Send heim með miða

en þar sem ég þjáist í bili af víðáttufælni og fóbíu gegn öllum mögulegum hlutum þá afhenti ég bifreiðastjóra heimilisins miðann um leið og hann var búinn að aka mér heim.Bifreiðastjórinn fór ss í apótek að sækja meðul fyrir sína kellingu. Hann er eiginlega að lenda sjálfur í hálfgerðum svefnvandamálum. Hann er alltaf að gá að því hvort mér takist að sofa og sefur þar með sjálfur með annað augað opið.  Mér er bara lífsins ómögulegt að fara eitthvað eða gera eitthvað. Það kannski lagast þegar mér tekst að sofa. Ég geri mér fullvel grein fyrir að ég er ekki smart með bauga niður á bringu þó að Anna bloggvinkona mín hafi bitið í skjaldarrendur í gær og látið sig hafa það að heimsækja mig. Anna er huguð, ég var nú samt mest hissa á að mér tókst að setja alla mannafælni undir lok á meðan. Það er bara stundum svo að manni finnst maður þekkja fólk þó maður hafi aldrei séð það.

Annars er ég sæmileg en læknir mælti með að ég geri meira en bara að ná að sofa en eitt í einu sagði hann. Ég hef verið að spá í að mæta í kirkjuna á þriðjudögum og taka þátt í sk sorgarhóp sem á að hefjast þar. Ég meina...kommon, ég get allaveganna prufað.

Þessi síða hefur hjálpað mér mjög mikið, það er ljóst. En núna er meira komið að því að koma sér meira í tvívirk samskipti. Maður á mann og svoleiðis.

Hér í bloggheimum eru nokkuð margar mæður sem eiga erfitt með krakkana sína, þau eru fíklar börnin. Mikið hefur verið um það undanfarið að mæðurnar séu að segja frá bakslagi í lífi barnanna. Hjá einni kemur fram í dag að þessi árstími reynist erfiður. Það gæti verið skammdegið sem veldur. Það er líka þekkt að þessi árstími er oft erfiður fólki, jólin að koma og svona.

Verum góð við hvert annað (mæður fíkla skilja hvað "góð" þýðir) Njótum samverunnar á komandi aðventu. Það þarf ekki að kosta neitt, það sem við gerum saman. Besta samveran er oft bara hlaðin tíma, skemmtilegum minningum og hlýrri snertingu. Ég ætla að reyna það sem ég get til að njóta aðventunnar þó ég verði að gera það án Hilmars.

Himmi flissaði stundum þegar ég kallaði hann ljósið mitt, hann var náttlega oftar en ekki kolsvartur upp fyrir haus. Mamma fékk samt knús þegar hann hætti að gera grín að mér. Hann var svo skemmtilegur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ elskan. Ég mæli algjörlega með sorgarhóp. Þannig komst ég í gegnum stóran pakka, en var 10 árum of seint á ferð, frysti þetta innra með mér. Fíkillinn minn vill ekki tala við mig, segir að allt sér mér að kenna og að ég sé fífl því ég vil ekki redda honum pening.  Fékkstu engin lyf.? hafðu það gott eins og hægt er.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.11.2007 kl. 15:13

2 identicon

Æ gott að þú dreifst þig til læknis. Og mér líst vel á að þú farir í kirkjuna og athugir hvað hópurinn þar getur gert fyrir þig og þú með honum. Gangi þér vel í öllu þessu.

Gunna (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 15:16

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Mér líst sérlega vel á þetta með kirkjuna. Og ég dáist að því hvað þú ert jákvæð og viljug til að leita þér þeirrar hjálpar sem býðst.

Jóna Á. Gísladóttir, 22.11.2007 kl. 15:28

4 Smámynd: Ragnheiður

Jú ég fékk eitthvað til að sofa Ásdís mín....veistu, það er stundum gott að vera bara fífl. Æj veistu elsku Ásdís ég finn til með þér og líka honum ræflinum, hann er ekkert svona vondur innan í sér..hann er.........finn ekki orðið. Veit að þú skilur.

Ragnheiður , 22.11.2007 kl. 15:29

5 identicon

Þú ert ótrúleg kona. Ég vona af öllu hjarta að englarnir mínir rati til þín og gefi þér styrk, von, trú á lífið flotta kona. Ein sem les þig alla daga.           kv. stoska

steinunn ósk (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 15:31

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Greta Björg Úlfsdóttir, 22.11.2007 kl. 16:19

7 identicon

Við hjónin fórum saman í sorgarhóp og það létti okkur mikið lífið og þjappaði okkur enn meira saman. Og að kynnast öðrum sem eiga í sorg og eru að kljást við ástvinamissi er góð reynsla og hjálpar mikið. Takk fyrir meilana. Set msnið inn á eftir. Knús til þín

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 16:46

8 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Gott að þú dreifst þig til læknis og frábært að þú farir í kirkuna og hittir aðra sem eru að berjast það sama og þú

Kveðja til ykkar á Álftanesinu. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 22.11.2007 kl. 19:14

9 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Það verður gott ef að lyfin hjálpa þér að sofa en svefnin er undirstaðan fyrir öllum deginum,mér líst afar vel á að þú prófir að fara í sorgarhópinn í kirkjunni en það er vonandi til bóta fyrir þig,þú ert alveg einstök kona Ragnheiður

Katrín Ósk Adamsdóttir, 22.11.2007 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband