Áttu fimmhundruðkall eða þúsund kall ?

Hjálparbeiðni..

Kæru velunnarar.

Ég sendi ykkur þessa beiðni fyrir mig og dóttur mína sem heitir Ella Dís Laurens og er 2 ára sem haldin er ólæknandi hrörnunarsjúkdómi.
Ella Dís fæddist 2 janúar 2006 sem heilbrigð stúlka og fór ekki að sýna einkenni fyrr enn í júní 2007. Þá byrjaði hún að detta og setti ekki hendur fyrir framan sig til að verjast falli.
Ég var farin að hafa áhyggjur og þegar ég fór með hana í 18 mánaða skoðun haustið 2007 var heilsugæslulæknirinn líka sammála mér þar sem hún datt beint á andlitið hjá honum.
Hann sendi beiðni til taugalæknis um nánari skoðun og þá hófst ferlið.

Í byrjun október 2007 var litla dúllan mín greind með ólæknandi hrörnunarsjúkdóm. Enn er ekki búið að komast að hvaða gen eða litningar eru að valda þessari hröðu hrörnun.
Eina sem við vitum er að þetta sé í framhorni mænunnar og veldur því að vöðavarnir eru ekki að fá nein taugaboð og hrörna og deyja.

Í dag 7 mánuðum seinna er henni að versna hratt. Að okkar mati of hratt og því hef ég tekið þá ákvörðun að reyna fara með hana til Kínaí stofnfrumumeðferð.
Hér getið þið lesið aðeins um það:www.stofnfrumur.is).
En þetta er það eina sem mögulega gæti BJARGAÐ lífi hennar eins og staðan er í dag eða leyft henni að lagast töluvert frá því sem hún er í dag.
Af þeim 100 sjúklingum sem hafað farið í þessa meðferð þarna úti hafa 86 fengið töluverðan bata. Hér er linkur á spítalann:www.stemcellschina.com

En sú meðferð er mjög kostnaðarsöm og kostar meðferðin tvær og hálfa milljón og er það bara spítalakostnaður, síðan er ferðarkostnaður og uppihald.
Ég geri ráð fyrir að kostnaðurinn við þessa ferð fari ekki undir 4 milljónir með öllu.

Mig langar að biðja alla þá sem sjá sér fært að hjálpað mér með því að leggja inn á styrktarreikning Ellu Dísar sem ég hef stofnað í tilefni þessarar ferðar. Margt smátt gerir eitt stórt.
Reikningur: 0525-15-020106
Kennitala: 020106-3870

_________________________________________________________________

Sko ég get svo svarið það, ég skammast mín fyrir að kaupa ryksuguróbót og svo rakst ég á þessa færslu.

Margt smátt gerir eitt stórt- bara fimmhundruð kall .....þið eruð svo mörg sem komið hérna inn.

Ég er að laga færsluna aðeins, tók myndina-hún var allt of stór. Kem með í staðinn hlekk til móður hennar Ellu Dísar.

Mamma hennar Ellu Dísar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugarfluga

Lagði inn hjá henni í gær. Elskan litla. Guð veri með þeim mæðgum.

Hugarfluga, 20.5.2008 kl. 20:32

2 Smámynd: Ragnheiður

Ég er sjálf búin að leggja inn núna og skora á ykkur sem flest að gera mæðgunum kleift að reyna þessa stofnfrumuaðferð...

Blessað barnið

Ragnheiður , 20.5.2008 kl. 20:36

3 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Ég legg inn engin spurning. skelfing er þetta erfit litla dúllan.

Eyrún Gísladóttir, 20.5.2008 kl. 21:08

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Legg inn um leið og ég kem heim úr vinnunni. Það er þér líkt að benda á þetta, Ragnheiður mín, og þú átt heiður skilinn,

Helga Magnúsdóttir, 20.5.2008 kl. 21:28

5 Smámynd: Sigrún Óskars

Er búin að leggja inn á reikninginn. Takk Ragnheiður fyrir að benda mér á þetta.

Sigrún Óskars, 20.5.2008 kl. 21:29

6 identicon

Takk fyrir ábendinguna.  Lagði strax inn.  Blessað barnið.  Þetta er alltaf svo mikil barátta.

Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 21:31

7 Smámynd: Brynja skordal

Legg inn strax á morgun þú ert yndisleg að koma með þetta hérna inn var ekki búinn að sjá þetta takk

Brynja skordal, 20.5.2008 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband