessum bílaleigubíl. Ég sem sagt slapp við kallinn en Björn fylgdist með áfram og sá bíl eftir bíl nærri lenda á þeim gamla sem hjólaði í sínum eigin heimi, hjálmlaus og allt.

Við þrömmuðum labbitúr í garðinum og mér var orðið nóg boðið, ég fann hvern á fætur öðrum sem ég þekkti. Á litlu svæði eru 3 vinnufélagar, nei 5 voru þeir. Ég ætlaði að labba til hans Hauks hennar Birnu Dísar en bara fann hann ekki núna, ég hef alltaf fundið hann auðveldlega. Nú verð ég að fara fljótt aftur og finna hann Hauk, þetta gengur ekki hjá mér.

Ég hef ekki farið lengi í garðinn, einhvernveginn finnst mér Himmi ekki vera þar. Mér finnst hann vera hér hjá mér og öllu sínu fólki.

_____________________________________________________________

Ég var að skoða á netinu í gær, síðu frá framleiðanda ryksugunnar sem ég fékk mér. Fyrst einn karlrembubrandari í boði Bjössa.

Mamma ; við verðum að skíra hann eitthvað ? (róbottann)

Björn ; hann ? er þetta ekki hún ? Þetta er í húsverkunum !

Mamma ; Já.........(smáumhugsun) BJÖRN !!!

Hann flissaði sig auðvitað bláan yfir þessu-mamma lengi að fatta djókið

en hérna kemur snilldin sem ég fann á síðunni hjá róbottanum. Það er hægt að fá græju sem skúrar, eina sem tekur til í þakrennunum, eina súperöfluga sem ræður við smíða og bílaverkstæði og svo þessa hérna

róbot

Hrædd er ég um að hundarnir yrðu hissa á þessari. Keli brást við hinni í gær, hann horfði á hana og dinglaði skottinu og vældi og ýlfraði á hana. Hálfhræddur við hana en fullur af forvitni. Í morgun var hann miklu rólegri yfir þessu, rölti á eftir henni og fylgdist með henni af heilmiklum áhuga.

Ryksugan keyrði hinsvegar á rassinn á Lappa í gær og honum fannst það nú ekki mjög snjallt. Hann margfærði sig í morgun til að sleppa við þrælinn og varð mæðulegur á svipinn. Þeir eru báðir svakalega hræddir við venjulega ryksugu en ekki þessa. Hún er ágæt innan um hunda. Hún nær líka rosalega vel hundahárum og ég er alveg hissa á hversu duglegt aparat þetta er.

Nú langar mig í þessa sem skúrar en hún er enn ekki komin til Íslands. Hún hlýtur að fara að koma bráðum.

 


Amk 2 afbrot í gær

eins gott að Foringinn les ekki síðuna mína. Ég fór og fékk mér ryksuguróbot, kostaði auðvitað stórfé en virðist vera nokkuð klár að ryksuga. Græjan er í þessum skrifuðu orðum að bjástra um inni á baði, búin með herbergið mitt og þar kemst hún undir rúmið, mun betur en ég sjálf.

Það var nokkuð annasamur dagurinn í gær. Fór að kíkja á Dindind og hitti bæði manninn hennar og sætu stelpurnar þrjár. Það er alltaf svo gaman að hitta þær.

Bjössi og Solla komu með mér.

Svo lá leiðin í að kaupa þessa ryksugu og svo var það næst heim. Þá kom upp að það þurfti að sækja bíl suður í Leifsstöð fyrir vinnuna hans Steinars. Solla skutlaði okkur og við ákváðum að koma við í Grindavík, skila fati og sníkja kaffi. Sátum þar góða stund og skildum eftir þar Björn.

Svo var konan að slugsa hér í tölvunni fram á nótt enda bíllinn ekki við til að vinna á. Þá kom Björn á msn og var eiginlega alveg ómögulegur og vildi komast heim. Ekki að neitt væri að aðbúnaði hans heldur bara almennt eitthvað lítill í sér og langaði heim.

Mamma ók af stað og sótti strák, það var afbrot nr 2 . Foringinn segir að maður eigi ekki að keyra um allt að óþörfu.

Nú man ég ekki meira að segja í bili.........


18 maí 2008

Ég vann lengi frameftir í nótt og svaf þar af leiðandi lengi. Skrapp svo og sótti bílinn og heimsótti Dinddind mitt í leiðinni. Dindind svoldið þreytt en samt ágæt, notalegt að sitja hjá henni í rólegheitunum.

Var svo þreytt að ég nennti ekki að fara að keyra og fór heim. Kallarnir mínir, Steinar og Siggi , eru að telja flöskur fyrir starfsmannafélagið.

Ég fór hins vegar að þrífa. Þreif vandlega þvottavél og þurrkarann, eins og ný núna. Eldhúsgluggann og svo setti dúka hingað og þangað. Það er lag af ryki á sjónvarpinu en mér er eiginlega alveg sama um það...nenni ekki að glápa á það.

Náði sniðugri mynd af Kelmundi yfirsauð, hann vildi endilega sjá kallana á pallinum og fór upp í eldhúsgluggann til að sjá þá. Stóð þar á skjálfandi brauðfótum, ég set myndina inn á eftir.

100_1292

Nú er best að halda áfram að hvíla mig (með því að þrífa meira).

Hjartans þakkir fyrir öll ljósin fyrir Dinddind mína, hún fer í nánari skoðun á morgun til að staðsetja ódáminn betur. Hann er samt allaveganna að þvælast um í blöðrunni. Ég vona að hann sé bara alveg kyrr þar og hvergi annarsstaðar....

Ég á eftir að skrifa reiðilestur um læknana og ferlið í kringum þetta hjá Öldu minni (Dinddind) það er til háborinnar skammar og varla prenthæft, þessvegna kemur það ekki fyrr en móðurinn er runninn af mér.


Þegar ég var ung

þá fór ég í vist út á land. Ég fór austur á Höfn til barnmargra hjóna, Guðrúnar og Varða. Þau áttu þá fjögur börn en seinna bættust tvö í hópinn. Þarna dvaldi ég lengi og oft og leit á þau sem mína eigin fjölskyldu og þau tóku við mér eins og bara barni í viðbót.

Sú yngsta þegar ég kom fyrst var þriggja ára rófa, ákveðin lítil og sæt skotta sem neitaði alveg að láta ráðskast með sig þó tæknilega væri hún minnst. Þessi telpa átti í mér hvert bein eftir smátíma og á enn. Þegar hún stækkaði og ég var sjálf komin með börn þá kom hún til mín og passaði mína krakka, alveg eins og góð stóra systir.

Nú er hún, þessi yndislega fósturdóttir mín, komin með krabbamein. Hún er 33 ja ára.

Ég kíkti á hana áðan og hún var nokkuð hress miðað við allt. Ég fékk góðfúslegt leyfi til að segja frá þessu hérna og geri það hér með.

Ljósin fallegu eru núna fyrir hana Öldu mína og hennar nánasta fólk. Manninn hennar , Lárus og sætustu telpurnar þrjár. Mömmu hennar , Guðrúnu sem gekk erfiðu sporin fyrir nokkrum árum og jarðaði elsta son sinn. Systkini hennar sem hafa alla tíð elskað litla skottið sem ekki gengdi. Og alla aðra sem að henni koma.

Bænin er um styrk í baráttunni, styrk til að sigra og stuðning fyrir okkur hin sem stöndum nærri.


Skelfilegar fréttir

bárust mér áðan. Mig og mitt fólk vantar allan þann styrk sem þið eigið aflögu. Ljósin hans Himma mega notast í það.

Ég get ekki upplýst þetta nánar að svo komnu máli en það er hræðilega erfitt.


Komin heim

og við mér blasti undarleg sýn. Maðurinn minn er að horfa á rússneska mynd, ekki mynd sem er neydd upp á hann í gegnum skylduáskrift Rúv og hann að horfa af einskærri skyldurækni, heldur tók hann þessa á leigu í sjónvarpi símans.

Mér finnst stórlega að mér vegið hérna, ég hef yfirleitt haft þá stöðu að vera undarlegi aðilinn í þessu sambandi en nú er því ógnað.

ég hef samt ákveðið að sofa óhrædd hjá honum samt, hann hefur kannski bara smitast smá ?

Horfði áðan á Kastljósið með viðtalinu við Magnús Þór og Gísla. Magnús aflaði sér ekki skilnings hjá mér. Það er óumdeilt að fólk þarf aðstoð með ýmislegt frá bæjarfélaginu en það þarf ekki að stilla þessu endilega upp sem andstæðum, að öðrum hópnum sé hjálpað á kostnað hins.

Hins vegar vorkenni ég þessum tilvonandi íslendingum að flytja hingað í þennan skítkalda rokrass, er ekki miklu hlýrra loftslag hjá þeim ?

Brrr..mér verður kalt við tilhugsunina um vetur og held að ég fari bara undir sæng með hjásvæfunum mínum þremur.

Góða nótt


Kastljós

Er að horfa á það og það er verið að fjalla um myndina um Kjötborg á Ásvallagötu 19. Þessa mynd VERÐ ég að sjá, það er hér með ákveðið.

Annars er ég góð ...

Leiter


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband