eða hvað það nú er varð nærri manni að bana á Vesturlandsvegi í gær. Ég er á bílaleigubíl þessa vikuna enda er verið að sjæna Bonzó minn sem alltaf á að vera fallegasti bíllinn á svæðinu. Við krakkarnir vorum á leið til Himma og erum að verða komin að Höfðabakkabrú, erum á Vesturlandsvegi. Inn í miðri bílaþvögunni birtist allt í einu eldri maður, á hjóli og gjörsamlega laus við að hafa hugmynd um lífshættuna sem hann var búinn að koma sér í. Hann hjólar á strikinu milli akreina, þar sem sumir eru að beygja til að komast upp á brúna og aðrir að reyna að komast áfram uppeftir. Shittt hvað mér brá en ég komst að því að það eru góðar bremsur á þessum bílaleigubíl. Ég sem sagt slapp við kallinn en Björn fylgdist með áfram og sá bíl eftir bíl nærri lenda á þeim gamla sem hjólaði í sínum eigin heimi, hjálmlaus og allt.
Við þrömmuðum labbitúr í garðinum og mér var orðið nóg boðið, ég fann hvern á fætur öðrum sem ég þekkti. Á litlu svæði eru 3 vinnufélagar, nei 5 voru þeir. Ég ætlaði að labba til hans Hauks hennar Birnu Dísar en bara fann hann ekki núna, ég hef alltaf fundið hann auðveldlega. Nú verð ég að fara fljótt aftur og finna hann Hauk, þetta gengur ekki hjá mér.
Ég hef ekki farið lengi í garðinn, einhvernveginn finnst mér Himmi ekki vera þar. Mér finnst hann vera hér hjá mér og öllu sínu fólki.
_____________________________________________________________
Ég var að skoða á netinu í gær, síðu frá framleiðanda ryksugunnar sem ég fékk mér. Fyrst einn karlrembubrandari í boði Bjössa.
Mamma ; við verðum að skíra hann eitthvað ? (róbottann)
Björn ; hann ? er þetta ekki hún ? Þetta er í húsverkunum !
Mamma ; Já.........(smáumhugsun) BJÖRN !!!
Hann flissaði sig auðvitað bláan yfir þessu-mamma lengi að fatta djókið
en hérna kemur snilldin sem ég fann á síðunni hjá róbottanum. Það er hægt að fá græju sem skúrar, eina sem tekur til í þakrennunum, eina súperöfluga sem ræður við smíða og bílaverkstæði og svo þessa hérna
róbot
Hrædd er ég um að hundarnir yrðu hissa á þessari. Keli brást við hinni í gær, hann horfði á hana og dinglaði skottinu og vældi og ýlfraði á hana. Hálfhræddur við hana en fullur af forvitni. Í morgun var hann miklu rólegri yfir þessu, rölti á eftir henni og fylgdist með henni af heilmiklum áhuga.
Ryksugan keyrði hinsvegar á rassinn á Lappa í gær og honum fannst það nú ekki mjög snjallt. Hann margfærði sig í morgun til að sleppa við þrælinn og varð mæðulegur á svipinn. Þeir eru báðir svakalega hræddir við venjulega ryksugu en ekki þessa. Hún er ágæt innan um hunda. Hún nær líka rosalega vel hundahárum og ég er alveg hissa á hversu duglegt aparat þetta er.
Nú langar mig í þessa sem skúrar en hún er enn ekki komin til Íslands. Hún hlýtur að fara að koma bráðum.