Færsluflokkur: Bloggar
ekkert að gerast
24.11.2007 | 21:25
enn í bumbunni....það verður gaman þegar þetta barn kemur, það verður ljós punktur á afar erfiðu ári. Það hafa horfið okkur 3 nákomnir á þessu ári og fleiri í námunda við okkur.
Ég ætlaði bara að tilkynna þetta með að barnið er ekki komið...hef svosem ekkert að segja í bili.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 08:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
í sofandi borg
24.11.2007 | 10:14
sem var að mestu róleg í nótt. Ránstilraun í Grafarvogi sem ekki heppnaðist en þeir náðust ekki. Stutt er síðan ungir menn réðust inn í verslun, þeir náðust og amk 2 þeirra fóru og töluðu við búðareigandann og báðust afsökunar. Stundum mana krakkar hvern annan upp í eitthvað, það koma svona bylgjur af einhverri vitleysu en svo líður það frá. Vonandi endar þetta bara ekki með ósköpum áður en það fjarar út.
Um daginn var ég að velta upp hvort við ættum að láta menn sem hingað koma að vinna framvísa sakavottorði. Þá var ég meira að vísa til þessara mann sem frömdu þessa hroðalegu nauðgun í miðborginni. Nú er komið á daginn að þeir tveir félagar eru dæmdir fyrir afbrot í sínu heimalandi. Í morgun rak ég svo augun í það að Th. Malakauskas, úr líkfundarmálinu, er kominn hingað aftur, á sínum eigin skilríkjum þó að hann sé í endurkomubanni.
**Í Litháen munu vera í gildi reglur um að maður geti tekið upp fjölskyldunafn eiginkonu sinnar. Nafnið breytist við að skiptast í karlkyn þannig að eftirnafn hjónanna verður ekki eins. Heimildir Vísis herma að pappírarnir sem Tomas ferðaðist á hafi verið á því nafni og þeir hafi líklega verið fengnir með löglegum hætti í Litháen. **
Viðbót við þessi ummæli um Thomas, rétt skal vera rétt.
Einhver fær á baukinn suðurfrá. Við verðum náttlega fyrr eða síðar að horfast í augu við hvert við ætlum að stefna.Verst er að þegar Íslendingar taka upp á að setja reglur þá verða þær oft svo yfirgengilega flóknar og ósanngjarnar....Mér líst amk best á að menn sem ætla að vera hér til langdvalar framvísi sakavottorðum.
°°°°°°°°°°skilaboð til vinar í vanda°°°°°°°°°°°°°°
Fyrstu örlagasporin þegar foreldrar leita sér aðstoðar vegna vanda barna sinna eru oft þau þyngstu. Vel þarf að vanda sig til að gera ekki vont verra. Ég held að snillingarnir í foreldrahúsi séu þeir allra bestu að hjálpa til að finna leiðir. Svo veistu hvar ég á heima -þið erum velkomin.
°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°
Litla ömmukrílið neitar enn að mæta og kannast ekki við að hafa átt að mæta einhvern sérstakan dag. Krílið verður rekið út úr hlýjunni um miðja næstu viku ef það ætlar að þrjóskast lengur við.
Bjarndýrið mitt hefur tekið að sér aukastarf, hann vinnur nú hörðum höndum við að siða til bifreiðastjóra sem sjá um akstur almenningsvagna á Álftanes. Þeir keyra eins og morrar segir hann brúnaþungur yfir þessu.
Haukur minn litli stóri frændi bauð til veislu í gær, við litum aðeins við þar. Svo merkilegt, systir mín er með svona instant kaffi. Undir venjulegum kringumstæðum þætti mér ekki varið í það en svo merkilegt...ef það er hjá henni þá finnst mér það fínt. Enda besta systir sem hægt er að eiga.
Var að skoða vinnuplanið mitt fyrir jólin og ég slepp bara næstum alveg öll jólin við vaktirnar, heppin ég. Slapp ekki svona vel í fyrra...ætla að reyna að smala saman mínu liði í mat. Sé hvernig það gengur hjá mér.
Ég er búin að vera að hugsa til baka, ég hefði átt að stefna fólki til mín í kringum afmæli Hilmars, ég hafði bara ekki rænu á því. Mitt fólk má þá prnkta hjá sér að drífa sig til mín næst þegar líður að þessum erfiðu dögum sem minna sárast á stöðu mála. Sko það er ekki víst að ég hafi rænu á þessu en þið hafið þá vit fyrir mér.
Ég held að svefnvandinn sé kominn hinumegin í rúmið, nú sefur hann helst ekki og aðgætir mig öðruhvoru allar nætur. Ég hef verið farin að haga mér eitthvað skringilega, það er ljóst.
Fyrir okkur konur og mæður bendi ég í dag á síðuna hjá Guðmundi Jónssyni, þar er fín færsla og skemmtileg
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 08:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Dagurinn er í dag
23.11.2007 | 13:23
sem ég hugsa. Ég fór að hugsa þegar ég las hjá einni vinkonu minni, hún er að hafa áhyggjur af því að hún sé að velta sínum vanda yfir á aðra sem kannski kljást við stærri sorgir.
Fólk hefur stundum sagt þetta við mig, æj afhverju er ég að íþyngja þér með þessu, þú hefur nóg með þig!
Málið er að ég hef ekkert einkaleyfi á sorginni. Það lifir hver maður í sínum eigin raunveruleika og ég er þess ekki umkomin að dæma sorg annars sem léttvægan í samanburði við mínar raunir. Það er engin sorg léttvæg. Það sem kvelur einn er nóg til að setja þann aðila í kerfi, hver er þá ég að dæma það sem ómerkilegt ?
Við erum öll löngu búin að læra að lífið er ekki áfallalaust, öðru nær. Ég hafði ekki val um hvort ég vildi þessi sorgarspor en ég get að sumu leyti valið hvað ég geri við þau. Mín leið var að sýna ykkur þau. Sumir gætu sagt athyglissýki og þá glotti ég og aðrir sem þekkja mig. Ég er svona kona á bakvið tjöldin, það fer nákvæmlega ekkert fyrir mér. Þetta varð mín leið. Hún dugði reyndar ekki ein og ég mun þurfa að taka fleiri skref áður en ég verð eitthvað lík mér gömlu sjálfri.
Ekki hlífa mér við ykkar sorgum vegna þess að þið teljið þær léttvægar, mér finnst gott að láta dreifa huganum. Ég vil ekki festast í sorgarsporunum þó ég sjái að ekkert verður eins og áður.
Hérna er ég bæði með (í höfundarboxi) með emailið mitt og msn ið mitt. Þið megið nota það ef ykkur finnst þið þurfa þess.
Bara ekki setja mig á stall sem einhvern töffara,það er ég ekki. Ég er mamma Himma. Í gegnum lífið hef ég öðlast nokkurt vit á málefnum fíkla og fanga, hef líka bílaáhuga ef það dugar fyrir einhvern og áhuga á hundum hehe....
Það sem ég hef hins vegar ekki vit á er hárgreiðsla, förðun og tíska...bara sorrý. Sumt hefur komið til vegna ofnæmis en annað vegna áhugaleysis á málefninu.
Klús inn í daginn....ég verð nokkuð mikið upptekin í dag og næ kannski ekki að svara neinum neinsstaðar...en ég kem aftur, ég kem alltaf aftur.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 08:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Svaf
23.11.2007 | 12:03
eins og steinn. Tók samt bara hálfa svona pillu, ég er svo rög við pillur að það hálfa væri nóg. Ég man að ég rumskaði eitthvað aðeins í nótt en miðað við veður og háttalag hunda um nótt þá hefði ég átt að vakna miklu meira.
Steinar sagði að það hefði verið svo mikið slagveður þegar hann setti þá út að pissa í morgun að Lappi hefði snúið við í dyrunum.
Annars er ekkert að frétta. Ekkert barn komið það ég veit og dagurinn verður nokkuð annasamur hjá mér. Hann inniheldur m.a. jarðarför, vinnu og afmæli.
HAUKUR TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ!!!!
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 08:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Jæja
22.11.2007 | 20:04
stundum hissast ég á asnalegustu hlutum. Áðan var umfjöllun um hlerunarbúnað sem löggi laumaði á bíl manns. Manns sem búinn að með sína afplánun en það er efni í annan pistil. Það sem sló mig útaf laginu var einfaldlega þetta ; maðurinn fann búnaðinn þegar hann gat ekki opnað skottið á bifreiðinni sinni. Eins og ég skildi það þá var það búnaðurinn þess valdandi að skottið opnaðist ekki. Jæja strákar og stelpur í löggunni, nú er að skella sér að hraðnámskeið í því hvernig fela á slíkan búnað. Mér skilst að það sé hver að verða síðastur, það á að þrengja heimildir fyrir slíku eftirliti.
Óboj...ekki myndi ég vilja vera löggan sem ætti að fylgjast með ferðum mínum.
13.40 Kelling í sófa
15.12 Kelling á klói
18.10 Kelling bakvið eldavél (Anna skilur þennan og þeir sem hafa komið hingað)
18.30 Kelling á horfa á fréttir
23.30 Kelling andvaka
01.45 Kelling andvaka
03.02 Kelling andvaka
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 08:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Hundur sem klappar
22.11.2007 | 16:25
ef ég ætti videótökuvél og kynni í framhaldinu að setja svoleiðis hérna inn á síðuna þá gæti ég sýnt ykkur hund sem klappar.
Þegar Lappi var hvolpur og Vignir barnabarn lítill þá var verið að kenna barni að klappa og hundi að setjast upp og sníkja, hundur átti að setja loppur saman á bringunni og fá nammi fyrir. Eitthvað var kennsluaðferðum ábótavant. Hundurinn lærði að klappa með litla guttanum og notar það óspart til að fá athygli og sníkja nammi.
Hann var einhverntímann með mér í vinnunni og var þyrstur. Hann fór að vaskinum og klappaði. Hann fékk vatn og allir sáttir.
Þegar við löbbum með hann og mætum öðrum hvuttum þá klappar hann, hann langar að tala við þá. Svipurinn á hundunum og eiganda þeirra er oft óborganlegur.
Hann sest upp og slær saman framloppum af miklum móð. Þegar mikið liggur við þá stendur hann uppréttur á afturfótum.
Datt í hug að segja frá þessu vegna þess að Anna var að spá í þetta í kommenti hérna neðar á síðunni hehe.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 08:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Send heim með miða
22.11.2007 | 15:09
en þar sem ég þjáist í bili af víðáttufælni og fóbíu gegn öllum mögulegum hlutum þá afhenti ég bifreiðastjóra heimilisins miðann um leið og hann var búinn að aka mér heim.Bifreiðastjórinn fór ss í apótek að sækja meðul fyrir sína kellingu. Hann er eiginlega að lenda sjálfur í hálfgerðum svefnvandamálum. Hann er alltaf að gá að því hvort mér takist að sofa og sefur þar með sjálfur með annað augað opið. Mér er bara lífsins ómögulegt að fara eitthvað eða gera eitthvað. Það kannski lagast þegar mér tekst að sofa. Ég geri mér fullvel grein fyrir að ég er ekki smart með bauga niður á bringu þó að Anna bloggvinkona mín hafi bitið í skjaldarrendur í gær og látið sig hafa það að heimsækja mig. Anna er huguð, ég var nú samt mest hissa á að mér tókst að setja alla mannafælni undir lok á meðan. Það er bara stundum svo að manni finnst maður þekkja fólk þó maður hafi aldrei séð það.
Annars er ég sæmileg en læknir mælti með að ég geri meira en bara að ná að sofa en eitt í einu sagði hann. Ég hef verið að spá í að mæta í kirkjuna á þriðjudögum og taka þátt í sk sorgarhóp sem á að hefjast þar. Ég meina...kommon, ég get allaveganna prufað.
Þessi síða hefur hjálpað mér mjög mikið, það er ljóst. En núna er meira komið að því að koma sér meira í tvívirk samskipti. Maður á mann og svoleiðis.
Hér í bloggheimum eru nokkuð margar mæður sem eiga erfitt með krakkana sína, þau eru fíklar börnin. Mikið hefur verið um það undanfarið að mæðurnar séu að segja frá bakslagi í lífi barnanna. Hjá einni kemur fram í dag að þessi árstími reynist erfiður. Það gæti verið skammdegið sem veldur. Það er líka þekkt að þessi árstími er oft erfiður fólki, jólin að koma og svona.
Verum góð við hvert annað (mæður fíkla skilja hvað "góð" þýðir) Njótum samverunnar á komandi aðventu. Það þarf ekki að kosta neitt, það sem við gerum saman. Besta samveran er oft bara hlaðin tíma, skemmtilegum minningum og hlýrri snertingu. Ég ætla að reyna það sem ég get til að njóta aðventunnar þó ég verði að gera það án Hilmars.
Himmi flissaði stundum þegar ég kallaði hann ljósið mitt, hann var náttlega oftar en ekki kolsvartur upp fyrir haus. Mamma fékk samt knús þegar hann hætti að gera grín að mér. Hann var svo skemmtilegur.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 08:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fékk heimsókn
21.11.2007 | 21:26
áðan. Ein bloggvinkona mín leit við í kaffi, það var notalegt að hitta manneskjuna á bakvið nafnið. Hún gefur sig fram sjálf ef hún vill.
Annars er ekkert að frétta af neinu í bili. Bumbulínan mín er enn svakalega ólétt og orðin dauðleið á að bíða. Þetta kemur allaveganna í kringum 27-28 nóvember ef ekkert gerist fyrr.
Ég var eitthvað svo viss um að hún væri farin af stað í gærkvöldi að ég sat stjörf með símann minn og beið eftir smsi. Ekkert gerðist og gamla skreið fyrir rest upp í rúm en sofnaði auðvitað ekki, þetta er nú meira vesenið með að sofa. Djö sem ég er orðin leið á þessu, svo er maður bara hálf manneskja alla daga vegna þess að maður er svo illa sofin og asnalegur eitthvað....grrr........
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 08:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
örblogg
21.11.2007 | 11:48
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 08:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Ha ha það tókst
20.11.2007 | 11:53
bara heilmikið að sofa, merkilegt. Vaknaði 2000 sinnum en tókst alltaf að sofna aftur nokkurnveginn strax. Aumingja Steinar er bæði kominn með legusár og andarteppu. Hann þorði ekki að fara framúr né anda þegar hann varð þess áskynja að konan svaf. Hann tjóðraði líka fyrir hundatrýnin og batt Björn í sitt rúm, ég svaf allt af mér. Vandinn hefur nebblega líka verið að ég hef sofið svo laust og illa að það hefur ekki mátt detta bolli hjá Ólafi Ragnari þá hef ég hrokkið upp.
Það eru engar fréttir af óléttu stelpunni minni, hún er áreiðanlega orðin mikið þreytt og leið á að bíða. Ég þurfti bara að bíða svona eftir einu en hin voru öll frekar stundvís. Hjödda átti að koma 18 okt en neitaði alveg að koma fyrr en í hvelli miklum aðfararnótt 30 október. Hefði hún ekki snúið vitlaust þá hefði móðir mín kær orðið að gerast ljósmóðir. Ég vissi auðvitað ekki meir enda taldi ég víst að barnsfæðingu fylgdu verkir,það gerðist ekki í hennar tilviki. Á því hef ég enga skýringu til þessa dags.
Nú er verið að trufla mig og ég skrifa meira á eftir
Og ég var búin að bæta helling við þessa færslu en það tapaðist eitthvert !
Ég fór áðan að kaupa kaffivél. Það er heilmikill handleggur á þessu heimili. Átti eina sem var um það bil 15 ára en hún beið bana í vor, rétt áður en við fluttum. Fann ekki aðra eins þrátt fyrir nokkra leit og keypti eina "ódýra" í vor. Hún tók upp á því að fara að leka. Konan ekki ánægð. Prófaði að gúggla hina og fékk smásvörun hjá Glóey í Ármúla. Ætlaði þangað í gær en heilsuleysi kom í veg fyrir það. Þegar Steinar var kominn með eðlilegan andardrátt aftur þá smellti hann sér af stað með kelluna og græjan fannst. Svo fórum við í tryggingarnar að klára tjónamálið á Bonzó, þeir borga 28 daga í dagpeninga. Ekkert vesen með það.
Siggi er að fara í verklegt próf í vörubílaakstri, hann er búinn að ná þessu bóklega. Ég hafði ekki áhyggjur af þessu verklega prófi enda drengurinn fanta góður bílstjóri. Fékk líka þau skilaboð að hann hefði náð prófinu með stæl. Hann er svo duglegur ! Mesta indælisljósið og svo góður strákur.
Nú þarf ég að aðstoða kallinn minn, mér var nær að setja hann í verkefni hehe
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 08:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)