Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
28 maí 2008
28.5.2008 | 11:20
Mér finnst ég vera suma daga heldur ómöguleg. Ég þarf heilmikla aukaorku þessa dagana og það er eitthvað í gangi núna, eitthvað dösuð. Ég er sem betur fer að verða búin að vinna skylduvinnuna mína þessa vikuna og það verður ágætt að hafa það að baki.
Eins og ég skrifaði í gær þá var erfitt að fara austur, hunderfitt. Samt ætla ég að fara austur bráðum aftur, ég ÆTLA að hitta Hrönn og Ásdísi og smíða mér jákvæðari ímynd af Selfossi.
Flesta daga er ég í afneitun, mér finnst hann enn vera inni fyrir austan og ég sé bara enn og aftur að bíða eftir að hann komi heim. Þetta er örugglega vont ástand en ég rata bara ekki út úr því alveg.
En jæja, þetta hlýtur að lagast-eða versna eða eitthvað. Ég kann ekkert á þetta &%)$(#
Ég veit bara að þessi spor eru andstyggð og það er enginn í heiminum öllum sem mér er nógu illa við til að óska viðkomandi þessara spora.
---------------------------------------------------
Dindind mín hittir krabbalækninn í dag og svo má hún prófa að fara heim, svo kemur í ljós hvort hún getur verið heima eða hvað. Mikið held ég að telpurnar hennar og Lalli verði ánægð að fá að hafa hana aðeins heima. Í dag fær hún að vita planið sem læknirinn er með, hvenær hún byrjar í lyfja og svoleiðis. Ég held að greiningin sé alveg komin á hreint en nú er bara verið að fara yfir árásartæknina á þetta.
Allar góðar óskir þigg ég fyrir þessa stelpu mína, sem alltaf hefur verið mér nærri, vinur minn og félagi í áraraðir. Alltaf eins og besta dóttir.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 14:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Smáferðalag
27.5.2008 | 22:52
Fór á Selfoss í dag en sem betur fer bara rétt aðeins inn í bæinn, þarna á Toyota bílasöluna sem er í jaðri bæjarins.
Það var hunderfitt að fara á Selfoss..þangað hef ég ekki komið síðan eftir hádegi sunnudaginn 19 ágúst 2007 og þá í verulega vondum erindagjörðum.
Núna varð ég fegnust að komast þaðan enda á hraðferð, átti að mæta í vinnuna. Gerði samt ráðstafanir til að láta leysa mig af enda varð ég 10 mínútum of sein..það er skandall !
Núna eru Dindind og co komin með bílhró til að komast milli staða á..svoleiðis apparat var ekki til.
Gamli seigur er kominn heim aftur og bíður rólegur næsta verkefnis bara.
Langsætastur er 6 mánaða í dag.....
Ha ? Amma,sagðirðu eitthvað ?
Átti ég að lúlla ? Nenni því ekkert amma mín *bráðn*
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Sko hornfirðingana !
27.5.2008 | 12:29
Styrktartónleikar í íþróttahúsinu 29. maí |
þriðjudagur, 27 maí 2008 | |
Næstkomandi fimmtudagskvöld verður efnt til styrktartónleika í íþróttahúsinu á Höfn. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00. Þar koma fram hornfirskir listamenn, með fjölbreytta dagskrá. Það er von þeirra sem að þessum styrktartónleikum standa að sem allra flestir sjái sér fært að mæta og leggja þessu málefni lið. Þeir sem koma fram eru: 1. Kvennakór Hornafjarðar Kynnir er Björg Erlingsdóttir. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Verkefnum fækkað og smábíltúr fyrirhugaður
27.5.2008 | 10:12
Það var haldinn fundur í vinnunni minni í gær og ég sem gjaldkeri starfsmannafélagsins fékk lausn frá störfum að eigin ósk. Það var ansi kærkomið að fá að sleppa við þetta embætti sem ég tók við í maí 07. Þetta gekk ágætlega til að byrja með en svo fór ég í sumarleyfi, svo dó Himmi, svo var ég lengi ekki til í neitt áreiti og núna er Alda lasin, þannig að ég bað um að losna við þetta.
Fjúkk!
Steinar hinsvegar hélt áfram í sínu embætti en það á ekki að koma neitt niður á mér.
Í dag er fyrirhugaður bíltúr, ég þarf aðeins að aðstoða Öldu og Lalla. Bíllinn þeirra hrundi nefnilega og við það verður ekki unað eins og sakir standa. Þá er ekki um annað að gera en að bretta upp ermar og redda því. Lárus er búinn að finna annan bíl sem vonandi dugar til að komast milli Rvk og Selfoss. Þau hafa verið undanfarið á Höfðingjanum okkar, gamla voffanum sem ætlar að endast og endast, hann er rétt að skríða í 440.000 þúsund kílómetra og hann er bíllinn sem við tökum þegar við förum saman eitthvað utanbæjar. Traustur jaxl sem seiglast áfram.
Pósthólfið mitt gerir ekki annað en að fyllast af vöktunartilkynningum vegna bloggfærslna. Það er eitthvað hak sem maður á að taka úr þegar maður kommentar til að losna við þetta og ég gleymi því í annað hvert skipti. Mér finnst að þetta eigi að vera öfugt. Að maður geti sett hakið í ef maður vill fylgjast með athugasemdum á ákveðinni færslu.
Man ekki meira til að segja ykkur......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Afmæli í dag
26.5.2008 | 17:13
Dindind á afmæli í dag. Í tilefni dagsins fékk hún að vera heima í dag og gista þar í nótt. Það er auðvitað mikil gleði, enda smátelpurnar hennar ofsalega beygðar yfir þessu mömmuleysi...skinnin litlu.
Ég veit ekki hvort eitthvað er að skila sér inn á söfnunarreikninginn hennar en vil endilega minna á hann. Það þarf ekki neitt stórt frá hverjum, bara smávegis og þá kemur þetta saman vel og fallega.
Elskuleg Alda mín
Til hamingju með afmælið elskan mín
Klús
Hin mamman þín
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Ekki alveg í stuðinu núna
25.5.2008 | 23:02
Tvær myndir af Himma sem eru nýkomnar til mín. Hann er svoddan prakkararófa....
Í kvöld fór Lalli með stelpurnar sínar heim á Selfoss. Hann kom við á óeirðabensínstöðinni við Rauðavatn. Þaðan komst hann ekki af stað strax aftur. Hann fann eina rófuna sína, Guðmundu,háskælandi í bílnum. Hún skilur ekki afhverju mamma getur ekki komið heim, þetta litla skinn. Mamma hefur alltaf verið heima með þær og nú kemur ekki mamma heim.
Skrapp aðeins til Öldu áðan og tók hjá henni þvottinn, Ragga amma þvær tauið og þess vegna er ég enn á fótum. Vélin var að klára og nú get ég sett í þurrkarann og hallað mér.
Andstyggilegur dagur á morgun, allt of mikið að gera hjá mér...dæs....
Takk fyrir allan stuðninginn elskurnar og góða nótt
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Myndablogg
24.5.2008 | 21:27
Efst er Dagbjört, elsta dóttir Öldu og Lalla með Steinari.
Næst kemur sú minnsta, Berglind sem er bara tveggja ára
Neðst er Guðmunda, hún var hins vegar upptekin að leika sér.
Leggjumst öll á eitt og hjálpum þessari fjölskyldu |
fimmtudagur, 22 maí 2008 | |
Sett hefur verið af stað söfnun vegna mikilla veikinda sem komið hafa upp hjá, Öldu Berglindi Þorvarðardóttur. Alda sem er borin og barnfæddur hornfirðingur, hefur nú greinst með illkynja sjúkdóm og framundan er strangur og erfiður tími hjá henni og fjölskyldu hennar. Ljóst er að eiginmaður hennar Lárus Óskarsson verður frá vinnu á þessum erfiðu tímum. Lárus og Alda eiga þrjár litlar stelpur á aldrinum 2ja til 7ára. sem þurfa á hans umönnun að halda, og einnig okkar stuðnings í þessari baráttu.Stofnaður hefur verið söfnununarreikningur handa þessari fjölskyldu í Sparisjóð Hornafjarðar. Látum okkur málið varða og sýnum samhug í verki og leggjum þeim lið!! Margt smátt gerir eitt stórt. Reikningsnúmerið er: 1147-05-401196 Kt: 260574-3379. Velunnarar. |
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Spá fyrir kvöldið
24.5.2008 | 12:46
Ég ætla hér með að spá Íslandi 9 sæti í úrslitakeppninni í kvöld. Hverjir aðrir þora að spá ?
hér er gaman, smásnáðinn er hjá ömmu sinni og er auðvitað besta barnið. Hann má ekki sjá afa sinn þá hristist litli kroppurinn af hlátri, afi er svoooooo skemmtilegur. Hann myndast við að skríða hér um allt hjá ömmu, alveg viss um að hann ætlar ekki að vera neitt lítill. Hann líkist nafna sínum þar.
Björn er búinn að lána rúmið sitt og herbergið og nú vinnur ryksugan af krafti inni hjá honum. Lárus er að hugsa um að gista þar í nótt með stelpurnar sínar þrjár.
Ég er að hugsa um að horfa á danskt brúðkaup, Steinar ætlar að fara að hjálpa dótturinni við flutninga.
Svo fer maður bara að undirbúa sig fyrir Eurovisionkvöld.
------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Leggjumst öll á eitt og hjálpum þessari fjölskyldu |
fimmtudagur, 22 maí 2008 | |
Sett hefur verið af stað söfnun vegna mikilla veikinda sem komið hafa upp hjá, Öldu Berglindi Þorvarðardóttur. Alda sem er borin og barnfæddur hornfirðingur, hefur nú greinst með illkynja sjúkdóm og framundan er strangur og erfiður tími hjá henni og fjölskyldu hennar. Ljóst er að eiginmaður hennar Lárus Óskarsson verður frá vinnu á þessum erfiðu tímum. Lárus og Alda eiga þrjár litlar stelpur á aldrinum 2ja til 7ára. sem þurfa á hans umönnun að halda, og einnig okkar stuðnings í þessari baráttu.Stofnaður hefur verið söfnununarreikningur handa þessari fjölskyldu í Sparisjóð Hornafjarðar. Látum okkur málið varða og sýnum samhug í verki og leggjum þeim lið!! Margt smátt gerir eitt stórt. Reikningsnúmerið er: 1147-05-401196 Kt: 260574-3379. Velunnarar. |
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Ég er amma
23.5.2008 | 22:34
um helgina og lítill fallegur snáði er sofnaður í holunni sinni við hliðina á ömmuholu. Alda ætlar að vera hjá mér annað kvöld til að sjá Eurovision og Lalli og stelpurnar líka. Það verður svona skemmtilegt fjölskyldukvöld.
Það er allt geggjað hjá strætó og ég verð bara reið þegar ég sé þetta fyrirtæki dregið ofan í svaðið. Þarna vann pabbi lengi og mér hefur alltaf verið hlýtt til strætó.
Systir mín hefur lengi starfað þar og er nú um stundir öryggistrúnaðarmaður. Hérna er hennar færsla um málið og ég bendi á fréttasíður til að sjá nýjasta útspil yfirmanna á strætó, kolólögleg aðgerð enda mun það koma á daginn síðar.
Vaktir hjá bílstjórum strætó eru að mínu mati allt of langar. Þeir skrölta um í umferðinni á þessum stóru vögnum, með takmarkaða matar-kaffi og pissutíma. Kaupið er nauðaómerkilegt og strætóbílstjóri tollir eiginlega í sinni vinnu af hugsjón eða vanafestu.
Ég hef stundum rekist á "takmarkaðan" strætóbílstjóra en meiri partur þeirra eru glaðlegt fólk sem brosir þegar maður gefur þeim sjéns í umferðinni. Það bregst ekki, ég brosi þá sjálf í lengri tíma á eftir.
Baráttukveðja til bílstjóranna á þeim stóru gulu !
_____________________________________________
Leggjumst öll á eitt og hjálpum þessari fjölskyldu |
fimmtudagur, 22 maí 2008 | |
Sett hefur verið af stað söfnun vegna mikilla veikinda sem komið hafa upp hjá, Öldu Berglindi Þorvarðardóttur. Alda sem er borin og barnfæddur hornfirðingur, hefur nú greinst með illkynja sjúkdóm og framundan er strangur og erfiður tími hjá henni og fjölskyldu hennar. Ljóst er að eiginmaður hennar Lárus Óskarsson verður frá vinnu á þessum erfiðu tímum. Lárus og Alda eiga þrjár litlar stelpur á aldrinum 2ja til 7ára. sem þurfa á hans umönnun að halda, og einnig okkar stuðnings í þessari baráttu.Stofnaður hefur verið söfnununarreikningur handa þessari fjölskyldu í Sparisjóð Hornafjarðar. Látum okkur málið varða og sýnum samhug í verki og leggjum þeim lið!! Margt smátt gerir eitt stórt. Reikningsnúmerið er: 1147-05-401196 Kt: 260574-3379. Velunnarar. |
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Að vinna EKKI vinnuna sína
22.5.2008 | 19:16
getur verið stóralvarlegt mál. Tökum sem dæmi þennan lækni ;
Ung kona kemur til hans og kvartar um að hún sé farin að pissa blóði. Læknirinn setur þvag í ræktun en það kemur ekkert út úr því. Hann gerir þar með EKKERT meira.
Unga konan, hraust 3ja barna móðir, kemur aftur til hans og hann gerir nákvæmlega það sama, og með sama árangrinum. Ekkert ræktast og konan er send heim.
Svona heldur þráteflið áfram. Konunni blæðir sífellt meira og læknirinn verður engu nær. Það eru farnar að skila sér niður tægjur og kekkir.
Konan er farin að vakna upp úr fimm á morgnanna, svo kvalin að hún getur ekki sofnað aftur. Það endar með að hún nær símasambandi við almennilegan lækni sem hefur þó ekki tíma fyrir hana en vísar henni á bráðamóttöku sjúkrahúss.
Þangað fer hún síðasta miðvikudag, fyrir rúmri viku. Hún er lögð inn og er þar enn. Greiningin komin að hluta ; krabbamein í blöðru, um er að ræða stórt æxli.
Þessi unga stúlka á fyrir höndum mikla baráttu, baráttu sem er að hefjast 8 mánuðum of seint- VEGNA ÁHUGA LEYSIS læknanna þar sem hún bjó.
Hún, maðurinn hennar og telpurnar þrjár þurfa að horfa öll í augu við afar alvarlegan sjúkdóm. Við sem stöndum nærri getum lítið gert nema reynt að styðja og styrkja, standa hjá og halda í hendur, þurrka tárin og reyna að sefa sorgina og skelfinguna sem hlýtur að fylgja slíkri greiningu.
Ykkur bið ég enn um styrk, til okkar allra. Ekki mun okkur veita af því.
---------------------------------------------------------------------------------
Ég var að horfa á upphaf Eurovision og mikið fannst mér þau gera þetta vel. Friðrik Ómar ljómaði eins og sólin sjálf á sviðinu. Fallegt brosið hans og hann syngur svo vel. Regína glæsileg.
Mér er sama þó við förum ekki upp úr riðlinum, þetta var ekki hægt að gera betur en þau gerðu.
-----------------------------------------------------------------------------------
Mér var bent á þetta og birti þetta hérna ;
Leggjumst öll á eitt og hjálpum þessari fjölskyldu |
fimmtudagur, 22 maí 2008 | |
Sett hefur verið af stað söfnun vegna mikilla veikinda sem komið hafa upp hjá, Öldu Berglindi Þorvarðardóttur. Alda sem er borin og barnfæddur hornfirðingur, hefur nú greinst með illkynja sjúkdóm og framundan er strangur og erfiður tími hjá henni og fjölskyldu hennar. Ljóst er að eiginmaður hennar Lárus Óskarsson verður frá vinnu á þessum erfiðu tímum. Lárus og Alda eiga þrjár litlar stelpur á aldrinum 2ja til 7ára. sem þurfa á hans umönnun að halda, og einnig okkar stuðnings í þessari baráttu.Stofnaður hefur verið söfnununarreikningur handa þessari fjölskyldu í Sparisjóð Hornafjarðar. Látum okkur málið varða og sýnum samhug í verki og leggjum þeim lið!! Margt smátt gerir eitt stórt. Reikningsnúmerið er: 1147-05-401196 Kt: 260574-3379. Velunnarar. |
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (40)